Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 26

Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 26
26 27. júní 2009 LAUGARDAGUR „Ég set mig alls ekki í neinar sérstakar stellingar þegar ég er að semja eða útsetja tónlist fyrir börn. Aðalmálið er bara að koma þessu til skila, og að það virki,“ segir Gunnar Þórðar- son, sem á stóran þátt í tveimur af barnaplötunum fimm á listanum yfir hundrað bestu plöturnar. Gunnar útsetti lögin á Eniga Meniga og spilaði undir, og samdi svo ásamt fleirum ný popplög við ljóð úr Vísnabókinni, sem var til á flestum heimilum landsins árið 1976. Gunnari til fulltingis á Einu sinni var, eða Vísnaplötunni eins og hún er gjarnan nefnd, voru þeir Björgvin Halldórsson söngvari og Tómas Tómasson bassaleikari. Í bókinni Eru ekki allir í stuði? - Rokk á Íslandi á síð- ustu öld eftir Dr. Gunna segir að mörgum hafi þótt meðferð popparanna á hinum sígildu vísum jaðra við helgispjöll. Nokkrir barnaskólakennarar hafi krafist þess að Ríkisútvarpið bannaði spilun á plötunni því hún ruglaði börnin í ríminu, en útvarpið hafi ekki viljað það af þeirri ástæðu að bannfæring yrði of góð auglýsing fyrir plötuna. Gunnar dregur heldur úr slíkum lýsingum. „Ég varð var við einhverja gagnrýni, en ekki mikla. Það var helst af einhverjum fyndist að ég hefði frekar átt að semja ný lög við nýja texta, en það var ekkert alvarlegt.“ Platan sló eftirminnilega í gegn hjá almenningi. Alls seldust 20.000 eintök fyrir jólin 1976, sem voru rosalegar tölur í þá daga, og lengi vel var platan talin sú söluhæsta í Íslandssögunni. „En það er ekki svo mikið að marka sölutölur hér á Íslandi,“ segir Gunnar og hlær. „Þær eru svolítið eins og í Búlgaríu, lítið að marka þær. En þetta er ágætis plata og það var gaman að vinna að henni.“ Ári síðar, 1977, gaf þríeykið út aðra vísnaplötu, Út um græna grundu, sem vakti hvarvetna viðlíka ánægju og hin fyrri. „Báðar plöturnar voru ágæt- ar og það var sérstaklega gaman að gera þær,“ segir Gunnar Þórðarson. B urtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á niðurstöðum nýlegrar kosningar um hundrað bestu plötur Íslands sög- unnar hlýtur tiltölulega mikill fjöldi barnaplatna á list- anum að vekja athygli. Líkleg skýring er að téðar plötur hafi á einhvern hátt smogið inn í þjóðarsálina, sem gerir það að verkum að hlustun á þær einskorðast fráleitt við yngstu kynslóðina heldur hafa plöturnar mun víðari skírskotun. Það sem öðru fremur einkennir þessar fimm fínu barnaplötur er að augljóslega var vandað til verks við gerð þeirra. Þær státa af, í mis- miklu magni, frumleika, fagmannlegum flutningi og glúrinni texta- gerð og yfir þeim er illskýranlegur, gleðilegur andi. Mest er þó um vert að í öllum tilfellum hefur verið lagt af stað með virðingu fyrir viðfangsefninu að leiðarljósi. Listi yfir bestu plötur Íslandssögunnar er vel sæmdur að innhalda slík gæðaverk. Krakkar mínir, krakkar mínir … Fimm barnaplötur komust á listann yfir hundrað bestu plötur Íslandssögunnar eftir kosningu sem Rás 2, Félag hljómplötu - framleiðenda og tónlist.is stóðu fyrir nýverið. Kjartan Guðmundsson ræddi við höfunda og flytjendur þessara vinsælu verka. EINU SINNI VAR - VÍSUR ÚR VÍSNABÓKINNI - GUNNAR ÞÓRÐAR- SON OG BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Kom út árið 1976. Meðal vinsælla laga: Komdu kisa mín/ Þambara vamb- ara, Ég á lítinn skrýtinn skugga, Stóð ég úti í tunglsljósi. „Þetta er eina platan sem ég á á þessum topp hundrað-lista, og það kemur mér dálítið á óvart. Ég vil meina að ég hafi gert að minnsta kosti þrjár betri plötur en Abbababb! En það þýðir ekkert að væla yfir því,“ segir Dr. Gunni um barnaplötuna sem hann gaf út árið 1997. Að sögn doktorsins fékk hann hugmyndina að plötunni þegar hljómsveitin hans Unun freistaði þess að gera garðinn frægan í útlöndum um miðjan tíunda áratuginn. „Ég nennti ekki að bíða endalaust eftir því að þessir meikdraumar rættust, svo ég dreif bara í þessu. Þegar ég bjó í Frakklandi um áratug áður hafði ég verið að fikta við að semja og spila barnalög sem ég sendi frænd- systkinum á Íslandi á spólu. Abba- babb! var hugsuð sem útvíkkun á því, en á endanum notaði ég lítið sem ekkert af þeim lögum.“ Mesta athygli á Abbababb! vakti án efa lagið um Prumpu- fólkið. Lagið varð geysivinsælt, en fékk þó ekki jafn góð viðbrögð alls staðar að sögn Dr. Gunna. „Ég fór í gang með mjög metnaðarfulla mark- aðssetningu þegar ég var að gera plötuna. Ég sendi spólur með lögum á alla leikskóla landsins, sem voru þá um tvö hundruð talsins, og stílaði bréfin á börnin á viðkomandi leikskólunum. Ég fékk ekki eitt einasta svar,“ segir Gunni og skellir upp úr. „Eftir að Prumpufólkið varð svona vinsælt heyrði maður af því að einhverjar leikskólastýrur hefðu bannað spilun lagsins á sínum leik- skólum. Þetta þótti of viðkvæmt mál og stýrurnar vildu ekki æsa krakkana upp.