Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 22
milli kl. 20 og 21 en síðan aukist aftur laust fyrir kl. 22. Ekki er fullljóst hvort gjóskan sem myndaðist eftir það kom aðallega úr sprungum í austur- hlíð Heklu, þar sem virkni varaði síð- an lengst í þessu gosi. GJÓSKUFALLIÐ 17. JANÚAR Gjóskufalls varð fyrst vart við orku- ver Landsvirkjunar í Hrauneyjafossi og Sigöldu, rúmlega 30 km norðaust- an Heklu. Vart varð við gjóskuvott skömmu eftir kl. 17.30 við Hrauneyja- foss en þá sást að aðalmökkurinn var vestar, með stefnu á Sandafell. Upp úr kl. 18 byrjaði gjóskufall við Hraun- eyjafoss sem var mest fyrstu þrjá stundarfjórðungana og hélst verulegt fyrstu tvo tímana. Gjóska var enn að skila sér niður í litlum mæli kl. 22 og 23 en upp úr miðnætti varð hlé um tíma. Við Sigöldu, sem er austar, hófst gjóskufall um kl. 18.15 og stóð stutta stund. Þess varð aftur vart um kl. 23 en var þá aðeins sáldur sem var- aði fram undir kl. 02 um nóttina. Þetta er í samræmi við breytingar á gosmekkinum sem veðursjáin sýndi. Til dæmis varð hlé við Hrauneyjafoss upp úr miðnætti þegar stefna hans var austlægust en gjóskufall við Sigöldu á sama tíma. Þessar upplýsingar sýna einnig að á svæðinu næst Heklu (<30 km) hefur gjóskufallið verið langmest fyrstu 2-3 klukkutímana eftir að gos hófst. Á þeim tíma var Hrauneyja- fossvirkjun í jaðri gosmakkar og gjóskufallssvæðis, samkvæmj lýsing- um sjónarvotta og veðursjármyndum, en gjóskufall var meira þá en síðar um kvöldið þegar gosmökkinn bar beint yfir virkjanasvæðið. í framanverðri Eyjafjarðarsveit, á Torfufelli, rúma 160 km frá Heklu, féll aska milli kl. 20 og 21. Á Mjóadal, um 170 km frá Heklu, var gjóskufall milli 20.30 og 21 en gæti hafa byrjað fyrr. í Bárðardal varð gjóskufallsins vart um sama leyti. Á Mýri hófst gjóskufall milli kl. 20.30 og 21 og í Lundarbrekku féll gjóskan mest á smástund milli kl. 20 og 21. Á Lækjar- völluin og Sandhaugum, aðeins norð- ar, byrjaði gjóskufall rétt eftir kl. 20. Þessir bæir eru í 190-200 km fjarlægð frá Heklu. í Mývatnssveit varð gjóskufalls vart fyrir kl. 22. Á Grímsstöðum varð vart við gjóskuna milli kl. 23 og 24, líklega rétt fyrir miðnætti, og kl. 00.30 var gjóskuvottur á diski. Hann var greini- legri um morguninn svo eitthvað hef- ur gjóskufallið haldið áfram fram eftir nóttu. I Reykjadal varð vart við gjóskufall á Laugum bæði að kvöldi 17. og morgni 18. janúar. I Öxarfirði varð gjóskufalls einnig vart allvíða. Á Leifsstöðum byrjaði gjóskufall Iíklega um kl. 22 og lauk um kl. 23. Við Ærlækjarsel varð ekki vart við neitt milli kl. 21 og 22.30 en um miðnætti var komið örþunnt lag á bfla. í Lundi féll aska milli kl. 22 og 23. I Hafrafellstungu var diskur orðinn svartur af ösku á ellefta tíman- um. Á Raufarhöfn, um 330 km frá gos- stöðvunum, hófst gjóskufall um kl. 22.30 og varaði í eina og hálfa klukku- stund. Á Sauðanesi var vottur af gjósku á diski um miðnætti. Á Þor- valdsstöðum í Bakkafirði var komin mikil brennisteinslykt skömmu fyrir miðnætti og örlítið féll af gjósku eftir kl. 01 þann 18. janúar. 3. mynd sýnir jafntímalínur á leið gjóskunnar norðaustur yfir landið og útlínur þess svæðis þar sem gjóskufalls varð vart 17. janúar. Meðalhraði gjóskunnar norður í land var um 60 km á klst. Alls varð gjóskufalls vart á um 21.000 km2 svæði á landi fyrsta gosdaginn. Gjóskufall hélt áfram fram eftir nóttu og eimdi eftir af því daginn 164
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.