Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 43
2. mynd. Kvendýr selalúsar Echinopthirius horridus. A female seal louse E. horridus. naglýs (Mallophaga) sníkja aftur á móti á selum (Hopkins 1949, Sprehn 1949). Samanburður á soglúsategundum sela bendir til þess að þær hafi þróast eftir tveimur megin línum (Kim 1975). Þetta er talið renna stoðum undir þá kenningu að selir séu ekki komnir af einni heldur tveimur tegundum rán- dýra sem báðar aðlöguðust sjávarlífi fyrir um 20 milljónum ára. Rándýr sem voru forfeður otra urðu einnig forfeður loðsela, sæljóna og rostungs (yfirættin Otarioidea) en forfeður bjarna eru taldir forfeður hinna eig- inlegu sela (yfirættin Phocoidea) (King 1964, Kim 1975). Samkvæmt Jancke (1938), Hopkins (1949) og Scherf (1963) hefur soglúsin E. horridus fundist á selategundum um allt norðurhvel og virðist út- breiðsla hennar vera ívið meiri en lýst var fyrir hjartaorminn hér á undan. Auk þess að hafa þráfaldlega fundist á landsel hefur hún líka fundist á útsel, hringanóra, blöðrusel, kampsel, vöðusel og baikalsel (Pusa sibirica Gmelin, 1788). E. horridus nærist eingöngu á blóði og lifa lýsnar aðeins í stuttan tíma missi þær tak sitt í feldi selsins. Þær geta fært sig milli sela snertist þeir í látrum eða á öðrum þeim stöðum þar sem þeir liggja uppi. Kópar lúsugra urta sýkjast yfirleitt strax eftir fæð- ingu. Ol'tast halda lýsnar til á haus og á innanverðum afturhreyfum. Sem ungviði eru kynin jafnstór en á fullorðnum lúsum er stærðarmunur á kynjunum. Fullvaxin kvendýr eru 97

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.