Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 19
GOSBYRJUN OG FRAMVINDA - FRÁSAGNIR SJÓNARVOTTA Sautjánda gos Heklu hófst um kl. 17 fimmtudaginn 17. janúar. Það byrjaði með nokkuð öflugu þeytigosi eins og venja er í Heklugosum. Gosmökkur- inn sást frá tveimur bæjum laust eftir kl. 17 og í veðursjá Veðurstofunnar kl. 17.10 og var þá kominn í a.m.k. 11,5 km hæð. Frá Botnum í Meðallandi, um 80 km suðaustan Heklu, sást sver gos- stólpi um kl. 17.05 sem hækkaði ört í fyrstu en hægði svo á sér og breiddi úr sér efst og fór fljótlega að halla í norð- ur. Frá Eystra Geldingaholti, um 30 km vestan fjallsins, sást gosmökkur skilja sig frá skýjunum kl. 17.07, hann var ljós í fyrstu en hætti að rísa og sortnaði eftir smástund. í Selsundi, 11 km suðvestan Heklu, varð fyrst vart við bjarma af gosinu kl. 17.18 og gosmökk í rofi í éljabakka. Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi, telur að gosið hafi byrjað við Axlar- gíginn á suðvesturöxl Heklu. Fyrst sást til eldstróka um kl. 17.50, rétt of- an við eða norðvestan í Axlargíg og efst í sprungu sem opnaðist vestur af honum (1. mynd a). Þorsteinn Gísla- son festi þá á myndband og er ekki að sjá að eldar hafi verið hærra uppi á fjallinu. Næst þegar sást til eldanna, laust eftir kl. 18, var sprungan að lengjast til vesturs frá Axlargíg og gos var byrjað á sprungu með norðlægri stefnu nálægt gosstöðvunum frá 1970 (Suðurgígum). Þegar Drífa Hjartar- dóttir á Keldum sá fyrst til gossins upp úr kl. 17.50 gaus aðeins suðvestan í Heklu. Að minnsta kosti 15 mínútur liðu áður en eldar sáust á sprungu(m) sunnan í fjallinu, en síðan var eins og fjallið klofnaði í austurátt eftir háfjall- inu í átt að Toppgíg og svo niður aust- urhlíðina og kom hver strókur upp austar en sá næsti á undan. Telur Drífa að þetta hafi gerst á 30^15 mín- útum. Þegar gosið var mest sáust 19 strókar í gangi samtímis frá Keldum. Flugmenn hjá Flugleiðum sáu vel til fjallsins úr suðri kl. rúmlega 18 og töldu þá sprungu vera eftir endilöngu fjallinu, gosmökk allt að 12 km háan og hraunstrauma niður alla suðurhlíð- ina. Þeir sáu einnig smágos austan til í hlíð fjallsins á sama tíma. Ekki er fullljóst hvenær gos tók að réna á hinum ýmsu sprungum. Um kl. 22 var farið að draga úr gosinu suð- vestan í fjallinu. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk var við Tröllkonuhlaup, skammt norðvestan Heklu, um kl. 22.30 og þá virtust honum ljórir eld- strókar koma úr háfjallinu til suðurs frá topphnjúknum, en ekki er vitað hvenær gos þar hætti. Þegar Ieið á nóttina var kraftmikið gos í austurhlíð Heklu, þar sem virkni varaði síðan lengst, en verulega farið að draga úr því annars staðar. Hraunrennsli virðist hafa byrjað fljótlega eftir að gos hófst í suðvestur- öxlinni og þaðan rann hraun til vest- urs fyrsta sólarhringinn. Aðalhraun- flæðið var þó til suðurs frá sprungum í austurhlíðinni. Nánar er sagt frá fram- vindu gossins og hraununum í grein Ágústs Guðmundssonar og Kristjáns Sæmundssonar í þessu hefti. Af frásögnum sjónarvotta virðist ljóst að gosið byrjaði suðvestan í Heklu í um 1200 m y.s., við Axlargíg- inn frá 1947. Fyrsta klukkutímann virðist eingöngu hafa gosið á sprung- u(m) við Axlargíginn. Ekki sást til elds á öðrum stöðum fyrr en um eða upp úr kl. 18, fyrst sunnan í fjallinu í um 900 m y.s., rétt á eftir á suðvestur- hluta Heklugjár og síðan í austurhlíð- inni þar sem sprunga náði að lokum niður undir 900 m y.s. Flæðigosið virðist hafa komist í fullan gang milli kl. 18 og 19, þegar sprungur höfðu 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.