“ Að mati Dr. Gunna er Eniga Meniga besta barnaplata allra tíma. „En allar barnaplöturnar sem komust inn á listann eru góðar. Flippplatan með Hrekkjusvínum er frábær og líka Einu sinni var. Þegar þessar tvær plötur voru endurútgefnar skrif- aði ég gagnrýni um þær og gaf Hrekkjusvínunum miklu fleiri stjörnur, en nú hef ég gjörsamlega endurskoðað hug minn og myndi gefa þeim báðum fimm stjörnur af fimm mögulegum.“ Gunni segist lítið velta uppeldis- gildi barnaplatna fyrir sér. „En þessar plötur á listanum hafa kannski óvenjulegt uppeldisgildi að því leyti að þær eru ekki að segja krökkunum að bursta tennurnar og líta fjórum sinnum til beggja hliða áður en þau fara út á gangbraut. Þær sýna miklu frekar viðleitni til þess að búa til almennilega þjóðfélagsþegna, sjálfstæða og framsækna, í staðinn fyrir einhverja tannburstandi hjörð. Það felst merkilegri boðskapur í því en einhverjum stanslausum umvönd- unartóni,“ segir Dr. Gunni. Leikskólastýrur bönnuðu prumpið Sérstaklega gaman að gera plötuna „Hver kynslóðin af annarri virðist kunna vel að meta Eniga Meniga. Þegar börnin mín voru í menntó var platan spiluð í partíum hjá vinum þeirra og nú, rúmum þrjátíu árum eftir útkomu hennar, verð ég enn mjög vör við vinsældir hennar. Platan er greinilega orðin klassík,“ segir Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur, sem söng og lék á píanó á plötunni Eniga Meniga árið 1976. Annar rithöfundur, Ólafur Haukur Símonarson, samdi öll lögin á plöt- unni og einnig alla texta nema einn. Gunnar Þórðarson sá um útsetningar. „Óli átti talsvert af lögum í fórum sínum sem hann vildi koma á plötu og bað mig um að vera með, þar sem við þekktumst vel og ég hafði verið að raula þetta með honum í heima- húsum,“ segir Olga Guðrún um tilurð Eniga Meniga. „Ég hafði enga reynslu á þessu sviði og vissi ekkert út í hvað ég var að fara þegar ég hélt á fund Gunnars til London, þar sem platan var tekin upp, en allt gekk mjög vel og platan varð strax ofboðslega vin- sæl. Ég var fengin til að syngja lögin á sveitaböllum og fleira í þeim dúr, þannig að þau höfðuðu greinilega til allra aldurshópa þótt þau væru aðal- lega ætluð börnum. Það kom okkur dálítið skemmtilega á óvart.“ Blaðamaður er á því að Eniga Meniga innihaldi marga pólitíska texta og þjóðfélagsádeilu. Olga Guðrún vill ekki taka alveg svo djúpt í árinni. „Það er kannski ekki svo mikið um grjótharða pólitík í textunum, en platan einkennist hins vegar af mjög frjálslegum húmor með mislúmskum broddi, hún sneri út úr borgaralegri hugsun og ögraði viðteknum gildum, sem var algjört nýmæli í barnatónlist á þessum tíma. Í því liggur að mínum dómi hið raunverulega pólitíska gildi hennar.“ Hún segist hafa heyrt gagnrýn- israddir vegna plötunnar fyrst eftir útkomu hennar. „Ýmsum fannst textarnir ekki nógu hátíðlegir fyrir börn, þetta væri bara eitthvert bull og vitleysa, og einhverjir létu meint- an pólitískan áróður plötunnar fara í taugarnar á sér. Ég var líka sjálf mjög umdeild persóna á þessum tíma, hafði séð um barnaefni í útvarp- inu sem olli gríðarlegu fjaðrafoki í þjóðfélaginu af pólitískum ástæðum, þannig að margir voru á varðbergi þegar barnaplata tengd mínu nafni kom út.“ Það kom þó ekki niður á vinsæld- um plötunnar, sem seldist eins og heitar lummur. „Platan féll í kramið og það er gaman að hún skuli hafa komið fyrir eyru svona margra í gegnum tíðina,“ segir Olga Guðrún Árnadóttir. Ögruðum viðteknum gildum DR. GUNNI Á SVIÐ Abbababb!-platan ól af sér barnasöngleik sem settur var upp í Hafnafjarðarleikhúsinu árið 2007. Sýningin naut fádæma vinsælda, rétt eins og platan áratug fyrr. OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR ENIGA MENIGA - OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Kom út árið 1976, Meðal vinsælla laga: Eniga meniga, Ryksugu- lagið, Það vantar spýtur. ABBABABB! - DR. GUNNI OG VINIR HANS Kom út árið 1977. Meðal vinsælla laga: Prumpufólkið, Systa sjóræningi, Hr. Rokk og fýlustrák- urinn. GUNNAR ÞÓRÐARSON HITTARI Björgvin Halldórsson, Tómas Tómasson og Gunnar Þórðarson fagna útkomu Vísnaplötunnar árið 1976. Platan seldist í yfir 20.000 eintökum fyrir jólin þetta ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.