Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 34
4 mynd. Tóftarbrot syðst í Haugahólum Old fann ruins in the southernmost part of the Haugahólar rockslide Ljósm. photo Árni Hjartar- son. fjöllum 1477 og er þykkasta gjóskulag- ið hér frá sögulegum tíma (Sigurður Þórarinsson 1976, Jón Benjamínsson 1981, Guðrún Larsen 1982). Þessi lög ganga inn undir vegghleðslurnar og sýna að bærinn var hlaðinn skömmu eftir 1477. Gjóskulögin tvö finnast ekki inn í tóftinni. Þar er hins vegar svart gólflag úr viðarösku með bleik- um móöskuhnyklum. Þykkt óhreyfða moldarlagsins milli hleðsluleifanna og Öskjulagsins frá 1875 bendir til að húsin hafi verið fallin fyrir 1600 ef reiknað er með sambærilegum þykkn- unarhraða jarðvegs og hefur verið á milli laganna frá 1362 og 1477. Raunar er þó varasamt að taka mikið mið af þykknunarhraða jarðvegs á þessum stað. Neðan við Öræfajökulslagið er foksandslag og engin auðkennileg gjóskulög. Leifar af útihúsum sjást engar á þessum slóðum enda hafa tún verið sléttuð beggja vegna tóftanna þar sem útihúsin kunna að hafa staðið. Sé til- gáta Jóns Hrólfssonar rétt, að bærinn á Haugum hafi staðið þarna, þarf skýringu á því hvers vegna hann var fluttur norður fyrir hólana þangað sem hann er nú. Nærtækasta skýringin er sú að ágangur Vatnsdalsár og skriðuföll á aurum hennar hafi eyði- lagt tún og jafnvel húsakost jarðarinn- ar. Vatnsdalur er lítill afdalur sem gengur inn af Skriðdal upp af Skriðu- vatni. Úr honum fellur Vatnsdalsá til Skriðuvatns. Skriðuvatn hefur upp- haflega orðið til þegar Haugahólar hlupu fram. Vatnsdalsá hefur síðan borið mikla aurkeilu út í norðurhluta vatnsins og skilið það frá hólunum. Haugahólahlaupið stemmdi einnig uppi vatn á Vatnsdal (1. mynd) en nú 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.