Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 2
2 27. júní 2009 LAUGARDAGUR
Magnús, er hún ekki bara ein-
hvers staðar að fá sér kríu?
„Jú, sjálfsagt er hún að því, blessuð.“
Kríustofninn í Flatey hefur minnkað
um helming á nokkrum árum. Magnús
Jónsson, bóndi í Flatey, segist nær ekkert
heyra í kríunni lengur.
NÁTTÚRA Mikil umferð hefur verið um Dyrhólaey
frá því opnað var fyrir hana síðastliðinn föstudag,
segir Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnsskarðs-
hólum en hann nytjar æðarvarpið
í Dyrhólaey. „Þetta er mest fólk á
einkabílum, það er einhverra hluta
vegna minna um rútur núna,“ segir
hann.
Umhverfisstofnun lét meta
ástand varpsins á eynni þann 8.
júní og mat Arnór Þ. Sigfússon
fuglafræðingur það svo að æðar-
varp væri afar lítið sérstaklega ef
miðað er við ástandið þar árið 1999.
Var talið að bílaumferð þar eftir 10.
júní myndi ekki hafa mikil áhrif á varpið vegna þess
hve lítið það væri.
Í vor lagði Umhverfisstofnun fram tillögur um að
leyfa umferð um eyna frá 1. maí til 25. júní í rútu frá
landeigendum og gegn sérstöku gjaldi. Þessar tillög-
ur mættu mikilli andstöðu fólks í ferðaþjónustunni
og nokkurra sveitarstjórnarmanna og náðu því ekki
fram að ganga. Þorsteinn telur þá ekkert annað koma
til greina en að loka fyrir umferð á þessu tímabili á
hverju ári. „Ég er hræddur um að bóndi gæti ekki
nýtt tún sín ef það væri sífellt umferð um þau,“ segir
Þorsteinn. „Það er það sama með æðarvarpið, það er
erfitt að koma því upp og halda því við nema til þess
fáist einhver friður.“ - jse
Tillögur um umferð um Dyrhólaey á varptíma ná ekki fram að ganga:
Mikil umferð um Dyrhólaey
FRÁ DYRHÓLAEY Bæði fuglar og ferðamenn sækja í Dyrhólaey
en það reynist nokkur vandi að höndla þetta tvöfalda lán.
ÞORSTEINN
GUNNARSSON
DÓMSMÁL Karlmaður sem ákærður var fyrir stór-
fellda líkamsárás í nóvember á síðasta ári, sem
leiddi til dauða, var sakfelldur og dæmdur til að
sæta fangelsi í fjögur ár í Héraðsdómi Suðurlands.
Annar karlmaður og tvær konur voru ákærð fyrir
brot gegn lífi og líkama með því að hafa látið fyrir
farast að koma hinum látna undir læknishendur
er hann hafði slasast lífshættulega vegna árásar-
innar. Konurnar voru báðar sýknaðar af ákæru en
karlmaðurinn sakfelldur og dæmdur til að sæta sex
mánaða fangelsi.
Atburðurinn gerðist í sumarbústað í Grímsnesi.
Sá sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi sló
annan mann hnefahögg í höfuðið, með þeim afleið-
ingum að hann féll í gólfið. Því næst greip hann
í fórnarlambið og ýtti honum á gólfið af stól sem
hann sat á þannig að hann féll á gólfið. Þá sparkaði
árásarmaðurinn í hann. Maðurinn hlaut marga
alvarlega áverka og lést af völdum þeirra skömmu
síðar.
Árásarmanninum hafði tvisvar verið gerð refsing
á síðasta ári, í bæði skiptin fyrir ölvunarakstur. Í
síðara skiptið var hann einnig ökuréttindalaus. - jss
SUMARBÚSTAÐURINN Sumarbústaðurinn þar sem líkamsárás
leiddi til dauða.
