Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 78
1. mynd. Vaxtarstaður jötungímunnar á tóftum eyðikotsins Svfra í túninu í Þríhyrningi í Hörgárdal. Langermannia gigantea at its place of growth at Þríhyrningur. Mynd plioto Hörður Kristinsson. svo upp og hverfur. Innbyrðan er fyrst hvít og holdkennd en síðar grábrún og pappírskennd, rofnar líka og hverfur að mestu við þroskann. Vcrður því lít- ið eftir af belgnum þegar gróin eru fullþroska og tekin að dreifast með vindi. Gyrjan er allþétt og án miðsúlu, fyrst hvít og ostkennd, síðan gul, þá grænleit og loks brún og gorkennd, eins og hjá venjulegum gorkúlum. Undirgyrjan er lítið áberandi og skilin óskýr milli hennar og gyrjunnar sem fyllir belginn. Lykt heldur óþægileg, verður hlandkennd við þroskun. Kapilluþræðir gulleitir, stökkir, þunnveggjaðir, götóttir, með mörgum nokkuð þéttum þverveggjum, allt að 9 pm í þvermál. Þverveggir oft með þykkildi. Gróin oftast kúlulaga en stundum dálítið sporbaugslaga, ljósbrún, slétt eða mjög fínvörtótt (punktótt), jafnan með einum dropa í miðju og oft með örstuttu halabroti, 3,5-5,5 pm í þver- mál (Julich 1984). Vex aðallega í frjósömu (köfnunar- efnisríku) graslendi, beitarlandi eða túnum en einnig á grasflötum og í görðum við byggð ból. Oftast vaxa nokkur eintök saman og fjöldi belgja myndar stundum hringi eða bauga. Jötungíman er ætileg meðan hún er ung og hvít í gegn. Hún hefur fundist um nær alla Evrópu en þó ekki nema sunnantil í Skandinavíu. í Alpafjöll- um er hennar getið upp í um 1500 m hæð y.s. Þótt hún sé ekki ótíð í Evr- ópu vekur hún jafnan sérstaka eftir- tekt vegna stærðar sinnar og er oftlega getið í blöðum. Það vakti því að vonum ekki litla athygli, þegar það fréttist í byrjun september 1988, að fundist hefðu risa- 220
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.