Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 98

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 98
víkkað til hliðanna vegna rofáhrifa hraunbráðarinnar. Gangurinn og gos- myndanirnar allar liggja í stefnu suð- vestur-norðaustur sem er megin- sprungustefna svæðisins. HVERS VEGNA FELLUR HVELF- INGIN EKKI SAMAN? Astæðan fyrir því að gígketillinn stóri og gosrásirnar falla ekki saman virðist tvíþætt. Annars vegar eru þykku grágrýtislögin þrjú í veggjum gígketilsins, en þau styrkja veggina og bera uppi jarðlagafargið ofaná. Hins- vegar er storknaða hrauntjörnin í stóra dyngjugígnum sem eldra Þrí- hnúkahraunið er runnið frá. Hún er risastór ósprunginn bergmassi sem styrkir þakið nægilega til að það falli ekki niður. Rúmmál gosrásanna er í mesta lagi 1/10 af rúmmáli yngra Þrí- hnúkahraunsins. Það að myndun þessi stendur á fjallsbrún gerir það að verk- um að grunnvatn stendur ekki uppi í gosrásunum og jarðvatn hefur ekki aðgang að þeim, nema á leið sinni niður í gegnum berglögin. Hvort það á einhvern þátt í að kæling varð hæg- ari en ella og það á síðan þátt í að myndunin fellur ekki saman er ómögulegt að segja. Náttúrlegar að- stæður eru þó sérstakar á þessum stað og myndunin öll afar sérstök. HVERS VEGNA TÆMDUST GOSRÁSIRNAR? Hér verða settar fram tvær tilgátur um það hvers vegna gosrásirnar tæmdust í lok gossins í austasta Þrí- hnúknum. 1. I umbrotahrinu í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla rifnaði upp 200 m Iöng gossprunga í austurbrún dyngju- gígsins sem eldra Þríhnúkahraunið er runnið frá. Þegar gosið hafði varað í tiltölulega stuttan tíma opnaðist ný gossprunga á fjallsbrúninni um 1 km norðaustur af Þríhnúkum, þar sem nú eru Brúnagígar. Sprungan rifnaði síð- an áfram til norðausturs niður undir flatlendið sem er um 200 m lægra en Þríhnúkarnir. Við þetta varð þrýst- ingslækkun í Þríhnúkagíg, hann tæmdist og hraunið fékk útrás í Brúnagígum. Hugsanlegt er að lægsti hluti gígaraðarinnar hafi horfið undir hraunið frá Kóngsfellsgígum, en það er yngsta hraunið á þessu svæði (Jón Jónsson 1978). 2. Hraunkvikan gæti hafa sokkið niður í kvikuhólfið við þrýstingslækk- un þar. Er það jafnvel sennilegra, þar sem kvikan hefur sokkið meira en 204 m. Hvers vegna sú þrýstingslækkun varð skal látið ósvarað. ER MYNDUN ÞESSI EINSTÖK í SINNI RÖÐ? Þríhnúkagígur er eftir því sem best er vitað dýpsta myndun sinnar teg- undar í heiminum. Á Asoreyjum er feiknamikill þrískiptur gíghellir, Algar do Montoso. Einn hluti hans er geysi- stór hvelfing, sennilega aðeins stærri en undirheimar þeir sem hér er fjallað um og ekki er hann eins djúpur. Myndunarferlið virðist ekki það sama og í Þríhnúkagíg, en þó er mér það ekki alveg Ijóst af þeim upplýsingum sem ég hef (Borges o.fl. 1991). Opnar lóðréttar hraunrásir hérlendis eru ekki margar. Hraundrýlið Tintron á Gjábakkahálsi er 12 m djúpur stromp- ur á hraunrás (eða gosrás) með frá- rennsli í hrauntröð til suðausturs. Önnur sams konar myndun er á sömu gossprungu nokkru ofar, um 1 km norðaustan við stóru eldborgina sem þar er. Þar er hraundrýli og undir því tveir gíg- eða hraunkatlar, 14 m djúp- ir, og stuttar hraunrásir frá þeim. Myndun þessi er nafnlaus og er mér ekki kunnugt um að margir hafi farið þar niður. Pyttlur finnst mér ekki 240
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.