Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 20
20 27. júní 2009 LAUGARDAGUR
Þ
etta er önnur bók
Bergsveins en sú
fyrri, Landslag er
aldrei asnalegt, var
tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaun-
anna árið 2003.
Handbók um hugarfar kúa fjall-
ar um Gest, ungan menningar-
fræðing sem snýr heim að loknu
námi og lendir í basli við að fá
vinnu. Hann nælir sér í það verk-
efni að skrifa handrit að heimildar-
mynd um íslensku kúna fyrir
Bændasamtök Íslands. Smám
saman rennur það upp fyrir menn-
ingarfræðingnum að virðingar-
staða kúa endurspeglar hugarfar
manna á hverjum stað og á hverj-
um tíma.
Bókin kemur út utan hinnar
hefðbundnu bókavertíðar, sem
er óvenjulegt. „Já, þetta er líka
óvenjuleg bók og ég vonaðist til að
fleiri nenntu að lesa hana almenni-
lega ef hún kæmi út að vori eða
sumri, frekar en fyrir jól. Mér er
það að minnsta kosti ekkert kapps-
mál að drukkna við hliðina á reyf-
urunum. Mér fannst það líka ágætt
konsept að gefa bók sem ekki er
krimmi strax út á kilju.“
Brjálaðar tengingar nauta
Bókin er titluð skáldfræðisaga.
Bergsveinn kveðst hafa gælt við að
skrifa hreinræktaða fræðibók en
ákvað að lokum frekar að bræða
skáldskapnum saman við. „Mér
fannst það skemmtilegra og bjóða
upp á fleiri möguleika. Aðalatriðið
er ekki að koma einhverjum fræð-
um á framfæri eða deila á ákveðið
menningarástand.
Mig langaði líka að skrifa bók
um geðræn vandamál. Naut-
gripafræðin verða því eins konar
umgjörð fyrir sálarlíf persónunn-
ar og bjóða upp á mjög brjálaðar
tengingar við umheiminn; þá fyrst
verður þetta heillandi þegar þessi
þrjú skaut tengjast, maður veit
ekki hvar manninum sleppir og
heimurinn byrjar.“
Stóra þversögnin
Bergsveinn segir þessar tenging-
ar einnig bjóða upp á miklar þver-
sagnir, sem ef til vill sé öðru frem-
ur tákn okkar tíma.
„Stóra þversögnin er kannski sú
að ástand undanfarinna ára var
innleitt í nafni frelsis en í raun-
inni höfum við sjálfsagt aldrei
verið jafn bundin. Það er eins og
með kýrnar; í nútímafjósum eru
til dæmis engir básar heldur eru
beljurnar sagðar ganga frjálsar.
Aftur á móti er búið að koma fyrir
skynjunarbúnaði á þeim. Það er
eins með nútímamanninn; hann er
ef til vill frjáls ferða sinna, laus
úr básnum, en lýtur í staðinn eftir-
liti.
Krísa undanfarin 20 ár
Bergsveinn segir að samkvæmt
bókinni séum við ekki í krísu núna
heldur höfum við verið það und-
anfarin tuttugu ár eða svo. „Því
myndi Gestur að minnsta kosti
halda fram,“ segir hann.
„Þessi ungi, reiði menningar-
fræðingur ræðst ekki á yfirborðs-
kennda hluti á borð við misskipt-
ingu auðs og þess háttar, heldur
að sjálfri hugmyndafræðinni, sem
hann telur rót krísunnar. Annars
vegar í rökvísinni sem hefur aldrei
verið fullkomlega óblönduð fyrr en
í manneskjusýn síðkapítalsismans;
homo economicus, hinum fullkom-
lega rökvísa manni sem tekur allt-
af réttar ákvarðanir í samræmi
við þarfir sínar sem neytandi.“
Hinir útvöldu peningamenn
„Hins vegar ræðst hann að útvaln-
ingarkenningu mótmælendatrúar-
innar. Hún gekk upphaflega út á
að aðeins viss fjöldi einstaklinga
væri í náðinni hjá Guði. Upphaf-
lega var það Guð einn sem vissi
hver var hólpinn en brátt fóru
menn að sjá teikn um hverjir hinir
útvöldu væru. Þau gátu til dæmis
birst í góðverkum, segjum gjöf-
um til líknarmála; í framhaldinu
breyttust teiknin í pening, það
varð þarna samruni á milli, og
þetta kemur einnig fram í naut-
griparæktinni sem einmitt vex
upp úr útvalningarkenningu mót-
mælenda.