Dæmt fyrir líkamsárás í sumarbústað í Grímsnesi í nóvember í fyrra:
Fjögur ár fyrir banvæna árás
MENNTUN „Það er jákvætt að ekki
þurfti að skera niður, en á móti
kemur að engu er bætt við sem er
bagalegt,“ segir Katrín Jakobs-
dóttir mennta-
málaráðherra.
Úthlutunarregl-
ur Lánasjóðs
íslenskra náms-
manna (LÍN)
fyrir næsta
skólaár voru
kynntar í gær.
Grunnfram-
færsla verður
óbreytt frá fyrra
ári, eða 100.600 krónur á mánuði.
Katrín segist hafa vakið athygli
ríkisstjórnarinnar á stöðu náms-
manna. „Grunnframfærslan er
allt of lág og ég tel mjög mikil-
vægt að allra leiða verði leitað til
að framfærslan geti í það minnsta
fylgt verðlagsþróun. Það er hins
vegar ljóst að fjárlagarammi
okkar í menntamálaráðneytinu
leyfir ekki slíkt.“ - kg/kóp
Úthlutunarreglur LÍN:
Óbreytt grunn-
framfærsla
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
Nýtt fylgirit, Inni og úti, fylg-
ir Fréttablaðinu í dag. Í því
er fjallað um ýmislegt sem
tengist sumrinu á einn eða
annan hátt, viðburði, ferðalög,
afþreyingu, sumarhús, mat og
menningu. Blaðið kemur út á
laugardögum í sumar.
Meðal efnis í fyrsta blaðinu
er viðtal við Gunnlaug Stefán
Gíslason sem opnar listasýn-
ingu í gömlu fjósi í dag, viðtal
við ungan brimbrettakappa,
góð ráð til að hressa upp á
sumarbústaðinn með litlum til-
kostnaði og uppskriftir að ljúf-
fengu nesti í lautartúra.
- sjá Inni og úti
Nýtt blað á laugardögum:
Inni og úti í
Fréttablaðinu
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur
afgreitt frumvörp um persónukjör
bæði í Alþingis- og sveitarstjórnar-
kosningum.
Kerfið sem lagt
er til byggir á
írskri fyrirmynd
og felur í sér
svipað kerfi og
notað er við próf-
kjör.
Efstu sæti
hvers lista, jafn-
mörg þingsæta
í kjördæminu,
verða þannig óröðuð og eru þeir
frambjóðendur boðnir fram til per-
sónukjör. Afgangur listans verður
raðaður eins og verið hefur.
Þorkell Helgason stærðfræð-
ingur hefur haft umsjón með gerð
frumvarpanna tveggja. - sh
Frumvörp um persónukjör:
Fyrstu sætin
verða óröðuð
ÞORKELL
HELGASON
ANDLÁT Lögreglan í Los Angel-
es leitar nú að lækni söngvar-
ans Michaels Jackson, sem lést
á fimmtudagskvöld af völdum
hjartaáfalls, þar
sem hún telur
að hann geti
gefið mikilvæg-
ar upplýsingar
varðandi andlát
söngvarans.
Lögregla
ræddi við lækn-
inn eftir lát
Jacksons á fimmtudag en hafði
ekki uppi á honum í gær þegar
færa átti hann til frekari yfir-
heyrslna. Samkvæmt heimildum
erlendra fréttaveitna á söngvarinn
að hafa fengið daglega lyfjagjöf af
verkjalyfinu Demerol, sem hefur
svipaða verkan og morfín. Talið er
mögulegt að poppgoðið hafi fengið
of stóran skammt af lyfinu. - kg
Andlát poppstjörnu:
Lögregla leitar
læknis Jacksons
MICHAEL JACKSON
VARNARMÁL Tíu rússneskar
sprengjuflugvélar hafa flogið um
íslenskt loftrýmiseftirlitssvæði
það sem af árinu. Hinn 16. júní
síðastliðinn flugu tvær rúss neskar
sprengjuflugvélar um íslenska
loftrýmiseftirlitssvæðið í 24.000
til 30.000 feta hæð. Þetta kemur
fram í frétt á vef Varnarmála-
stofnunar Íslands.
