Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 98
víkkað til hliðanna vegna rofáhrifa
hraunbráðarinnar. Gangurinn og gos-
myndanirnar allar liggja í stefnu suð-
vestur-norðaustur sem er megin-
sprungustefna svæðisins.
HVERS VEGNA FELLUR HVELF-
INGIN EKKI SAMAN?
Astæðan fyrir því að gígketillinn
stóri og gosrásirnar falla ekki saman
virðist tvíþætt. Annars vegar eru
þykku grágrýtislögin þrjú í veggjum
gígketilsins, en þau styrkja veggina og
bera uppi jarðlagafargið ofaná. Hins-
vegar er storknaða hrauntjörnin í
stóra dyngjugígnum sem eldra Þrí-
hnúkahraunið er runnið frá. Hún er
risastór ósprunginn bergmassi sem
styrkir þakið nægilega til að það falli
ekki niður. Rúmmál gosrásanna er í
mesta lagi 1/10 af rúmmáli yngra Þrí-
hnúkahraunsins. Það að myndun þessi
stendur á fjallsbrún gerir það að verk-
um að grunnvatn stendur ekki uppi í
gosrásunum og jarðvatn hefur ekki
aðgang að þeim, nema á leið sinni
niður í gegnum berglögin. Hvort það
á einhvern þátt í að kæling varð hæg-
ari en ella og það á síðan þátt í að
myndunin fellur ekki saman er
ómögulegt að segja. Náttúrlegar að-
stæður eru þó sérstakar á þessum stað
og myndunin öll afar sérstök.
HVERS VEGNA TÆMDUST
GOSRÁSIRNAR?
Hér verða settar fram tvær tilgátur
um það hvers vegna gosrásirnar
tæmdust í lok gossins í austasta Þrí-
hnúknum.
1. I umbrotahrinu í eldstöðvakerfi
Brennisteinsfjalla rifnaði upp 200 m
Iöng gossprunga í austurbrún dyngju-
gígsins sem eldra Þríhnúkahraunið er
runnið frá. Þegar gosið hafði varað í
tiltölulega stuttan tíma opnaðist ný
gossprunga á fjallsbrúninni um 1 km
norðaustur af Þríhnúkum, þar sem nú
eru Brúnagígar. Sprungan rifnaði síð-
an áfram til norðausturs niður undir
flatlendið sem er um 200 m lægra en
Þríhnúkarnir. Við þetta varð þrýst-
ingslækkun í Þríhnúkagíg, hann
tæmdist og hraunið fékk útrás í
Brúnagígum. Hugsanlegt er að lægsti
hluti gígaraðarinnar hafi horfið undir
hraunið frá Kóngsfellsgígum, en það
er yngsta hraunið á þessu svæði (Jón
Jónsson 1978).
2. Hraunkvikan gæti hafa sokkið
niður í kvikuhólfið við þrýstingslækk-
un þar. Er það jafnvel sennilegra, þar
sem kvikan hefur sokkið meira en 204
m. Hvers vegna sú þrýstingslækkun
varð skal látið ósvarað.
ER MYNDUN ÞESSI EINSTÖK í
SINNI RÖÐ?
Þríhnúkagígur er eftir því sem best
er vitað dýpsta myndun sinnar teg-
undar í heiminum. Á Asoreyjum er
feiknamikill þrískiptur gíghellir, Algar
do Montoso. Einn hluti hans er geysi-
stór hvelfing, sennilega aðeins stærri
en undirheimar þeir sem hér er fjallað
um og ekki er hann eins djúpur.
Myndunarferlið virðist ekki það sama
og í Þríhnúkagíg, en þó er mér það
ekki alveg Ijóst af þeim upplýsingum
sem ég hef (Borges o.fl. 1991). Opnar
lóðréttar hraunrásir hérlendis eru
ekki margar. Hraundrýlið Tintron á
Gjábakkahálsi er 12 m djúpur stromp-
ur á hraunrás (eða gosrás) með frá-
rennsli í hrauntröð til suðausturs.
Önnur sams konar myndun er á sömu
gossprungu nokkru ofar, um 1 km
norðaustan við stóru eldborgina sem
þar er. Þar er hraundrýli og undir því
tveir gíg- eða hraunkatlar, 14 m djúp-
ir, og stuttar hraunrásir frá þeim.
Myndun þessi er nafnlaus og er mér
ekki kunnugt um að margir hafi farið
þar niður. Pyttlur finnst mér ekki
240