Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 101
Guðrún G. Þórarinsdóttir
Tilraunaeldi á hörpudiski,
Chlamys islandica (O.F. Miiller),
í Breiðafirði
I. Kynþroski, hrygning og söfnun lirfa
INNGANGUR
Hörpudiskurinn, Chlamys islandica
(O.F. Miiller), er af diskaætt (Pect-
inidae), en til þeirrar ættar teljast um
350 tegundir samloka sem margar eru
verðmætur matfiskur um víða veröld.
Hörpudiskurinn er kaldsjávartegund
sem auk veiða hérlendis hefur verið
veiddur lítillega við Jan Mayen, í Bar-
entshafi og undan austurströnd Norð-
ur-Ameríku. Við ísland er hann al-
gengastur í Breiðafirði, á Vestfjörðum
og í Húnaflóa en finnst þó allt í kring-
um landið nema við suðurströndina.
Hörpudiskveiðar á fslandi hófust árið
1969 í ísafjarðardjúpi og var heildar-
aflinn þá 400 tonn. Við fund nýrra
miða jókst aflinn ört og árið 1985 náði
hann hámarki, 17.400 tonn. Árið 1990
var heildaraflinn 12.400 tonn og þar af
voru 10.000 tonn veidd í Breiðafirði.
Hörpudiskurinn er veiddur með
hörpudiskplógi, sem er botnskafa úr
járni með áföstum netpoka og dreginn
eftir botni. Aðeins samdráttarvöðvi
dýrsins er nýttur hérlendis, en víða er-
lendis eru einnig hrognin nýtt. Vinnsl-
an er vélvædd til framleiðslu á frystum
vöðvum sem aðallega eru fluttir út til
Frakklands, Danmerkur og Banda-
ríkjanna.
Hörpudiskurinn lifir á um 10 til 100
m dýpi en er hérlendis einkum veidd-
ur á 20 til 70 m dýpi. Skeljarnar liggja
ofan á botninum og er botninn fremur
harður, oftast sandur, skeljabrot,
steinar og möl, en stundum grýttur
eða leirkenndur. Hörpudiskurinn síar
fæðu úr sjónum með hjálp tálknanna.
Fæðan samanstendur af örsmáum
ögnum, svo sem svifþörungum, dýra-
svifi, bakteríum og lífrænum leifum.
Skeljarnar verða kynþroska 3-6 ára
gamlar og eru þá um það bil 30-50
mm að hæð (fjarlægð milli tengslasæt-
is og mótlægrar hliðar skeljarinnar)
(Hrafnkell Eiríksson 1970, Vahl 1981).
Ekki er vitað nákvæmlega um hrygn-
ingartíma hörpudisks við ísland en
talið er að hann geti verið breytilegur
frá einum stað til annars (Hrafnkell
Eiríksson 1986). Eftir hrygningu á sér
stað ytri frjóvgun og eru lirfurnar svif-
lægar í sjónum í nokkrar vikur áður
en þær gerast botnlægar og festa sig á
undirlag með spunaþráðum og mynda
Náttúrufræöingurinn 61 (3-4), bls. 243-252, 1992. 243