Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 54
Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1983, Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson 1984-89b, Gunnlaugur Pét- ursson o.fl. 1991-92, í undirbúningi). Allar athuganir til 31. desember 1989 eru notaðar í myndum og súluritum. Tilvikunum er raðað í tfmaröð og við hvert er skráð: fundarstaður og tími, fjöldi fugla ef fleiri en einn, kyn og aldur ef þekkt, og skrásetningarnúm- er (RM-númer) ef eintak er varðveitt á Náttúrufræðistofnun íslands. Pá er athugenda getið eða prentaðra heim- ilda ef einhverjar eru. Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar: ad = full- orðinn fugl og imm = ungfugl. Upplýsingar um lifnaðarhætti og út- breiðslu tegundanna eru fengnar úr bókunum „The Birds of the Western Palearctic" (Cramp og Simmons 1980) og „Handbuch der Vögel Mitteleur- opas“ (Glutz von Blotzheim o.fl. 1971). Upplýsingar um fartíma við Falsterbo í Suður-Svíþjóð eru frá Ulfstrand o.fl. (1974) og Roos (1974). Til að forðast endurtekningar verður ekki vitnað frekar í þessi rit. Röð teg- unda og latneskar nafngiftir eru sam- kvæmt Cramp og Simmons (1980) og íslensk nöfn eru samkvæmt þýðin^u Finns Guðmundssonar á „Fuglum Is- lands og Evrópu" (Peterson o.fl. 1964). Öll frumgögn eru varðveitt á Náttúrufræðistofnun Islands og þar cru einnig flest eintök af íslenskum flækingsránfuglum, sem okkur er kunnugt um í opinberum söfnum hér á landi. TEGUNDASKRÁ Býþjór (Pernis apivorus) Býþjór er útbreiddur varpfugl í Evr- ópu og vesturhluta Síbiríu (1. mynd). Hann er sjaldgæfur varpfugl á Bret- landseyjum og í Noregi en allalgengur í Mið- og Austur-Evrópu, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Stofninn er talinn vera tiltölulega stöðugur og sveiflast lítið. Býþjór er skógarfugl og lifir á skordýrum, einkum vespum og hunangsflugum, en veiðir einnig önn- ur dýr, t.d. nagdýr, froska og sala- möndrur. Býþjór er farfugl og dvelur í sunn- anverðri Afríku á veturna. Haustfar- tíminn í Falsterbo byrjar um miðjan ágúst og lýkur um miðjan október, hámark farsins er í byrjun september. Fyrstu fuglarnir koma aftur til Mið- Evrópu um miðjan apríl og farið stendur fram í byrjun júní, mcð há- mark um miðjan maí. Býþjór hefur þrisvar sést á Islandi, tvisvar að haustlagi (september og október) og einu sinni snemma sum- ars (júní): 1. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 7. júní 1941 (ad RM1164). Finnur Guð- mundsson (1942). Fuglinn er talinn hafa sést við Kvísker í Öræfum 2.-3.júní og var þá skotið á hann. Hann sást svo næstu daga á eftir við Fagurhólsmýri og fannst dauður 7. júní. 2. Kirkjuból í Stöðvarfirði, S-Múl, lok október 1979 eða 1980 (einkasafn). GP og KHS (1983). Fuglinn fannst nýdauð- ur. Býþjór hefur sést einu sinni eftir 1980: einn náðist á skipi undan Rauðanúp, N- Ping, 5. september 1988 (GP o.fl. 1991). Vatnagleða (Milvus migrans) Vatnagleða er varpfugl í öllum heimsálfum nema Ameríku (2. mynd). Hún er útbreidd í Austur-, Mið- og Suður-Evrópu. Kjörlendi vatnagleðu er votlendi og hreiður ger- ir hún sér í trjám. Hún drepur sér til matar og er líka hrææta; veiðir nag- dýr, fugla, skriðdýr og fiska. Evrópsk- ar vatnagleður eru farfuglar og dvclja 196
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.