Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 9
uppstreymið stafaði líklega af streymi
grunnvatns að gígrásinni. Þann 6.
mars var gufuuppstreymi nánast hætt
og mökkurinn lítill og hélst svo þar til
gosinu Iauk. Blámóða var yfir Suður-
landi sunnan Heklu í norðanátt og
heiðríkju meðan á gosinu stóð.
HRAUNIÐ
Útbreiðsla hraunsins er sýnd á 1.
mynd. Þessi teikning er byggð á ljós-
myndum sem teknar voru 15. febrúar,
en mjög lítið bættist við hraunið eftir
þann tíma og sú viðbót fólst aðallega í
því að hluti hraunsins þykknaði. Því
ætti þetta kort að gefa nokkuð áreið-
anlega mynd af stærð hraunsins.
Hraunið, sem er úr andesíti og
dæmigert Hekluhraun, þekur alls um
23 km2. Þykktin hefur verið mæld á all-
mörgum stöðum og er víðast 2-8 m,
sums staðar þó yfir 10 m. Hún kann að
vera tugir metra í lægðum við Vatna-
fjöll en þar hefur ekki verið mælt. Ef
meðalþykktin er 6-7 m er rúmmál
hraunsins um 0,15 km\ eða 150 milljón
rúmmetrar. Hafa ber í huga að meðal-
þykktin kann að vera vanmetin, en
benda má á að meðalþykkt hraunsins
frá gosinu 1980 er aðeins 5 m.
Samanlagt rúmmál hrauns sem kom
upp í gosinu 1980-81 er nákvæmlega
það sama og hér er áætlað, eða 0,15
km3 (Karl Grönvold o.fl. 1983). Flatar-
mál hraunsins þá var einnig mjög svip-
að og nú, eða 24 km2. I því gosi rann
hraunið hins vegar aðallega til norð-
vesturs en til suðausturs í þessu gosi.
Gjóskan var nokkru meiri í 1980-81
gosinu en nú en þegar hún er reiknuð
sem fast berg er magn hennar hverf-
andi miðað við magn hrauns. Því má
telja að í þessu gosi hafi komið upp
mjög álíka magn gosefna og 1980-81.
Til samanburðar má nefna að flat-
armál hraunsins sem rann í gosinu
1970 er nokkru minna, eða 18,5 km2
(Sigurður Þórarinsson 1970). Meðal-
þykkt þess er hins vegar um 11 m og
metið rúmmál 0,2 km3 og því nokkru
meira en nú. Hraunið sem myndaðist
í gosinu 1947^18 þekur hins vegar 40
km2 og rúmmál þess er áætlað 0,8
km3. Það er því Ijóst að hraunin sem
7. mynd. Upp-
þornuð jaðará 24.
febrúar. Mesta
breidd farvegarins
er rúmur metri en
mesta dýpt tæpur
metri. Kvikuaug-
að er að hluta til
opið. Mynd Ágúst
Guðmundsson.
151