Þetta er auðvitað löngu dautt
sem lifandi trúarkenning, en eins
og Weber sýndi rann þessi hug-
myndafræði inn í kapítalismann
og hún er enn undirliggjandi í
okkur. Það er þessi undirliggjandi
hugmyndafræði um hina útvöldu
sem réttlætir það að nokkrir menn
sópi að sér auðæfunum meðan
aðrir fá ekkert; án hennar yrði
uppreisn.
Það finnst Gesti að minnsta
kosti, og pælingarnar um kýrnar
bjóða upp á tengingar við þetta,
til dæmis þegar góðærið náði
hámarki og raddir voru uppi um
að býtta íslenska kúastofninum út
fyrir risavaxnar kýr frá útlönd-
um. „Rassgat belgísku blákýrinn-
ar er sjálft græðgis- og afkasta-
aukningarhugarfarið holdi klætt,“
segir Gestur. Það er birtingar-
mynd þessara ógangna sem við
höfum ratað í.
Eitthvað af mér í hinum
Sjálfur er Bergsveinn norrænu-
fræðingur, menntaður í Noregi þar
sem hann býr og á það sammerkt
með Gesti að hafa skrifað hand-
rit að heimildarmynd um kýr árið
1998.
„Já, það er svo sem eitthvað af
mér í honum,“ játar, Bergsveinn,
„ein tá eða svo. En ég vildi ekki
bara skrifa fræðirit um kýr heldur
líka skáldsögu um mann sem á við
geðræn vandamál að stríða. Þess
vegna reyndi ég að halda Gesti
eins langt frá sjálfum mér og ég
gat, keyra hann í botn þannig að
það væri skýrt að hann væri ekki
í jafnvægi. Gestur er maður sem
stoppar aldrei, hann greinir allt
og kryfur til helvítis og verður
hornreka fyrir vikið. Fyrirlitinn
af samfélaginu fyrir að gera það
sem samfélagið menntaði hann til
að gera; hann er eins og hrætt og
sært dýr og þess vegna fullur af
lífsangist.“
Angistin er góð
Að mati Bergsveins er angistin
hins vegar góð því hún sýnir að
okkur stendur ekki á sama.
„Angistin sýnir að lífið og
ákveðin gildi eru þess virði að
berjast fyrir. Við verðum líka að
muna það í öllum glundroðanum
sem nú gengur yfir. Kreppan hefur
til dæmis þegar bjargað tvennu: Í
fyrsta lagi íslensku kúnni. Í öðru
lagi íslenskri menningu. Öllu held-
ur á ástandið eftir að knýja okkur
til að leita aftur til upphafsins, ef
allt er með felldu, og fá okkur til
að spyrja hvort enn sé eitthvað til
sem heitir íslensk menning.
Og þótt ég sé almennt frekar
bölsýnn hef ég ágæta trú á að slík-
ar pælingar styrki bæði sjálfs-
mynd og innviði menningarinnar.
Jafnvel þótt við myndum svara því
neitandi að íslensk menning væri
til – það væri óneitanlega dálítill
íslenskur húmor í því.“
Kreppan bjargaði íslensku kúnni
Handbók um hugarfar kúa eftir Bergsvein Birgisson kom út á þjóðhátíðardaginn. Í bókinni er rýnt í samfélag mannanna
gegnum kýraugun, ef svo má að orði komast. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Bergsveinn um heilagar kýr og kosti
kreppunnar, sem hann telur að eigi eftir að knýja til að rýna í menningararfinn og gá hvort eitthvað sé eftir af honum.
BERGSVEINN BIRGISSON Stóra þversögnin er kannski sú að ástand undanfarinna ára var innleitt í nafni frelsis en í rauninni höfum við sjálfsagt aldrei verið jafn bundin.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
AUKAKRÓNUR
2 gallabuxur á ári
fyrir Aukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig
langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*