Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 101

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 101
Guðrún G. Þórarinsdóttir Tilraunaeldi á hörpudiski, Chlamys islandica (O.F. Miiller), í Breiðafirði I. Kynþroski, hrygning og söfnun lirfa INNGANGUR Hörpudiskurinn, Chlamys islandica (O.F. Miiller), er af diskaætt (Pect- inidae), en til þeirrar ættar teljast um 350 tegundir samloka sem margar eru verðmætur matfiskur um víða veröld. Hörpudiskurinn er kaldsjávartegund sem auk veiða hérlendis hefur verið veiddur lítillega við Jan Mayen, í Bar- entshafi og undan austurströnd Norð- ur-Ameríku. Við ísland er hann al- gengastur í Breiðafirði, á Vestfjörðum og í Húnaflóa en finnst þó allt í kring- um landið nema við suðurströndina. Hörpudiskveiðar á fslandi hófust árið 1969 í ísafjarðardjúpi og var heildar- aflinn þá 400 tonn. Við fund nýrra miða jókst aflinn ört og árið 1985 náði hann hámarki, 17.400 tonn. Árið 1990 var heildaraflinn 12.400 tonn og þar af voru 10.000 tonn veidd í Breiðafirði. Hörpudiskurinn er veiddur með hörpudiskplógi, sem er botnskafa úr járni með áföstum netpoka og dreginn eftir botni. Aðeins samdráttarvöðvi dýrsins er nýttur hérlendis, en víða er- lendis eru einnig hrognin nýtt. Vinnsl- an er vélvædd til framleiðslu á frystum vöðvum sem aðallega eru fluttir út til Frakklands, Danmerkur og Banda- ríkjanna. Hörpudiskurinn lifir á um 10 til 100 m dýpi en er hérlendis einkum veidd- ur á 20 til 70 m dýpi. Skeljarnar liggja ofan á botninum og er botninn fremur harður, oftast sandur, skeljabrot, steinar og möl, en stundum grýttur eða leirkenndur. Hörpudiskurinn síar fæðu úr sjónum með hjálp tálknanna. Fæðan samanstendur af örsmáum ögnum, svo sem svifþörungum, dýra- svifi, bakteríum og lífrænum leifum. Skeljarnar verða kynþroska 3-6 ára gamlar og eru þá um það bil 30-50 mm að hæð (fjarlægð milli tengslasæt- is og mótlægrar hliðar skeljarinnar) (Hrafnkell Eiríksson 1970, Vahl 1981). Ekki er vitað nákvæmlega um hrygn- ingartíma hörpudisks við ísland en talið er að hann geti verið breytilegur frá einum stað til annars (Hrafnkell Eiríksson 1986). Eftir hrygningu á sér stað ytri frjóvgun og eru lirfurnar svif- lægar í sjónum í nokkrar vikur áður en þær gerast botnlægar og festa sig á undirlag með spunaþráðum og mynda Náttúrufræöingurinn 61 (3-4), bls. 243-252, 1992. 243
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.