Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 18
18 27. júní 2009 LAUGARDAGUR A ð morgni 1. maí fa nnst Dunca n McKnight, söngv- ari bandarísku rokksveitarinnar The Virgin Tongu- es, meðvitundarlaus á gangstétt- inni á Skólavörðustíg. Hvað gerðist veit enginn með vissu en líklegast þykir að hann hafi læst sig úti og dottið þegar hann reyndi að klifra út um glugga gangs og inn um glugga íbúðarinnar þar sem hann dvaldi. Íbúðin er á þriðju hæð og fallið því hátt. Sjálfur hefur Duncan lítið getað varpað ljósi á atburðina. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist. Ég man ekkert eftir þessu,“ segir Duncan, sem var haldið sofandi í öndun- arvél í viku eftir slysið. Áverkar hans voru verulegir; höfuðkúpu- brot, hálsbrot, miklar innvortis blæðingar og alvarlega sködduð líffæri, átta brotin rifbein, brotin mjaðmagrind og handleggur. Ótrúlegur bati en langt í land Tvísýnt var um hvort Duncan myndi lifa slysið af og alls óvíst hvað biði hans ef hann lifði. Tveim- ur vikum eftir slysið útskrifaðist hann hins vegar af gjörgæsludeild og hefur bati hans hans verið öllum vonum framar. Þrátt fyrir það er enn langur vegur til bata. Hann hefur verið í stífri endurhæfingu á Grensási undanfarna daga og er nú farinn að geta gengið óstuddur. Hann getur líka talað, sem hann þurfti að læra upp á nýtt. Enn skortir þó nokkuð á hreyfigetu hans og talfærni en læknar eru bjartsýnir á að hann nái fullum bata, fái hann fulla endurhæfingu. „Mér líður mun betur en fyrst eftir slysið. En ég á enn þá langt í land og þetta mun taka tíma. En ég veit að ég á eftir að snúa aftur í rokkið og klára að taka upp plötuna með strákunum,“ segir hann. Allt fullt af Íslendingum Íslandsdvöl strákanna var nýhaf- in og þeir rétt búnir að fara gullna hringinn og þefa af stemningunni í Reykjavík þegar ógæfan dundi yfir. Þeir höfðu hlakkað til ferð- arinnar, enda eiga þeir marga íslenska vini sem þeir kynntust í Berlín, þar sem þeir búa allir. „Ég veit ekki hvað málið er en það virð- ist vera allt fullt af Íslendingum í Berlín,“ segir Mike, gítarleikari hljómsveitarinnar. Í Berlín kynntust þeir meðal annars meðlimum rokkbandsins Singapore Sling, en það stóð ein- mitt til að halda tónleika með þeim laugardagskvöldið 2. maí, kvöld- ið eftir slysið. Þeim tónleikum var breytt í styrktartónleika sem nokkrar hljómsveitir tóku þátt í. Auk þess að halda tónleikana stóð til að taka upp fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar hér á landi. „Tökurn- ar höfðu gengið vel og við vorum ánægðir með útkomuna. Nú hlökk- um við bara til að komast aftur í að vinna í plötunni, þegar Dunc- an verður tilbúinn til þess,“ segir Mike. Báðu ekki um neitt en fengu allt Fjölskylda Duncans í Bandaríkj- unum hafði ekki tök á að koma til Íslands og vera hjá honum. Því hafa Mike og Nima, trommari Virgin Tongues, dvalið hér með honum frá því slysið varð. En það er dýrt að búa á Íslandi og tónlist- armenn, sem enn hafa ekki kom- ist yfir þröskuld frægðarinnar, synda yfirleitt ekki í seðlum. Frá slysinu hafa þeir Mike og Nima því verið upp á vini komnir, bæði nýja og gamla. „Við erum svo ótrúlega þakklátir fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið í þessum furðu- legu aðstæðum,“ segir Nima og Duncan og Mike kinka báðir kolli. „Við höfum fengið lánaðar íbúð- ir til að búa í, strákarnir á veit- ingastaðnum Segurmo hafa hald- ið okkur gangandi með því að gefa okkur að borða og við höfum meira að segja fengið föt. Við báðum ekki um neitt en höfum fengið alla þá hjálp sem við þurftum. Marg- ir hafa boðist til að hjálpa okkur, meira að segja fólk sem við þekkt- um ekki neitt,“ segir Mike og það er greinilegt að hann talar fyrir þá alla. Þakklæti strákanna nær ekki síst til læknanna og hjúkrunar- fólksins sem hefur séð um Dunc- an. „Það er æðislegt að sjá hvað hjúkrunarkonurnar hugsa vel um Duncan og það er greinilegt að þeim þykir vænt um hann,“ segir Nima og Duncan brosir og bætir við: „Við fórum í heimsókn á gjör- gæsluna eftir að ég útskrifaðist þaðan. Þar tóku fimmtán manns svo vel á móti mér, sem mundu allir eftir mér. Ég mundi hins vegar ekkert eftir þeim, sem var dálítið skrýtið. En ég er svo feg- inn að þetta hafi gerst hér og að ég hafi ekki verið sendur úr landi.“ Engu tapað, bara frestað Áður en örlögin gripu í taumana hafði The Virgin Tongues verið að „Við fórum í heimsókn á gjörgæsluna eftir að ég útskrif- aðist þaðan. Þar tóku fimmtán manns svo vel á móti mér, sem mundu allir eftir mér. Ég mundi hins vegar ekkert eftir þeim, sem var dálítið skrýtið. En ég er svo feginn að þetta hafi gerst hér og að ég hafi ekki verið sendur úr landi.“ Snúa sterkari aftur í rokkið Stutt tónleikaferðalag The Virgin Tongues til Íslands breyttist í tveggja mánaða erfiðisgöngu en söngvari sveitarinnar slasaðist lífshættulega þegar hann féll niður af þriðju hæð hinn 1. maí. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti þá Duncan, Mike og Nima sem ætla að halda þakkartónleika fyrir alla sem hafa auðveldað þeim lífið hér, um leið og Duncan hefur heilsu til. THE VIRGIN TONGUES Rokkararnir Mike, Duncan og Nima hafa skapað sér stórt nafn í Berlín en þeir spila sýrurokk sem minnir á tónlist sjöunda áratugarins. Þeir ætla að snúa sér aftur að upptöku sinnar fyrstu plötu, um leið og Duncan hefur náð sér að nýju eftir skelfilegt slys sem hann lenti í í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.