Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 77
Helgi Hallgrímsson, Eiríkur Jensson
og Hörður Kristinsson
Prír nýir belgsveppir
(íslenskir belgsveppir VIII)
Sumrin 1987 og 1988 voru óvenjuleg
að veðurfari, einkum um sunnan- og
austanvert landið, sérlega hlý og vot-
viðrasöm. Sumarið 1988 voru langvar-
andi þurrkar og hitar framan af á
austurhluta landsins en seinni hlutann
var hins vegar stöðug úrkoma og hlý-
indi sem sjaldan fer saman.
Líklega hefur þetta sérstaka tíðar-
far ráðið miklu um vöxt nokkurra at-
hyglisverðra sveppategunda, enda var
sveppavöxtur mjög ríkulegur í þessum
landshlutum bæði sumrin.
Meðal þeirra sveppa sem þá skutu
upp kollinum í fyrsta sinn hérlendis,
svo vitað sé, voru þrjár tegundir belg-
sveppa (Gastromycetes): Langer-
mannia gigantea (jötungíma),
Mycöcalia cLenudata (grisjubelgur) og
Phallus impudicus (fýluböllur). Allar
eru þessar tegundir nokkuð sérstæðar
og auðþekkjanlegar. Svo einkennilega
vill til að jötungíman er stærsti belg-
sveppur jarðarinnar og líklega stærst
allra sveppategunda, en grisjubelgur
er einn af minnstu belgsveppunum.
Fýluböllurinn er hins vegar svo furðu-
legur í útliti og háttum að hann á sér
fáa líka í sveppaheiminum.
Fað er því ekki ofsagt að fundur
þessara merkissveppa hafi vakið furðu
bæði lærðra og leikra, enda hafa þeir
fremur suðræna útbreiðslu í Evrópu
og var því varla búist við að þeir yxu
hér.
Um belgsveppi hafa áður verið rit-
aðar nokkrar greinar í Náttúrufræð-
inginn undir samheitinu „Islenzkir
belgsveppir“. Urn skilgreiningu belg-
sveppa og skiptingu þeirra innbyrðis
vísast einkum til fyrstu greinarinnar í
þessum flokki (Helgi Hallgrímsson
1963).
Tegundirnar þrjár sem hér um ræðir
eru af þremur ættum og jafnmörgum
ættbálkum, þ.e. hreiðurbelgjum (Nid-
ulariales), fýsibelgjum (Lycoperdales)
og ballbelgjum (Phallales). Af síðast-
nefnda bálknum hafa ekki fundist aðr-
ar tegundir hér á landi. Af hreiður-
belgjum hafa áður fundist þrjár teg-
undir og af fýsibelgjum urn 25
tegundir.
JOTUNGIMA - Langermannia gig-
antea (Batsch: Pers.) Rostk.
Aldinið kúlu- eða belglaga, 20-50
cm í þvermál (stundum þó allmiklu
stærra eða allt að 1,5 m í þvermál og
60 cm á hæð), fest með rótstreng við
jarðveginn. Útbyrðan eða yfirborðið
hvítt eða gulhvítt, fínlóað, slétt. Með
aldrinum springur þetta lag og losnar
að hluta til frá innbyrðunni, en leysist
Náttúrufræðingurinn 61 (3-4), bls. 219-228, 1992. 219