Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 53
Oddur Sigurðsson Möðrufellshraun, berghlaup eða jökulruðningur? Fyrir skömmu kom út hjá Erni og Örlygi „íslandshandbókin. Náttúra, saga og sérkenni“ í tveim bindum. Þetta er handbók byggð á ritverkinu „Landið þitt ísland". f bókinni eru m.a. hvers konar upplýsingar um ís- lenska náttúru og, eins og óhjákvæmi- lega verður í bók um ísland, mikið um jarðfræði enda 6 jarðfræðingar skráðir meðal heimildamanna í verk- inu en t.d. aðeins einn líffræðingur og sá var 87 ára er bókin kom út. Þær upplýsingar um jarðfræði, sem birtast í bókinni eru flestar gamal- grónar og viðurkenndar hugmyndir eins og vera ber, en svona bækur eru vart vettvangur fyrir fræðilegar deilur. Þó er svo að einhver hefur komið hér á framfæri skoðun sinni um svokölluð framhlaup eða berghlaup, sem víða er að finna á landinu, og kallar þau mörg ruðning eftir skálarjökul. Um þetta hefur lítið verið fjallað meðal fræði- manna en það er þó ljóslega mjög um- deilanlegt. Árið 1976 kom út bókin „Berg- hlaup“ eftir Ólaf Jónsson, mikið verk og vandlega unnið. Ólafur var einn af þessum aðdáunarverðu mönnum, sem sjálfmenntaðir afköstuðu heilum ósköpum í fræðum utan sinnar starfs- greinar. Nákvæmni Ólafs var við brugðið og má lesa í „Berghlaupum“ stórmikinn fróðleik um þau fyrirbrigði bæði almennt og í einstökum tilvik- um. Hann getur þess m.a. í bókinni hvenær hann skoðaði tiltekinn stað og hversu vel. Einn af þeim stöðum sem Ólafur Jónsson athugaði sérstaklega vel er Möðrufellshraun í Eyjafirði (1. mynd). „Skoðað 15/5 1954, 29/8 1956 og oft og ýtarlega fyrr og síðar“ stend- ur í „Berghlaupum“. Hann telur það „eitt merkasta berghlaup í Eyja- firði. . . ., bæði vegna þess hve sér- kennilegt það er, glöggt afmarkað og stílhreint.“ Þar gerir hann einnig grein fyrir hvar jökulruðningsefni sé að finna við berghlaupið og er ekki að efa, að hann hefur kunnað að greina þar á milli. Nú víkur svo við, að í „íslandshand- bókinni“ á bls. 447 er Möðrufells- hraun talið „. . . .myndað við gröft skálarjökla úr tveim skálum er liggja hvor upp af annari...............Hefur jökull fyrst myndast í efri skálinni og flætt fram úr henni í neðri skálina, líkt og Morsárjökull fellur fram af hömr- um í Morsárdal í Öræfasveit.“ Á sömu opnu í bókinni við mynd er þessi texti:„MöðrufellsfjaIl með tvö djúp spor er skálarjöklar hafa grafið hvort upp af öðru undir lok ísaldar." Sitt hvað er við þessa skoðun að at- huga. Nú er talið að Eyjafjarðarjökull hafi staðið a.m.k. úti undir Hrísey fyr- Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 107-112, 1990. 107

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.