Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 14
er að stutt goshlé og eftirhreytur gosa í Heklu stafi af spennumögnun af þessu tagi. Þannig má líta á gosið 198f sem eftirhreytur af gosinu 1980 og gosið 1768 sem eftirhreytur af gosinu sem stóð frá apríl 1766 til ágúst 1767 (Sigurður Þórarinsson 1968). í báðum tilvikum lá gosið niðri í meira en hálft ár áður en lokahrinan hófst. Þegar gos hefst eftir stutt goshlé er umframþrýstingur (kvikuþrýstingur umfram minnsta berglagaþrýsting) að öðru jöfnu lágur þar sem þróin hefur ekki náð að endurhlaða sig nema að hluta. Að auki nær mjög lítið af léttri (súrri) kviku að myndast, við bræðslu á jöðrum þróar og kristalsökk, á svo skömmum tíma. I slíkum gosum nær því lítið magn kviku að flæða úr þrónni áður en þrýstingur í henni hef- ur fallið svo mikið að gosrásin lokast. Gos eftir stutt goshlé ættu því að vera lítil að rúmmáli, sem er í góðu sam- ræmi við gossögu Heklu. Eftir langt hlé er meiri kvika í þrónni en eftir stutt hlé og því verður rúmmál gosefna mikið. Jafnframt verður rúmmálsflæði kviku úr þrónni meira, einkum í byrjun goss, bæði vegna mikils umframþrýstings í þrónni og þess að gosrásin verður lengri og víðari en í kraftlitlum gos- um. Reynslan hefur og sýnt að löng goshlé fara á undan kröftugum gosum með talsverðri sprengivirkni í byrjun, jafnframt því sem rúmmál gosefna er þá tiltölulega mikið. GOSTÍÐNI HEKLU Gossaga Hekiu, ásamt þeim upplýs- ingum sem fengist hafa í gosum á þessari öld, gerir kleift að setja fram líkan af eldstöðinni. Bergfræðirann- sóknir (Guðmundur Sigvaldason 1974, Sveinn Jakobsson 1979) sýna að hraun og gjóska úr Heklugjá og næsta ná- grenni eru súr og ísúr (líparít og and- esít). í ákveðinni fjarlægð frá Heklu- gjá koma hins vegar einungis upp bas- althraun, þótt gossprungurnar þar tilheyri sama eldstöðvakerfinu. Þetta bendir til þess að undir Heklukerfinu sé lagskipt kvikuþró, þannig að létt súr og ísúr kvika safnist við topp þróar undir Heklu sjálfri en eðlis- þyngri basaltkvika sé þar fyrir neðan og efst undir jöðrum kerfisins (11. mynd). Við gos úr Heklugjá kemur kvikan bara úr þeim hluta þróar sem er undir Heklu sjálfri. Þar sem innan við þús- undasti hluti kviku í þró flæðir úr henni við gos er ljóst að aðeins allra efsti hluti þróar veitir kviku til yfir- borðs í Heklugosum og sá hluti inni- heldur einungis súra og ísúra kviku. í samræmi við þetta gýs Hekla sjálf ein- göngu ísúru og súru hrauni og gjósku. I þeim hluta þróar sem liggur undir jöðrum Heklukerfsins er hins vegar einungis basaltkvika til staðar og því kemur basalt upp í gosum utan við Heklu sjálfa. Lagskipting í þrónni skýrir því breytileikann í samsetningu gosefna innan Heklukerfisins. Gostíðni Heklu á sögulegum tíma hefur verið óvenju há, eins og fyrr var vikið að. Að meðaltali hafa aðeins lið- ið um 55 ár á milli gosa. Þessa miklu gostíðni má skýra með þremur sam- verkandi þáttum. Sá fyrsti er lega eld- stöðvarinnar á mótum framsækins rekbeltis (austurbeltisins) og brota- beltis Suðurlands. Legan felur í sér að Heklukerfið tekur á sig stóran hluta af þeirri togstreitu sem tengist bæði brotabeltinu og framsækna rekbelt- inu. Annar þátturinn er lögun þróarinn- ar. Ýmsir þættir í jarðfræði Heklu- kerfisins, svo sem lengd þess og breidd, benda til þess að þróin hafi lögun áþekka þeirri sem sýnd er á 10. mynd. Líklegt er að lengd þróarinnar 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.