Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 5
2. mynd. Loftmynd tekin laugardaginn 19. janúar. Horft í norðaustur eftir háhrygg
Heklu. Aðalgígurinn er til hægri á myndinni. Mynd Agúst Guðmundsson.
rennsli var alveg hætt að morgni 19.
janúar.
Aðalhraunflæðið var frá byrjun í
suðausturhlíðum fjallsins og hélst svo
út gosið (2. mynd). Fram á sunnudag-
inn 20. janúar hélst lítilsháttar virkni í
neðri sprungunni sem gengur í suð-
suðvestur sunnan við Heklugjá (1.
mynd), en að öðru leyti urðu allar
gossprungur óvirkar strax á öðrum
degi gossins, nema aðalsprungan. Sú
sprunga liggur til suðausturs frá toppi
fjallsins og gígurinn sem lengst var
virkur er sýndur á 1. mynd. Sam-
kvæmt lýsingu sjónarvotta náðu
kvikustrókarnir 300 m hæð fyrstu
nóttina og eldveggurinn var nokkuð
samfelldur. Laugardaginn 19. janúar
hafði nær öll virknin færst á þann stað
á sprungunni þar sem síðar hlóðst upp
stærðar gígkeila (3. mynd).
Smá hraunsletta kom upp rétt aust-
an við Skjólkvíar, langt norðan við
meginhraunið (4. mynd). Samkvæmt
lýsingum sjónarvotta virðist hún, þótt
lítil sé, hafa komið upp í tveimur
smáhrinum. Fyrri hrinan varð
skömmu eftir að Heklugosið hófst en
sú síðari daginn eftir.
Breytingar á gosóróa og aðrar at-
huganir benda til þess að krafturinn í
gosinu hafi verið langmestur fyrstu 11
klukkustundirnar. A þessu tímabili er
líklegt að hraunrennslið hafi orðið allt
að 2000 m3/sek en tvo fyrstu sólar-
hringana var meðalrennslið um 800
m3/sek, sem er tvöfalt streymi Ölfusár
við Selfoss. Rennslið minnkaði þó
fljótlega í urn 10 m3/sek, sem er um
tvöfalt meðalstreymi Elliðaánna.
Hraunrennslið var síðan á bilinu 1-12
m3/sek, með tímabundnu lágmarki í
byrjun febrúar, þar til gosi lauk.
147