Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 52
SÚRT REGN Á HAWAII Á myndinni má sjá stóran brúnan hraunfláka með einu svörtu hrauni. Á þessum hraunum er eiginlega enginn munur fyrir utan litarmuninn nema lítils- háttar aldursmunur. Svarta hraunið er ungt og liggur ofan á. Hvernig stendur þá á litarmuninum? Hraun þessi er að finna á Hawaii, nánar tiltekið á suðvesturflankanum á Kilau- ea. Kilauea er ein af stóru hraundyngjunum á Hawaii og sú sem virkust hefur ver- ið á Iiðnum öldum, Iíklega virkasta eldfjall í heimi. í toppi hennar er stór og mikil askja, sem kallast Halemaumau. í gegn um öskjuna skerst sprungusveimur og sést hluti hans á myndinni. Eldgos verða bæði á sprungusveimnum og í öskjunni. í þessum gosum berst nær eingöngu þunnfljótandi basaltkvika upp á yfirborðið og leg|st hún í þunnum hraunflákum og taumum yfir nágrennið. Á Hawaii ríkja norðaustlægir rakir staðvindar. Þar sem eyjan er hálend fellur úrkoman að langmestu leyti á hana austanverða. Austurhluti eyjunnar er því vel gróinn og nær regnskógur t.d. fram á brúnir öskjunnar að austan. Vestan til á eynni er hins vegar afar þurrt svo víða nálgast eyðimörk. Þannig var t.d. vest- urflankinn á Kilauea, þar sem myndir er tekin, talinn vera eyðimörk vegna þurrkanna sem þar ríkja. Á síðustu árum hefur þó komið í ljós, að það er ekki meginástæðan fyrir gróðurleysinu. Úrkoma er þar næg til að viðhalda þó nokkrum gróðri, enda má sjá þurra lækjarfarvegi á myndinni. Úrkoman sem fellur á vesturflankann hefur hins vegar borist yfir öskjuna og talið er að eldfjallagös sem upp úr henni streyma að jafnaði og þó einkum þegar gos standa yfir, en þau standa oft árum saman, mengi úrkomuna þannig að regnið súrni. í vesturhlíðum Kilauea fellur því súrt regn, sem kemur í veg fyrir að hraunin grói upp. Súra regnið veldur því einnig að veðrun verður hröð á yf- irborði hraunanna. Þessari veðrun fylgja efnaskipti sem meðal annars leiða til þess að járn í gleri og steindum á hraunyfirborðinu oxast eða ryðgar og bæði gler og frumsteindir bergsins brotna niður og mynda nýjar steindir. Þessum efnabreytingum fylgir litarbreytingin sem á myndinni sést. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 106, 1990. 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.