Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 4

Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 4
4 27. júní 2009 LAUGARDAGUR Verð á mann í tvíbýli: 99.900kr. Sérferð 20.–25. ágúst 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á góðu hóteli í miðborginni í 5 nætur með morgunverði og akstur til og frá flugvelli.F í t o n / S Í A Rüdesheim við Rín Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Ógleymanleg upplifun! VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 29° 24° 23° 25° 25° 27° 26° 24° 27° 22° 26° 26° 27° 33° 27° 25° 30° 25° 14 16 18 16 14 Á MORGUN 8-13 m/s sunnan til annars 3-8 5 15 MÁNUDAGUR Hæg, austlæg átt. 20 15 18 12 16 15 1 5 5 1 5 5 1 1 1 1 20 20 20 20 1816 15 19 20 1818 22 HELGARHORFUR Blíðskaparveður verður þessa helgina víða um land. Í dag verður hægviðri en hafgola við strendur landsins, einkum norðanlands. Þar má búast við þokulofti og í því verður svalt. Hiti til landsins gæti náð 20 stigum allvíða. Á morgun verður hins vegar dálítil væta syðra með vindi allra syðst en þá verður bjart nyrðra og hiti um 20 stig. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur MENNTUN „Stelpur taka oft fyrr út þroska en strákar. Það gæti verið ástæðan,“ segir Eiríkur Jónsson, for- maður Kenn- arasambands Íslands, spurð- ur hverja hann telji ástæðu þess að stúlkur eru með hærri einkunnir en drengir í grunnskóla og eru nú í miklum meirihluta í vinsælustu framhaldsskólum landsins. Hann segir að KÍ hafi ekki rætt þetta á fundum. Aðspurður telur Eiríkur ástæð- una ekki vera að meirihluti kennara sé konur. Þó segir hann áhugavert rannsóknarefni að athuga hvað hafi breyst á undan- förnum áratugum frá því að karl- menn voru meirihluti kennara. Þá hafi drengir verið með hærri einkunnir. - vsp Ástæðan gæti verið þroski: Strákar hærri þegar karlar kenndu EIRÍKUR JÓNSSON Jóhanna G. Harðardóttir Kjalnesinga- goði sá um þrjár af fjórum vígslu- athöfnum á Þingblóti Ásatrúarfélags- ins, en ekki Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði eins og sagt var í Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING ÆFING Tvær björgunaræfingar fara fram um helgina. Annars vegar ætla Björgunarsveit Hafn- arfjarðar og Björgunarsveitin Súlur frá Akureyri að æfa björg- un úr Gullfossi. Þar verður látið sem svo að ferðamaður hafi fallið niður í fossinn og flotið að klöpp sem klýfur fossinn í tvennt. Síðan verður línu skotið yfir á hinn bakkann, sem björgunarmaður hyggst klifra eftir og síga niður í gilið. Þá mun umfangsmikil æfing fara fram á hálendinu, þar sem margar björgunarsveitir munu æfa viðbrögð við umferðarslys- um fjarri byggð. - sh Tvær björgunaræfingar: Æfa mannbjörg úr Gullfossi STJÓRNMÁL Innan Framsóknar- flokks hefur verið rætt hvort birta eigi yfirlit um styrki til einstakra aðildarfélaga og ráða flokksins fyrir árið 2006, líkt og Samfylking gerði í lok maí. Lítill tími hefur þó gefist til þess háttar fundarhalda í mán- uðinum, sérstaklega vegna anna á Alþingi. Birting gagnanna er því enn til umræðu en óvíst hvort hefst fyrir mánaðamót að ljúka henni. Fjáröflun félaga og ráða stend- ur fyrir utan yfirlit um fjáröflun flokkanna á landsvísu. - kóþ Styrkir til flokka árið 2006: Framsókn er að íhuga birtingu ATVINNUMÁL Fyrirtækið Loftorka í Borgarnesi lagði í gær inn beiðni til Héraðsdóms Vesturlands um að félagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Hjá fyrirtækinu starfa 70 manns. Það er stærsti vinnustaður Borgarness. Skipta- stjóri verður nú settur yfir búið. Haft er eftir Óla Jóni Gunnars- syni, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, á vef Skessuhorns, að Glitnir, viðskiptabanki Loftorku, hafi ekki séð grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri. Því muni menn ekki mæta til vinnu á ný eftir helgi. Þegar best lét, árið 2007, störfuðu um 300 manns hjá Loftorku. - sh 70 missa vinnu í Borgarnesi: Loftorka óskar eftir gjaldþroti GJALDÞROT Stjórn Íslenskrar afþrey- ingar óskaði eftir því í gær að félagið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Félagið hét áður 365 og Dags- brún en nafni þess var breytt í Íslenska afþreyingu í nóvember síðastliðinn þegar fjölmiðlahluti félagsins var seldur. „Stefnan var frá upphafi að selja allar eignir og ljúka starfsemi þessa félags,“ segir Ari Edwald, stjórnarformaður Íslenskrar afþreyingar. Ari segir að engar eignir séu til staðar í félaginu og að ákvörðun- in hafi ekki áhrif á rekstur Senu, Saga Film og 365 miðla. Þessi félög voru seld út úr Íslenskri afþrey- ingu í vetur. Hei ldarkröfur á hendur Íslenskri afþreyingu nema um fimm milljörðum