Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 8

Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 8
8 27. júní 2009 LAUGARDAGUR Opni háskólinn býður upp á hagnýtt 36 ECTS eininga DIPLÓMANÁM Í MANNAUÐSSTJÓRNUN, nám samhliða vinnu. Markmið námsins er að nemendur fái hagnýta þekkingu á mannauðsstjórnun og tilgangi hennar og nægilega þekkingu og hæfni til að geta nýtt sér námið í starfi á markvissan og árangursríkan hátt. NÁMIÐ ER SAMANSETT AF EFTIRTÖLDUM NÁMSKEIÐUM: Mannauðsstjórnun Vinnuréttur Hagnýt vinnusálfræði Fræðsla, þjálfun og starfsþróun Stjórnun og forysta Lokaverkefni KENNSLUFYRIRKOMULAG: Námið hefst haustið 2009 og því lýkur vorið 2010. Nám samhliða starfi – kennt er tvisvar í viku. Námið fer einnig fram á Akureyri í samstarfi við SÍMEY. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Opið fyrir umsóknir á www.opnihaskolinn.is DIPLÓMANÁM Í MANNAUÐSSTJÓRNUN Nánari upplýsingar veitir: Tinna Ösp Ragnarsdóttir verkefnastjóri 599 6386 / tinnao@ru.is 1 Hvaða heimsfrægi poppari lést á fimmtudag? 2 Hvað er Holtsvöllur í Kópa- vogi gamall um þessar mundir? 3 Hvað heitir formaður rann- sóknarnefndar Alþingis um bankahrunið? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók á fimmtu- dag mann sem sterklega er grun- aður um að tengjast alvarlegu líkamsárásarmáli. Bróðir þess handtekna hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna málsins. Árásin átti sér stað í Smá- íbúðahverfinu 21 júní síðastlið- inn. Lögregla var kvödd til og reyndist þar vera maður, alblóð- ugur á höfði. Hann var fluttur á spítala til aðhlynningar, brotinn í andliti með marga langa og gapandi skurði á höfðinu. Auk þess var hann með ýmiss konar áverka á höfði, brjóstkassa og útlimum. Í kjölfarið fór lögregla að til- teknu húsi í Smáíbúðahverf- inu. Þar inni mátti glögglega sjá merki um líkamsárás; blóð úti um allt og blautan þvegil, blóði drif- inn. Í ruslatunnu við húsið fannst blautt og blóðugt handklæði. Við yfirheyrslur kom í ljós að sá sem nú er í gæsluvarðhaldi hefði setið með bróður sínum og fórnar- lambinu að drykkju í húsinu. Fimm manns voru handteknir vegna málsins en fjórum sleppt fljótlega. Sá sem tekinn var á fimmtudag- inn var yfirheyrður samdægurs. - jss RUSLATUNNA Blautt og blóðugt hand- klæði fannst í ruslatunnu við húsið þar sem manninum var misþyrmt. Einn situr í gæsluvarðhaldi vegna hrottalegrar líkamsárásar: Bróðir árásarmanns tekinn ÍTALÍA, AP Leiðtogar G8-ríkjanna gagnrýna ofbeldið sem hefur verið viðhaft eftir kosningarnar í Íran og krefjast þess að því linni. Þeir hvöttu Írana til þess að virða grundvallarmannréttindi líkt og tjáningarfrelsi og lýstu yfir sam- stöðu með fórnarlömbum. Þá sagði í yfirlýsingu þeirra að tryggja verði að vilji írönsku þjóðarinn- ar verði endurspeglaður og leyst úr deilum fljótt með lýðræðisleg- um umræðum og á friðsælan hátt. Leiðtogar G8-ríkjanna halda nú árlegan fund sinn í Trieste á Ítalíu. Í yfirlýsingunni eru stjórnvöld í Íran ekki gagnrýnd og tekið fram að sjálfstæði Írans sé virt. Ástandið í Íran hefur mikið verið rætt á fundunum, en einnig hefur áhersla verið lögð á Afganistan og Pakistan, sem og friðarviðræður í Mið-Austurlöndum. Uppruna- lega höfðu Ítalir boðið Írönum að taka þátt í fundinum sem gestir, vegna þess að Íranar gætu gegnt mikilvægu hlutverki við að koma á stöðugleika í Íran. Það boð var þó dregið til baka. Ísraelar voru hvattir til þess að hætta allri uppbyggingu á land- tökusvæðum eftir fund Banda- ríkjanna, Rússlands, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í gær. G8-ríkin fordæmdu einnig í gær kjarnorku- og eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu og hvöttu yfirvöld Norður-Kóreu til þess að snúa aftur að samingaborðum vegna kjarnorkumála. thorunn@frettabladid.is Hvetja til friðar í Íran Leiðtogar G8-ríkjanna fordæmdu kjarnorkutil raunir Norður-Kóreumanna á árlegum fundi sínum. Hvatt er til friðsamlegra lausna í Íran sem fyrst. ÍÞRÓTTIR Um 300 knapar og 450 hestar eru skráðir til leiks á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum. Mótið er haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ. Það hófst á fimmtudag með keppni í fjórgangi barna og stendur til sunnudagsins 28. júní. Íslandsmótið er stærsti viðburð- ur í yngri flokkunum í hestaíþrótt- um á hverju ári. Hestakosturinn er vart síðri en á mótum fullorðinna og hart barist í öllum flokkum. Líf og fjör verður um helgina og ekki spillir góð veðurspá fyrir stemningunni. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á tjaldstæði í Mos- fellsdal sem er um fimm til tíu mínútna akstur frá keppnissvæði. Í félagsheimili Harðar verður veitingasala alla daga Íslandsmóts- ins. Í kvöld verður svo skemmtun með lifandi tónlist. - jss Í BRAUTINNI Einn keppenda á Íslands- mótinu tekur hest sinn til kostanna í brautinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Keppni barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum: Hart barist á mótinu Bifhjólaslys á Bolöldu Karlmaður hlaut lítils háttar meiðsl í bifhjólaslysi sem var á Bolöldu við Litlu kaffistofuna rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir kepptu í mot- ocross-akstri og virðist annar hafa runnið til og lent á grjóti, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi. LÖGREGLUFRÉTTIR Réttað aftur í morðmáli Réttað verður á nýjan leik yfir þremur mönnum sem voru í febrúar sýknaðir af ákæru um að hafa drep- ið rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju árið 2006. Hæstiréttur Rússlands tók ákvörðun um það í gær. RÚSSLAND DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykja- ness karlmann á sextugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni og fíkniefnalagabrot. Lögreglan hafði afskipti af manninum í desember 2007. Við leit á honum fundust rúmlega sjö grömm af kannabisefni. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann hótaði tveimur lög- reglumönnum ofbeldi; að nauðga lögreglukonu og drepa lögreglu- mann. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar. - jss Karlmaður á sextugsaldri: Hótaði lífláti og nauðgun EFNAHAGSMÁL Robert Mugabe, for- seti Simbabve, sagði í gær að það kæmi til greina að gera Simbabve- dalinn aftur að eina gjaldmiðli þjóðarinnar. Simbabve-dalurinn hefur verið gjaldmiðillinn frá árinu 1980 en í janúar mældist verðbólga í land- inu 230 milljónir prósenta. Gripið var til þess ráðs að aflétta banni af erlendum gjaldmiðlum í kjölfarið. Við það fóru þegnar landsins að notast við aðra gjaldmiðla eins og Bandaríkjadal og suður afrískt rand, sem leiddi til lækkandi verð- lags. Mugabe telur þó að þetta hafi valdið miklum skaða í sveitum landsins þar sem fólk hafi ekki aðgang að fjármagni. - vsp Robert Mugabe vill fá Simbabve-dalinn aftur: Vill gjaldeyrishöft á ný ROBERT MUGABE Forseti Simbabve segir afnám gjaldeyrishafta hafa valdið skaða til sveita, en þeim var aflétt í 230 millj- óna prósenta verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Á G8-FUNDINUM SEM HÓFST Í GÆR Hér að ofan er sérstök nefnd um málefni Mið- Austurlanda, Tony Blair, Benita Ferrero-Waldner, Sergej Lavrov, Ban Ki-Moon, Javier Solana, George Mitchell og Jan Kohout á blaðamannafundi í Trieste í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.