Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 54
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
1983, Gunnlaugur Pétursson og Erling
Ólafsson 1984-89b, Gunnlaugur Pét-
ursson o.fl. 1991-92, í undirbúningi).
Allar athuganir til 31. desember 1989
eru notaðar í myndum og súluritum.
Tilvikunum er raðað í tfmaröð og við
hvert er skráð: fundarstaður og tími,
fjöldi fugla ef fleiri en einn, kyn og
aldur ef þekkt, og skrásetningarnúm-
er (RM-númer) ef eintak er varðveitt
á Náttúrufræðistofnun íslands. Pá er
athugenda getið eða prentaðra heim-
ilda ef einhverjar eru. Eftirfarandi
skammstafanir eru notaðar: ad = full-
orðinn fugl og imm = ungfugl.
Upplýsingar um lifnaðarhætti og út-
breiðslu tegundanna eru fengnar úr
bókunum „The Birds of the Western
Palearctic" (Cramp og Simmons 1980)
og „Handbuch der Vögel Mitteleur-
opas“ (Glutz von Blotzheim o.fl.
1971). Upplýsingar um fartíma við
Falsterbo í Suður-Svíþjóð eru frá
Ulfstrand o.fl. (1974) og Roos (1974).
Til að forðast endurtekningar verður
ekki vitnað frekar í þessi rit. Röð teg-
unda og latneskar nafngiftir eru sam-
kvæmt Cramp og Simmons (1980) og
íslensk nöfn eru samkvæmt þýðin^u
Finns Guðmundssonar á „Fuglum Is-
lands og Evrópu" (Peterson o.fl.
1964). Öll frumgögn eru varðveitt á
Náttúrufræðistofnun Islands og þar
cru einnig flest eintök af íslenskum
flækingsránfuglum, sem okkur er
kunnugt um í opinberum söfnum hér
á landi.
TEGUNDASKRÁ
Býþjór (Pernis apivorus)
Býþjór er útbreiddur varpfugl í Evr-
ópu og vesturhluta Síbiríu (1. mynd).
Hann er sjaldgæfur varpfugl á Bret-
landseyjum og í Noregi en allalgengur
í Mið- og Austur-Evrópu, Svíþjóð,
Finnlandi og Rússlandi. Stofninn er
talinn vera tiltölulega stöðugur og
sveiflast lítið. Býþjór er skógarfugl og
lifir á skordýrum, einkum vespum og
hunangsflugum, en veiðir einnig önn-
ur dýr, t.d. nagdýr, froska og sala-
möndrur.
Býþjór er farfugl og dvelur í sunn-
anverðri Afríku á veturna. Haustfar-
tíminn í Falsterbo byrjar um miðjan
ágúst og lýkur um miðjan október,
hámark farsins er í byrjun september.
Fyrstu fuglarnir koma aftur til Mið-
Evrópu um miðjan apríl og farið
stendur fram í byrjun júní, mcð há-
mark um miðjan maí.
Býþjór hefur þrisvar sést á Islandi,
tvisvar að haustlagi (september og
október) og einu sinni snemma sum-
ars (júní):
1. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 7.
júní 1941 (ad RM1164). Finnur Guð-
mundsson (1942). Fuglinn er talinn
hafa sést við Kvísker í Öræfum
2.-3.júní og var þá skotið á hann.
Hann sást svo næstu daga á eftir við
Fagurhólsmýri og fannst dauður 7.
júní.
2. Kirkjuból í Stöðvarfirði, S-Múl, lok
október 1979 eða 1980 (einkasafn). GP
og KHS (1983). Fuglinn fannst nýdauð-
ur.
Býþjór hefur sést einu sinni eftir 1980:
einn náðist á skipi undan Rauðanúp, N-
Ping, 5. september 1988 (GP o.fl. 1991).
Vatnagleða (Milvus migrans)
Vatnagleða er varpfugl í öllum
heimsálfum nema Ameríku (2.
mynd). Hún er útbreidd í Austur-,
Mið- og Suður-Evrópu. Kjörlendi
vatnagleðu er votlendi og hreiður ger-
ir hún sér í trjám. Hún drepur sér til
matar og er líka hrææta; veiðir nag-
dýr, fugla, skriðdýr og fiska. Evrópsk-
ar vatnagleður eru farfuglar og dvclja
196