króna. Stærsta krafan er skuldabréfaflokkur upp á rúmlega 2,5 milljarða króna sem Íslensk afþreying og Teymi voru ábyrg fyrir. Aðrir kröfuhafar eru Landsbankinn og 365 miðlar. Ari segir að ástæður þess að ekki fékkst meira upp í kröfur vera að mun minna hafi fengist fyrir eign- ir félagsins en gert var ráð fyrir í nóvember. Sem dæmi nefnir Ari að einungis hafi fengist 500 milljónir fyrir Senu en félagið hafi verið keypt á 3,6 milljarða árið 2006. Einnig hafi lítið fengist fyrir EFG sem rekur meðal annars Saga Film og önnur sambærileg fyrirtæki á Norðurlöndunum. - bþa Minna fékkst upp í kröfur en vonir stóðu til að sögn stjórnarformannsins: Íslensk afþreying gjaldþrota STJÓRNARFORMAÐURINN Ari Edwald, stjórnarformaður Íslenskrar afþreyingar, segir að minna hafi fengist upp í kröfur en vonir stóðu til. EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra boðar 30 til 40 prósenta hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum í nýrri skýrslu um jöfn- uð í ríkisfjármálum sem gerð var opinber í gær. Áætlað er að slík- ar hækkanir gætu skilað ríkinu fjórum milljörðum í auknar tekj- ur. Hægt væri að hækka gjöldin í áföngum út næsta ár. Skýrslan var lögð fyrir Alþingi í gær en ekki rædd. Í henni er farið yfir nauðsynlegar aðgerðir til að brúa fjárlagagatið - en þær skipt- ast í tekjuöflunarleiðir, aðallega skattahækkanir, og leiðir til niður - skurðar. Viðurkennt er í skýrslunni að „jafnvel þótt leitast verði við að hlífa félagslega og samfélagslega viðkvæmum sviðum og vinnu- aflsfrekri starfsemi [náist] ekki mikill árangur án þess að stig félags legrar þjónustu svo sem í tryggingamálum og heilbrigðis- málum lækki umtalsvert, dreg- ið verði úr menntunarframboði og starfsfólki á vegum ríkisins fækki.“ Meðal skattahækkana sem boð- aðar eru í skýrslunni eru skattur á komufarþega og hótelsgistingu, sem kynnu að afla ríkissjóði um 700 milljóna á ári, frekari hækkun á bensín- og olíugjaldi og sérstakt kolefnisgjald sem lagt yrði á alla vöru og hráefnisnotkun sem veldur kolefnislosun, meðal annars álver. Kolefnisgjald er talið geta skilað allt að 7,5 milljörðum í ríkiskass- ann árlega. Tekið er fram í skýrsl- unni að slíkt gjald kynni hins vegar hugsanlega að hafa áhrif á þá sem hug hafa á að reka álverk- smiðjur hér á landi. Einnig er tæpt á því að æskilegt gæti verið að hækka tekjuskatt frá og með næstu áramótum, en slík hækkun gæti aflað ríkinu 30 til 40 milljarða á ári. Þá er það nefnt sem möguleg leið að hækka lægra skattþrep virðisaukaskatts úr sjö prósentum í tólf, sem myndi auka tekjur ríkissjóðs um sjö milljarða, eða jafnvel í fjórtán prósent, sem myndi skila tíu milljörðum í aukn- ar tekjur. Enn fremur er tekið fram að til álita komi að huga að breyting- um á sköttum eins og eignaskatti og erfðafjárskatti. Í tilviki eigna- skatta yrði eingöngu um að ræða skatt á mjög mikla eign, það er eins konar stóreignaskatt á tekju- gefandi eignir. Eignaskattur var afnuminn árið 2006 og hafa hugmyndir um endur- upptöku hans til þessa vakið hörð viðbrögð samtaka eldri borgara, sem telja slíkan skatt helst bitna á eldra fólki. „Rétt er að taka fram að engar mótaðar hugmyndir liggja fyrir um breytingar á þess- um tveimur skattstofnum,“ segir í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Boða stóreignaskatt og hækkun á áfengi Óhjákvæmilegt er að niðurskurður leiði til skertrar félags- og heilbrigðisþjónustu og minna námsframboðs, segir í nýrri skýrslu um jöfnuð í ríkisfjármálum. Frek- ari hækkanir á áfengis- og tóbaksgjaldi eru boðaðar og rætt um stóreignaskatt. DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir fjárdrátt. Jafnframt til að greiða Innheimtustofnun sveit- arfélaga hálfa milljón króna. Sá dæmdi hélt tæplega 350 þúsund krónum eftir af launum starfsmanns fyrirtækis, þar sem hann starfaði sem framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður. Pen- ingana, sem ganga áttu upp í meðlagsskuldir starfsmannsins, notaði hann í rekstur fyrirtæk- isins. Fjárdráttur framkvæmdastjór- ans stóð yfir mánaðarlega frá jan- úar og fram í ágúst árið 2007. - jss Maður dæmdur fyrir fjárdrátt: Stal meðlagi og notaði í rekstur DÝRT AÐ DREKKA Áfengi og tóbak gæti hækkað verulega í verði á næstu misserum ef áform ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / H Ö R Ð U R GENGIÐ 26.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,6938 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,88 127,48 209,25 210,27 178,68 179,68 23,992 24,132 19,726 19,842 16,234 16,330 1,3270 1,3348 196,68 197,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.