Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 3
Ágúst Guðmundsson og Kristján Sæmundsson
Heklugosið 1991: Gangur gossins
og aflfræði Heklu
INNGANGUR
Hekla er næstvirkasta eldfjall lands-
ins á sögulegum tíma. Hún hefur gos-
ið a.m.k. 17 sinnum á þessum tíma og
að auki er vitað um 5 gos í nágrenni
hennar í sama eldstöðvakerfinu.
Grímsvötn er eina megineldstöðin
sem hefur gosið oftar, eða 40-50 sinn-
um. Hins vegar er heildarrúmmál gos-
efna úr Heklu á þessum tíma yfir 7
km3 en innan við 2 km3 úr Grímsvötn-
um. Til samanburðar má nefna að
rúmmál hrauna í stærstu sprungugos-
um á sögulegum tíma, Eldgjá 934
(Guðrún Larsen 1979, Hammer 1984)
og Lakagígum 1783, er 12-14 km3
(Miller 1989, Sigurður Þórarinsson
1967).
Heklugos gera yfirleitt lítil boð á
undan sér og svo var um gosið sem
hófst 17. janúar 1991. Fyrstu jarð-
skjálftar sem tengjast rifnun kviku-
þróarinnar undir Heklu, svo og snögg-
ar breytingar á streitumælum í borhol-
um á Suðurlandi, urðu innan við
hálftíma áður en gosið hófst. Talið er
að kvikuþró sé á um 8 km dýpi undir
Heklu (Einar Kjartansson og Karl
Grönvold 1983, Agúst Guðmundsson
o.fl. 1992). Ef fyrstu skjálftarnir sýna
hvenær þakið brast og kvikan tók að
streyma úr þrónni, þá hefur kvikan
farið með um 15 km hraða á klukku-
stund á leið sinni til yfirborðs. Þetta
er 5 til 10-faldur hraði á láréttri færslu
skjálftaupptaka sem fylgt hafa kviku-
hlaupum í Kröflu, svo dæmi sé tekið.
Undanfari gosa í Heklu er því mjög
skammur.
FYRSTU SÓLARHRINGAR
GOSSINS
Gosið hófst um klukkan 17 fimmtu-
daginn 17. janúar. Gosmökkurinn sást
frá Botnum í Meðallandi kl. 17.05 og
frá Eystra-Geldingaholti í Gnúpverja-
hreppi kl. 17.07 og hafði náð 11,5 km
hæð kl. 17.10. Gosórói byrjaði um kl.
17 og var vaxandi fram til kl. 18. Lík-
legt er að gossprungurnar hafi aðal-
lega opnast á tímabilinu frá kl. 17 til
18. Eftir kl. 18 dró ört úr gosóróa og
hann var orðinn lítill strax kl. 4 að-
faranótt 18. janúar. Síðan dró hægt úr
gosóróa næstu vikurnar þar til hann
hætti alveg að morgni 11. mars um það
leyti sem gosinu lauk.
í fyrstu gaus í suðvesturhluta
Heklugjár, sem liggur eftir háhrygg
fjallsins (1. mynd), en gosið þar hætti
tljótlega, líklega strax á fyrsta degi.
Hvorki gaus í Toppgíg né Axlargíg,
sem báðir mynduðust í gosinu 1947.
Aldrei gaus í norðausturhluta Heklu-
Náttúrufræðingurinn 61 (3^1), bls. 145-158, 1992. 145