Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 68
fugla sem haldið er í búrum. Slepping-
arnar hafa borið árangur, t.d. voru 26
förufálkapör með hreiður í austan-
verðum Bandaríkjunum 1983 en föru-
fálkar dóu út á þessum slóðum um
1960 (Barclay 1988).
Förufálki er farfugl í norðanverðum
heimkynnum sínum. Norður- og aust-
ur-evrópskir fuglar hafa vetursetu í
Vestur-Evrópu. Haustfarið við Fal-
sterbo hefst í ágúst og lýkur í byrjun
nóvember. Vorkomutími förufálka í
Norður-Evrópu er frá mars fram í
byrjun maí. Förufálkar verpa á Græn-
landi, aðallega á vesturströndinni en
einnig syðst á austurströndinni. Græn-
lenskir förufálkar hafa vetursetu við
Karíbahafið og í Suður-Ameríku. Far-
tími þeirra er svipaður og norður-evr-
ópsku fuglanna (Burnham og Mattox
1984).
Förufálkinn lifir mest á fuglum.
Hann hreiðrar um sig á klettasyllum,
en verpur sums staðar á jörðu niðri og
í trjám.
Förufálki hefur fjórum sinnum
fundist á íslandi:
1. 91 sjómíla suðvestur af Reykjanesi, 30.
júlí 1961 (karlf. ad RM1329). Hörður
S. Hákonarson. Fuglinn settist á tog-
arann Frey.
Eftir 1980 er vitað um þrjú tilvik: ungur
kvenfugl settist á bát 100 sjómílur suður af
Reykjanesi 16. október 1985 (GP og EÓ
1988), einn við Kvísker 16. október 1986
(GP o.fl., í undirbúningi), ungur kvenfugl
náðist við Garðakot í Mýrdal 23. desem-
ber 1988 (GP o.fl. 1991).
Olíkt flestum öðrum flækingsfugl-
um, sem hér hefur verið fjallað um,
virðast íslensku förufálkarnir vera
upprunnir vestanhafs en ekki í Evr-
ópu, því báðir fuglarnir sem náðust út
af Reykjanesi tilheyra undirtegund-
inni F.p. tundrius, sem verpur á heim-
skautasvæðum Norður-Ameríku og á
Grænlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem förufálka er getið á hafsvæðum
við ísland. Holboell (1843) segist
tvisvar sinnum hafa séð förufálka í
hafinu á milli Islands og Grænlands á
árunum 1822 til 1840.
8. mynd. Fjöldi funda
flækingsránfugla á Is-
landi 1900-89. Chang-
es in the number of
records for diurnal
raptors in Iceland
1900-89.
210