Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 78
1. mynd. Vaxtarstaður jötungímunnar á tóftum eyðikotsins Svfra í túninu í Þríhyrningi í
Hörgárdal. Langermannia gigantea at its place of growth at Þríhyrningur. Mynd plioto
Hörður Kristinsson.
svo upp og hverfur. Innbyrðan er fyrst
hvít og holdkennd en síðar grábrún og
pappírskennd, rofnar líka og hverfur
að mestu við þroskann. Vcrður því lít-
ið eftir af belgnum þegar gróin eru
fullþroska og tekin að dreifast með
vindi.
Gyrjan er allþétt og án miðsúlu,
fyrst hvít og ostkennd, síðan gul, þá
grænleit og loks brún og gorkennd,
eins og hjá venjulegum gorkúlum.
Undirgyrjan er lítið áberandi og skilin
óskýr milli hennar og gyrjunnar sem
fyllir belginn. Lykt heldur óþægileg,
verður hlandkennd við þroskun.
Kapilluþræðir gulleitir, stökkir,
þunnveggjaðir, götóttir, með mörgum
nokkuð þéttum þverveggjum, allt að 9
pm í þvermál. Þverveggir oft með
þykkildi.
Gróin oftast kúlulaga en stundum
dálítið sporbaugslaga, ljósbrún, slétt
eða mjög fínvörtótt (punktótt), jafnan
með einum dropa í miðju og oft með
örstuttu halabroti, 3,5-5,5 pm í þver-
mál (Julich 1984).
Vex aðallega í frjósömu (köfnunar-
efnisríku) graslendi, beitarlandi eða
túnum en einnig á grasflötum og í
görðum við byggð ból. Oftast vaxa
nokkur eintök saman og fjöldi belgja
myndar stundum hringi eða bauga.
Jötungíman er ætileg meðan hún er
ung og hvít í gegn. Hún hefur fundist
um nær alla Evrópu en þó ekki nema
sunnantil í Skandinavíu. í Alpafjöll-
um er hennar getið upp í um 1500 m
hæð y.s. Þótt hún sé ekki ótíð í Evr-
ópu vekur hún jafnan sérstaka eftir-
tekt vegna stærðar sinnar og er oftlega
getið í blöðum.
Það vakti því að vonum ekki litla
athygli, þegar það fréttist í byrjun
september 1988, að fundist hefðu risa-
220