Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 24
4. mynd. Gjóskulagið í snjó um 19 km norðan við Heklu. Verið er að undirbúa sýnatöku
af 40x40 cm fleti. The tephra layer in the snow some 19 km north of Hekla. Sample is
being collected from a 40x40 cm square. Mynd photo Guðrún Larsen.
á jörð en snjóalög ekki mikil. Á Norð-
urlandi var vindur á sunnan og síðdeg-
is var strekkingsvindur. Jörð var
hálfauð og hjarn þar sem snjór var yf-
ir. Heklugjóskan féll því á og með
snjó á Suðurlandi en á hálfauða jörð á
Norðurlandi.
Þar sem gjóskan féll með snjó var
ekki hægt að þykktarmæla gjóskulagið
eins og venjulega er gert. Gjósku-
kornin voru dreifð í snjólagi, sem þó
var allvel afmarkað, og hlutfallið milli
gjósku og snævar var breytilegt. At-
hygli vakti að stærstu kornin höfðu oft
sokkið niður fyrir aðallagið og stund-
um fylgdi þeim dreif af smærri korn-
um sem benti til að þau hefðu kýlst í
gegnum það. I stað þykktarmælinga
var brugðið á það ráð að taka sýni af
ákveðnum fleti, bræða úr því snjóinn,
þurrka gjóskuna og vigta. Þannig
fékkst magn á flatareiningu, sem síð-
an má umreikna í þykkt (4. mynd).
Sýnasöfnun á hálendinu að vetri til
er ýmsum vandkvæðum bundin. í
birtingu 18. janúar, á öðrum degi
gossins, var hafist handa við söfnun
gjóskusýna í nágrenni Heklu. Snjór-
inn frá því fyrir gos var að hluta til
krap sem leyndist í dældum undir nýj-
um snjó blönduðum gjósku og máttu
margir reyna að þessi blanda var ill yf-
irferðar, bæði vel búnum bílum og
vélsleðum. En sýnasöfnun gekk furðu
vel strax á öðrum degi gossins. For-
senda þess var að Landsvirkjun lagði
til sérútbúinn bíl og gjörkunnugan
mann, Vilberg Kristinsson jarðeðlis-
fræðing, sem annast eftirlit með stífl-
um á Þjórsársvæðinu inn að Hreysis-
kvísl nyrst í Kvíslaveitu. Reyndar var
tímafrekara og fyrirhafnarmeira að
166