Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 30

Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 30
● inni&úti „Frænka mín, Hulda Guðmunds- dóttir, staðarhaldari á Fitjum í Skorradal, kom að máli við mig í haust og spurði hvort ég vildi ekki sýna verk í gamla fjósinu ef hún myndi laga það til. Mér þótti hug- myndin prýðileg og hef síðan þá málað og látið ramma inn fullt af verkum sem nú eru til sýnis í Gall- erí Fjósakletti,“ segir Gunnlaugur Stefán Gíslason listmálari glaður í bragði. Gunnlaugur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og síðan prentmynda- ljósmyndun í Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Hann hefur starfað sem myndlistar maður og einnig sem myndlistarkennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Mynd- listaskóla Reykjavíkur, Miðstöð sí- menntunar í Hafnarfirði og haldið námskeið og fyrirlestra um mynd- list í yfir þrjá áratugi. „Ég hef málað frá því um fermingu og er einna þekktastur fyrir vatnslita- verk. Myndlist hefur alltaf verið mér mikil ástríða og er gaman að geta sýnt svona á æskuslóðum því þótt ég sé fæddur í Hafnarfirði þá var ég oft í sveit á Fitjum og er ættaður þaðan,“ segir Gunn- laugur sem hefur vissar taugar til nýja gallerísins. „Fjós eru svo- lítið merkilegir staðir. Sagt er að Nýja testament Odds Gottskálks- sonar hafi verið ritað í fjósi. Síðan er gaman að segja frá því að móðir mín lærði í fjósinu á Fitjum af því að hún þurfti að fá frið frá bræðr- um sínum sem voru með læti og þá var friðurinn hjá kúnum. Ég hafði líka gott af því að umgangast frænda minn, Guðmund Tryggva Stefánsson, föður hennar Huldu, sem sagði mér ýmislegt sem ungur maður, tíu til tólf ára, þurfti að vita fyrir lífið. Við vorum oft í fjósinu að mjólka og ganga frá,“ segir hann glaðlega. Rétt við fjósið er klettur sem galleríið heitir eftir og er hann að sögn Gunnlaugs athyglisverður staður. „Þar býr huldukona. Móður minni dreymdi oft sérkennilega drauma þar sem hún spjallaði við huldukonuna og var henni víst gef- inn matur við hátíðleg tækifæri. Fyrir um 15 til 20 árum síðan átti að hylja klettinn með torfum og mold en þá lét huldukonan til sín taka og sótti að mönnum í svefni og togaði af þeim brekánið, eða sængina, og lét vita af því að þetta vildi hún ekki. Þá var drifið í því að taka þetta burt aftur og nú blas- ir fjósakletturinn við hverjum sem vill sjá,“ segir hann. Þema sýningarinnar er úr Borgar firði þótt hraunið í Hafn- arfirði slæðist með. „Ég er raun- sæismaður í myndlist og á sýn- ingunni má meðal annars finna myndir af Skessuhorni, eyðibýl- um og hrauninu í Hafnarfirði en sveitin er mér ofarlega í huga,“ segir Gunnlaugur en um sölusýn- ingu er að ræða. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 14. Hún stend- ur yfir til 6. júlí en opið er daglega frá klukkan 13 til 18. - hs Skessuhorn er listamanninum kært. Listagallerí í gömlu fjósi ● Gunnlaugur Stefán Gíslason listmálari opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Fjósa- kletti á Fitjum í Skorradal í dag. Galleríið var áður fjós og er málarinn ættaður frá svæðinu. Gunnlaugur opnar í dag sýningu á vatnslitamyndum sínum í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Borgarfirði og er þema sýningarinnar sveitin. MYND/HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Hraunið í Hafnarfirði kemur við sögu. PÖNKSLÁTTUR TÓTU Elísa- bet Sveinsdóttir, sem flestir kalla einfaldlega Tótu, er með einkasýn- ingu á myndlist sinni í Gallerí Lista- menn að Skúlagötu 32 í Reykjavík. Sýninguna kallar hún Hjartslátt en hún kveðst eins hefði getað kallað sýninguna „Pönkslátt sálar minnar“. Kveðst hún hafa fengið risastóra ástríðu fyrir lífinu í Guðs gjöf og sú ástríða hafi alltaf valdið henni óþreyju fyrir listinni. „Þetta er eins og að fá endalaust að fara út að leika í öllum veðrum, tæma sig af orku og fá vellíðan í staðinn,“ segir hún og kveðst afar hamingjusöm og lánsöm manneskja. Þess má geta að þetta er síðasta sýningarhelgi Tótu í Gallerí Listamenn. ÁST OG TESTÓSTERÓN FYR- IR AUSTAN Ást í 100 ár heitir sumarsýningin í Minjasafni Austur- lands á Egilsstöðum. Hún fjallar um ástir, rómantík og kynlíf í sveitum og þéttbýli síðastliðin hundrað ár. Safnið lét setja ástarljóð eftir Pál Ólafsson á ýmsar byggingar á Egilsstöðum með bleikum og fjólu- b láum l i tum. Rosa rómó. Auk þ e s s s t e n d - u r s ý n i n g i n Test osterone yfir í menningar- miðstöðinni Slátur- húsinu á Egilsstöðum. Það er samsýning fimm karlkyns listamanna og er blanda ljósmynda og högglistar þar sem íslenska landslagið, rekaviður, hreindýr, járnkindur og draugaleg portrett af kynþokkafullum aust- firskum ungmennum fylla hringlaga rýmið. ÍRSK STEMNING Á AKRANESI Skagamenn minnast hinnar írsku arfleifðar sinn- ar á hátíð um næstu helgi og gera sér glaðan dag um leið. Þá fer Akranes í sparibúning sem er að sjálfsögðu í írsku fánalitunum. Þetta er fjölskylduhátíð með fjöl- breyttri skemmtun og jafnan er keppt um rauðhærðasta Íslending- inn. Grillveislur eru víða um bæinn en aðal hátíðarsvæðið er á Jaðars- bökkum og á Langasandi. Í ár verður sótt til heimamanna um þátttöku og skemmtilegheit í meiri mæli en áður og áhersla lögð á hófstillta umgjörð og heimatilbúin atriði. Leiðarstef hátíðarinnar þetta árið er maður er manns gaman! MEÐ AFA Á IÐNAÐARSAFNIÐ Afadagar eru á Iðnaðarsafninu á Akureyri þessa helgi og allir krakkar eru hvattir til að koma með afa sínum í fræðslu- og skemmtiferð á safnið. Afar eru hafsjór af fróðleik og skemmtilegum sögum eins og allir vita. Flestir afar þekkja líka betur en marg- ur annar þá gripi sem er að finna á Iðnaðarsafninu; sumir afarnir hafa jafnvel unnið í verk- smiðjunum sem eru uppistaðan að safninu. Frítt verður á safnið fyrir alla afa. Ömmurnar eru að sjálfsögðu hjart- anlega velkomnar líka enda er ekki minni fróðleik að finna hjá þeim. Iðnaðarsafnið er opið alla daga frá 13-17. Um að vera … 27. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.