Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 62
4. mynd. Fundarstaðir gjóða á íslandi. Sleppi- (A) og endurheimtustaður (sk) fugls nr.
10 eru sýndir. Site of first observation in Iceland of Osprey (Pandion haliaetus). The site
of release (A) and recovery (❖) o/ the Scottish banded Osprey (record no. 10) is shown.
að éta önd í apríl 1938 (óbirt skýrsla á
Náttúrufræðistofnun). Bæði þessi tilvik
eru frekar ólíkleg, í öðru tilvikinu er um
að ræða fugl sem sást um hávetur og í hinu
tilvikinu bendir háttalag fuglanna ekki til
þess að þar hafi gjóðar verið á ferðinni.
Þessar athuganir eru því ekki teknar til
greina.
Fjórir gjóðar hafa sést eftir 1980: við
Reynivelli 1 .-9. nóvember 1982 (GP og
EÓ 1984), við Bjargtanga 28. maí 1986
(GP og EÓ 1989a), við Ljósavatn í Lj ósa-
vatnsskarði í byrjun september 1988 (GP
o.fl. 1991) og við Hallormsstað 20. júní
1989 og daginn eftir í Suðurdal um 17 km í
burtu (GP o.ll. 1992).
Fimm ofangreindra funda eru frá
vori (apríl og maí), þrír frá sumri
(júní og júlí) og sex frá hausti (sept-
ember til nóvember). Þrír af fimm
haustfundum eru frá sunnanverðu
landinu en flestir vor- og sumarfund-
irnir eru frá landinu norðanverðu (4.
mynd). Merktu fuglarnir, sem báðir
náðust að vorlagi, voru tveggja ára og
þrír haustfuglar voru ungar frá sumr-
inu (eintök á Náttúrufræðistofnun).
Samkvæmt þessu eru flestir þessara
haustflækinga ungar á villigötum og
vorflækingarnir tveggja ára l'uglar á
leið til sumarheimkynna sinna í fyrsta
sinni. Þrír fundir frá sumri, vel ut-
an fartíma tegundarinnar í Evrópu,
sýna að gjóðar geta haft hér sumar-
dvöl. Ferðir merkta fuglsins, sem
sleppt var við Reykjavík og náðist á
Norðurlandi, og tveggja annarra l'ugla
benda til þess að þessir sumargestir
séu lausir við og ferðist víða innan-
lands.
Öll eintök á Náttúrufræðistofnun
tilheyra evrópsku undirtegundinni
204