Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 3
Ágúst Guðmundsson og Kristján Sæmundsson Heklugosið 1991: Gangur gossins og aflfræði Heklu INNGANGUR Hekla er næstvirkasta eldfjall lands- ins á sögulegum tíma. Hún hefur gos- ið a.m.k. 17 sinnum á þessum tíma og að auki er vitað um 5 gos í nágrenni hennar í sama eldstöðvakerfinu. Grímsvötn er eina megineldstöðin sem hefur gosið oftar, eða 40-50 sinn- um. Hins vegar er heildarrúmmál gos- efna úr Heklu á þessum tíma yfir 7 km3 en innan við 2 km3 úr Grímsvötn- um. Til samanburðar má nefna að rúmmál hrauna í stærstu sprungugos- um á sögulegum tíma, Eldgjá 934 (Guðrún Larsen 1979, Hammer 1984) og Lakagígum 1783, er 12-14 km3 (Miller 1989, Sigurður Þórarinsson 1967). Heklugos gera yfirleitt lítil boð á undan sér og svo var um gosið sem hófst 17. janúar 1991. Fyrstu jarð- skjálftar sem tengjast rifnun kviku- þróarinnar undir Heklu, svo og snögg- ar breytingar á streitumælum í borhol- um á Suðurlandi, urðu innan við hálftíma áður en gosið hófst. Talið er að kvikuþró sé á um 8 km dýpi undir Heklu (Einar Kjartansson og Karl Grönvold 1983, Agúst Guðmundsson o.fl. 1992). Ef fyrstu skjálftarnir sýna hvenær þakið brast og kvikan tók að streyma úr þrónni, þá hefur kvikan farið með um 15 km hraða á klukku- stund á leið sinni til yfirborðs. Þetta er 5 til 10-faldur hraði á láréttri færslu skjálftaupptaka sem fylgt hafa kviku- hlaupum í Kröflu, svo dæmi sé tekið. Undanfari gosa í Heklu er því mjög skammur. FYRSTU SÓLARHRINGAR GOSSINS Gosið hófst um klukkan 17 fimmtu- daginn 17. janúar. Gosmökkurinn sást frá Botnum í Meðallandi kl. 17.05 og frá Eystra-Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi kl. 17.07 og hafði náð 11,5 km hæð kl. 17.10. Gosórói byrjaði um kl. 17 og var vaxandi fram til kl. 18. Lík- legt er að gossprungurnar hafi aðal- lega opnast á tímabilinu frá kl. 17 til 18. Eftir kl. 18 dró ört úr gosóróa og hann var orðinn lítill strax kl. 4 að- faranótt 18. janúar. Síðan dró hægt úr gosóróa næstu vikurnar þar til hann hætti alveg að morgni 11. mars um það leyti sem gosinu lauk. í fyrstu gaus í suðvesturhluta Heklugjár, sem liggur eftir háhrygg fjallsins (1. mynd), en gosið þar hætti tljótlega, líklega strax á fyrsta degi. Hvorki gaus í Toppgíg né Axlargíg, sem báðir mynduðust í gosinu 1947. Aldrei gaus í norðausturhluta Heklu- Náttúrufræðingurinn 61 (3^1), bls. 145-158, 1992. 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.