Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 40
Aldur selanna var metinn með taln- ingu árhringja í tönnum (Allen og Melfi 1985). NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR Hér verður getið fjögurra tegunda sníkjudýra sem ekki hafa fundist áður í eða á selum við Island. Auk þess fundust sumarið 1989 bandormsbútar í þörmum tveggja landsela, eins úr Breiðafirði og annars úr Faxaflóa. Ekki reyndist unnt að greina þá til tegunda þar sem hausar þeirra náðust ekki við söfnun. Hugsanlega er hér um að ræða aðra hvora tegundanna sem Baer (1962) getur um héðan (Tafla 1). Þráðormurinn Otostrongylus circumlitus Rudolphi, 1899 fannst í lungum u.þ.b. 6 mánaða landsels sem drepinn var í Dýrafirði haustið 1988. Þrír fullorðnir kvenormar fundust í selnum. Erlendis er þessi tegund gjarnan nefnd „stóri lungnaormur" (karlormarnir geta náð allt að 11,5 cm lengd og kvenormar allt að 14 cm) til aðgreiningar frá nokkru smávaxnari þráðormstegund Parafilaroides gymn- urus Ralliet, 1899 sem einnig lifir í lungum landsela (Weber 1988) en hef- ur ekki fundist í selum hér við land. O. circumlitus lifir í berkjum og barkapípum selanna. Fjöldi orma get- ur orðið svo mikill að þeir hindri loft- streymi. Lífsferill þessa þráðorms er ekki þekktur (Weber 1988). Krókhöfðinn Corynosoma semerme Forssell, 1904 fannst í þörmum og ristli fjögurra landsela og eins útsels, sem veiddir voru sumarið 1989 á strandsvæðum Breiðafjarðar og Faxa- flóa. Þessi tegund er algeng í mörgum tegundum sela og finnst hún einnig í hvölum, fuglum og spendýrum sem lifa á þurru landi (Mohr 1952, Sprehn 1966, Helle og Valtonen 1980). Full- orðnu ormarnir lifa í þörmum og ristli þar sem þeir festa sig í þarmavegginn. Kvenormarnir verpa eggjum sem ber- ast út í umhverfið með saur. Eggin eru étin af krabbadýrum sem lifa í fjöru og á grunnsævi. í þeim þroskast lirfustig (acanthella) sem þroskast í fullorðinn orm éti selur krabbadýrið eða fisk með sýktu krabbadýri í melt- ingarfærum. Einnig fannst hjartaormurinn D. spirocauda. Þessi þráðormur lifir í blóðrás sela og er nefndur hjartaorm- ur þar sem fullorðinsstigið sníkir í hjarta og lungnaslagæð. Eins og síðar verður nánar vikið að þroskast lirfustig hjartaormsins í sog- lúsinni E. horridus, sem við nefnum selalús í þessari grein. Selalýs fundust þó ekki á þeim selum sem athugaðir voru. Ekki hafa fundist ritaðar heim- ildir sem greina frá því að lúsin hafi fundist á selum hér við land. Hún er engu að síður sníkjudýr á íslenskum landselum. Annar höfundur greinar- innar (E.Ó) fann hana á landsel árið 1985 eins og síðar verður lýst. Fræð- umst aðeins nánar um hjartaorminn og selalúsina. HJAR TA ORMURINN DIPETALONEMA SPIROCAUDA LEIDY, 1858 Þrír þeirra 15 landsela sem athugað- ir voru reyndust sýktir af hjartaormin- um. Aðeins fáeinir ormar fundust í hverjum sel. í fjögurra vetra urtu úr norðanverðum Breiðafirði fannst einn ormur, tveir ormar fundust í vetur- gamalli urtu úr Faxaflóa og átta ormar fundust í tveggja vetra urtu sem sömu- leiðis var veidd í Faxaflóa. Ormurinn fannst hvorki í útselunum né hringa- nóranum. Af ættkvíslinni Dipetalonema eru þekktar 52 tegundir sem eru allar sníkjudýr í spendýrum. Tegundirnar hafa fundist í 9 af 19 ættbálkum spen- 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.