Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 35
Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson
Hekla, fjall með fortíð
INNGANGUR
Hekla er frægasta eldfjall á Islandi.
Fyrr á öldum var fjallið þekkt um alla
Evrópu, einkum fyrir þær sakir að í
því töldu menn vera einn af inngöng-
um helvítis og jafnvel helvíti sjálft.
Stundum varð hinn eilífi vítiseldur svo
magnaður að eldurinn náði til yfir-
borðs og stóð þá eldstrókurinn upp úr
Hcklugjá (1. mynd).
Hekla hefur oftar valdið lands-
mönnum skaða en nokkurt annað eld-
fjall í landinu. Iðulega hefur orðið
mikið öskufall í upphafi gosa og vald-
ið tilfinnanlegu tjóni víða um land.
Mestum skaða mun fjallið hafa valdið
er öskufall lagði í eyði byggðir í
Þjórsárdal og upp af Hrunamanna- og
Biskupstungnahreppum árið 1104. Þá
hefur hraunrennsli tekið af nokkra
bæi í næsta nágrenni fjallsins, t.d.
Skarð hið eystra og Tjaldastaði.
Annálaritarar töluscttu gos Heklu
og er hún eina íslenska cldfjallið sem
hlotnaðist slíkur heiður.
HELSTU ÞÆTTIR
RANNSÓKNASÖGU
Hekla hefur lengi vakið forvitni
manna en lengst af virðist þjóðinni
hafa staðið stuggur af fjallinu. Sam-
kvæmt íslandslýsingu Ódds Einars-
sonar (1971) Skálholtsbiskups, sem
talin er rituð um 1590, höfðu fáeinir
menn þá þegar reynt að klífa Heklu í
þeim tilgangi að kanna hvort í henni
leyndist eldur. Engum hafði tekist ætl-
unarverkið en þó hafði Oddur spurnir
af einum manni þar úr grenndinni er
upp hafði komist „og séð hvernig um-
horfs var, en samt hafi honum verið
svo brugðið, er hann kom aftur til síns
heima, að hann hafi verið sem vit-
skertur og ekki lifað lengi eftir það“.
Fyrstu menn sem gengu á Heklu
með vissu voru þeir Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson. Það var 20. júní
1750. Þeir voru meðal fyrstu boðbera
upplýsingastefnunnar hér á landi og
ferð þeirra var fyrsta skrefið í þá átt
að uppræta hjátrú og ímyndanir al-
múgans varðandi fjallið.
Eftir gosið 1766-1768 urðu Heklu-
göngur tíðari. Meðal fjallgöngumanna
næstu áratugina á eftir voru Englend-
ingurinn Joseph Banks og Svíinn Uno
von Troil sem gengu á fjallið árið
1772, Sveinn Pálsson sem gekk upp
árin 1793 og 1797, Skotinn G.S.
MacKenzie árið 1810, Frakkinn Paul
Gaimard árið 1836 og Danirnir J.C.
Schythe og .1. Steenstrup árið 1839.
Nokkrir erlendir vísindamenn
komu til landsins 1846 til að rannsaka
Heklu, þeirra á meðal Þjóðverjarnir
Robert Bunsen og W. Sartorius von
Waltershausen. Daninn J.C. Schythe
var þá aftur á ferð en honum hafði
verið falið að kanna Heklu og Heklu-
gosið 1845-1846. Schythe skrifaði
ágæta bók um athuganir sínar, „Hekla
og dens sidste udbrud", og kom hún
Náltúrufræöingurinn 61 (3^t), bls. 177-191, 1992. 177