Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 84
8. mynd. Grisjubelgur (Mycocalia denudata) á rekaspýtu á Unaósi, Héraði, 26. ágúst
1988. Nokkrir belgir hafa opnast og sést þar í brún „eggin“. Mycocalia denudata on a
piece of dríftwood in Unaós on 26 August 1988. Mynd photo Helgi Hallgrímsson.
myndaðir grókólfar, belg- eða peru-
laga, 8-13 pm á lengd. Báðar þessar
grógerðir eru litlausar og sléttar.
Grisjubelgurinn vex í þéttum þyrp-
ingum og stundum eru nokkur aldin
samvaxin. Undirlagið er oftast gamall
og hálffúinn viður eða dauðir jurta-
hlutar.
Þessi sveppur fannst fyrst hér á
landi þann 26. ágúst 1988 á rekaspýt-
um sem lágu í sandi á Nauteyri við
Selfljótsós, í landi Unaóss á Fljóts-
dalshéraði (8. mynd). Var þarna tals-
vert af honum. Spýturnar voru að lík-
indum allar úr innfluttum viði af barr-
trjám en óvíst er hvaða leið þær hafa
borist.
Svo háttar til þarna að Nauteyrin
gengur fram í lón við ós Selfljótsins,
Unaósinn, og er um 2 km frá sjónum.
I sjávarflóðum mun þó berast sjór inn
í lónið og eru mestar líkur á að spýt-
urnar hafi rekið þá leið, enda sáust
þarna líka venjulegir rekaviðarbútar.
Einnig gætu þær hafa borist niður
með Selfljótinu. Þær spýtur sem
grisjubelgurinn óx á voru allar úr unn-
um viði (borðum eða plönkum).
Verður ekki fullyrt um það hvort þær
hafa borist hingað með viðnum frá út-
löndum eða komið í hann á staðnum.
Athyglisvert er að þarna fundust
líka hinar hreiðursveppategundirnar
þrjár sem fyrr voru þekktar hérlendis,
þ.e. krukkubelgur (Crucibulum lae-
ve), hreiðurbelgur (Nidularia farcta)
og slöngvibelgur (Sphaerobolus stell-
atus). Eru þó tvær síðarnefndu tegund-
irnar fremur fágætar og þetta er raun-
ar fyrsti fundur slöngvibelgs á Austur-
landi, en hreiðurbelgurinn hafði
fundist sumarið áður þarna skammt
frá. Allar tegundirnar uxu á svipuðum
rekaspýtum og grisjubelgurinn en
krukkubelgur óx þó líka á venjulegum
rekaviðarbútum. Þessar þrjár tegundir
hafa allar fundist á innlendu undirlagi
líka, svo ekki er vafamál að þær hafa
226