Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 42
tókst að finna forlirfur í þörmum sela-
lúsa. Næstu þroskastig ormsins, þ.e.
fyrsta, annars og þriðja stigs lirfur,
fundust einnig í ýmsum líkamshiutum
og líffærum lúsanna, s.s. í hinu opna
blóðrásarkerfi, þörmum, klóm og
haus en oftast reyndust þær staðsettar
í fituvef (Geraci o.fl. 1981). Talið er
að smithæfar þriðja stigs lirfur berist
til baka í blóðrás selsins þegar lúsin
sýgur úr honum blóð. Þar skipta þær
tvisvar um ham og þroskast í fullvax-
inn, kynþroska orm.
Allmargir erlendir aðilar hafa
greint frá sýkingartíðni og fjölda
hjartaorma í landselum. Við strendur
Ameríku reyndist sýkingartíðni í 47
dýrum af undirtegundinni P. v. largha
vera 8,5% og í 99 dýrum af undirteg-
undinni P.v. richardii vera 17,2% (El-
ey 1981). I Norðursjó reyndist sýking-
artíðnin í P.v. vitulina árið 1988 vera
nokkuð breytileg eða 18,1% í rann-
sókn Webers (1988) á 72 selum en
27,5% í rannsókn Schnieders o.fl.
(1988) á 102 selum. Könnun á 50
landselum undan ströndum Hollands
þremur áratugum fyrr leiddi í ljós
nokkru hærri sýkingartíðni eða 50%
(van den Broek og Vensvoort 1959).
Vegna þess hversu fáir selir voru at-
hugaðir hér við land er hæpið að bera
sýkingartíðnina við Island (20%) sam-
an við ofangreindar niðurstöður.
Samanborið við erlendar niður-
stöður reyndust fáir ormar (1 - 8) vera
í íslensku landselunum. Erlendis hafa
allt að 100 ormar fundist í hjarta og
lungnaslagæð einstakra landsela (van
den Broek og Vensvoort 1959, Con-
louge og Foreyt 1980). Að minnsta
kosti 50 ormar fundust í hjarta og
lungnaslagæð einstakra landsela sem
Weber (1988) rannsakaði úr Norður-
sjó en þeir drápust í selafári því
sem getið er um framar í grein þess-
ari.
Líklegt er að vanlíðan sela aukist
eftir því sem ormarnir eru fleiri og
sýnt hefur verið fram á að mikil sýk-
ing hafi valdið dauða hýsilsins (Fager-
holm o. fl. 1989). Mikill fjöldi orma
hindrar eðlilegar hreyfingar hjartans
og mynda þeir fyrirstöðu í blóðrás og
geta algjörlega teppt hana (van den
Broek og Vensvoort 1959, Taylor o.
fl. 1961, Dunn og Wolke 1976).
Það eru ekki einungis fullorðnu
ormarnir í hjarta og lungnaslagæð sem
geta hrjáð selina heldur einnig for-
lirfustig ormsins. Forlirfurnar, sem
geta orðið 4000 talsins í hverjum milli-
lítra af blóði (Geraci o.fl. 1981), halda
til í blóðrásinni og berast með henni
út í háræðanet selsins. Þær berast það-
an í lýsnar þegar þær sjúga blóð. Sýnt
hefur verið fram á að lendi forlirfurn-
ar út úr háræðum í lungum getur það
leitt til lungnabólgu (Taylor o.fl. 1961,
Dunn 1976). Athuganir á vefjameina-
fræði sýktra sela hafa leitt í ljós að for-
lirfur orsaka skaðlegar vefjabreytingar
í æðaveggjum, lungum, lifur og milta
(Dunn 1976).
SELALÚSIN
ECHINOPTHIRIUS HORRIDUS
OLFERS, 1816
Selalúsin fannst á nokkurra vikna
gömlum landselskóp (58 cm langri
urtu) sem flækst hafði í grásleppuneti
og drukknað skammt frá Lundakletti
á Breiðafirði um 10. júní 1985 (2.
mynd). Kópurinn var sendur til upp-
stoppunar á Náttúrufræðistofnun Is-
lands þar sem lúsin fannst. Alls fund-
ust 10 lýs á trýni kópsins.
Alls eru 12 soglúsategundir (Ano-
plura) þekktar á hinum ýmsu teg-
undum sela. Þær tilheyra allar ættinni
Echinophthiriidae sem skipt er í fimm
ættkvíslir (Kim 1975). E. horridus
er eina lúsartegundin sem fundist hef-
ur á landsel (Hopkins 1949). Engar
96