Í fréttinni kemur fram að leið
vélanna hafi um tíma legið inn í
íslenska efnahagslögsögu, og þær
hafi verið í um 51 sjómílu fjar-
lægð frá austurströndinni þegar
þær fóru næst landinu. Vélarnar
hafi ekki gert vart við sig fremur
en endranær. Vélarnar, svokallaðir
Birnir af gerðinni Tu-95, geti borið
kjarnorkuvopn en ekki liggi fyrir
staðfestar upplýsingar um búnað
þeirra á ferðum sem þessum.
Einnig kemur fram í fréttinni að
54 rússneskar sprengjuflugvélar
hafi flogið um íslenska loftrýmis-
eftirlitssvæðið frá því að banda-
rískt varnarlið fór frá Íslandi
haustið 2006.
Nýlega var tilkynnt sú ákvörð-
un stjórnvalda að leggja niður
stofnunina í núverandi mynd.
Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri
Varnarmálastofnunar, segist ekki
hafa sérstakar áhyggjur af flugi
erlendra herflugvéla við landið
þótt svo sé. „Utanríkisráðuneytið
hefur sagt skýrt og greinilega að
niðurskurðurinn muni ekki bitna á
varnar- og öryggisskuldbindingum
Íslendinga. Því hef ég ekki áhyggj-
ur þótt einhverjar formbreyting-
ar verði gerðar á stofnuninni. Einu
áhyggjurnar eru þær að þær rekist
á farþegavélar á flugi, en sú hætta
hefur alltaf verið til staðar,“ segir
Ellisif.
Stefán Pálsson, formaður félags
Hernaðarandstæðinga, segir það
plagsið sem gildi um öll risaveldi
að þau telji sig ekki bera skyldu
til að láta einn né neinn vita um
ferðir herja sinna. „Því er sjálf-
sagt að fylgjast með slíkum ferð-
um. En tímasetningin á þessum
uppslætti á vef Varnarmálastofn-
unar jaðrar við að vera krúttleg-
ur. Hún ber með sér að þarna sjái
menn fram á að stofnunin verði
lögð niður, og reyni því á örvænt-
ingafullan hátt að réttlæta þörf-
ina og berja sér á brjóst, án þess
að neinar nýjar upplýsingar komi
fram,“ segir Stefán Pálsson.
kjartan@frettabladid.is
Tíu herflugvélar
það sem af er ári
Tvær rússneskar herflugvélar flugu inn í íslenskt loftrýmiseftirlit í síðustu viku.
Forstjóri Varnarmálastofnunar hefur ekki sérstakar áhyggjur af flugi erlendra
herflugvéla við landið þótt stofnunin verði senn lögð niður í núverandi mynd.
RÚSSNESKUR BJÖRN Formaður Varnarmálastofnunar segir einu áhyggjur sínar
varðandi flug erlendra herflugvéla við landið vera hættu á að þær gætu rekist á
farþegavélar á flugi.
UMFERÐ Mikil umferð var út úr
höfuðborginni síðdegis í gær og
fram á kvöld. Á Suðurlandsvegi
var umferðarþungi mikill og
var bíll við bíl í Kömbunum við
Hveragerði á tímabili. Þokaðist
bílalestin hægt áfram þar til um
níuleytið í gærkvöldi.
Sömu sögu var að segja á
Vesturlandsvegi. Þar var mikil
umferð langt fram á kvöld. Að
sögn lögreglu á Selfossi og í
Borgarnesi gekk umferðin þó vel
eftir aðstæðum.
Mjög góð veðurspá er fyrir
helgina og hefur hún eflaust ýtt
við ferðalöngum landsins.
Margir á leið út úr bænum:
Umferðarþungi
á þjóðveginum
Einu áhyggjurnar eru þær
að þær rekist á farþega-
vélar á flugi, en sú hætta hefur
alltaf verið til staðar.
ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR
FORSTJÓRI VARNARMÁLASTOFNUNAR
SPURNING DAGSINS