Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 32

Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 32
● inni&úti „Ég nota hvert tækifæri til að sitja úti í náttúrunni með kaffi á brúsa og eitthvað gott í gogginn,“ segir Sig- ríður. „Þegar ég ólst upp fór ég sjálf oft með foreldrum eða ömmu og afa í sunnudagsbíltúr með nesti.“ Hún kveðst hald þessum sið þegar hún fari með sína krakka þó að nú séu vegasjoppur úti um allt. „Þótt þau hafi verið svolítið heit fyrir sjopp- unum á unglingsaldrinum sé ég nú þegar þau eru sjálf komin með börn að lautarferðir með nesti er málið. Þetta er góður siður og mikilvægt að kenna krökkum að útbúa sjálf nesti en ekki alltaf kaupa allt tilbúið. Það jafnast ekkert á við það að sitja með heimasmurt nesti í grænni lautu í guðsgrænni náttúrunni.“ - gun Bananabrauð á svipstundu 3 þroskaðir bananar (280-300 g) 180 g sykur 180 g hveiti 1½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt ¼-½ tsk. múskat (má sleppa) 2 egg 3 msk. olía ½ dl mjólk 100 g súkkulaði saxað 50 g valhnetur saxaðar Hitið ofninn í 175°C. Setjið maukaða ban- ana í skál með sykri og hrærið saman með sleif. Bætið öllu öðru sem fer í brauðið út í og hrærið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á formi ca 10x20 cm á kant. Hellið deiginu í og bakið í 55-60 mínútur meðan „Það góða við þennan nestisbita er að hann heldur sér svo vel. Þannig er hann jafngóður daginn eftir að hann er smurður. Ég tek þær gjarn- an með mér í göngu, gekk til dæmis á Búrfell og tortillurnar gáfu góða orku og ég var södd í marga klukku- tíma. Þær eru heldur ekki þungar í maga, þannig að þær henta vel ef maður ætlar að hreyfa sig eitthvað Þetta eru allt mjög hollar upp- skriftir og frekar auðveldar í fram- kvæmd. Nú er svo mikið af rabar- bara og kjörið að nýta hann í eitt- hvað annað en sultur. Hann er til dæmis mjög góður með fiski sem margir veiða um þessar mundir,“ segir Sveinn Kjartansson, mat- reiðslumeistari og eigandi Fylgi- fiska, en hann útbjó fyrir okkur gómsæta nestiskörfu fyrir lautar- ferð. „Ég skemmti mér líka við að skreyta körfuna með sóleyjum og blágresi og notaði rabarbarablöð undir brauðið með salatinu,“ segir Sveinn brosandi en hann hefur í mörg ár útbúið salötin og haft þau á boðstólum í verslun sinni Fylgi- fiskum. „Ef fólk hefur ekki tíma til að búa þau til þá er ekkert mál að kippa þeim með tilbúnum frá Fylgifiskum,“ segir hann. Í nestiskörfunni er að finna tvenns konar fiskisalöt með brauði, rifsberjaskyr, heimalagað sóda- vatn með myntu og heitt súkku- laði á brúsa. „Hugmyndin að baki þessu var sú að útbúa eitthvað létt og gott í maga sem væri ekki of mikil fyrirhöfn en kæmi samt sem áður skemmtilega á óvart. Súkkulaðið er síðan ágætis des- ert og stundum er gott að skipta út kaffinu og fá yl í kroppinn,“ útskýrir Sveinn og þótti honum karfan handhæg og henta vel til ferðalaga. „Ég fékk hana, teppið og önnur ílát lánuð frá nágrönn- um mínum í Heimili & hugmynd- um en þegar maturinn lítur vel út þá eykur það ánægjuna af að mat- ast þar sem skilningarvitin vinna öll saman.“ - hs Körfuna, teppið og önnur ílát fékk Sveinn að láni hjá versluninni Heimili & hugmynd- ir á Suðurlandsbraut 8. Hann notar rabarbarablöð undir matinn og setur það nátt- úrulegan og gómsætan svip á veitingarnar. Í körfu Sveins má finna fiskisalöt með brauði, rifsberjaskyr, heimalagað sódavatn með myntu og heitt súkkulaði á brúsa. Ljúffeng lautarferð ● Þegar góðviðrisdaga ber upp er kjörið að bregða sér í lautarferð og er þá gaman að nostra svolítið við veitingarnar. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari útbjó fyrir okkur einfalda en þó gómsæta nestiskörfu. Smurðar ● Valentína Björnsdóttir er þekk hollustu en fyrirtæki hennar, Mó orðstír. Valentína útbýr sér gjarn Laxa-rabarbarasalat 200 g lax 80 g rabarbari 1 hvítlauksrif 1 tsk. fínt saxaður engifer 1 msk. sesamolía Salt og pipar 20 g kapers 20 g kóríander 2 vorlaukar Skerið lax og rabarbara í litla bita og setjið í eldfast form. Rífið hvítlauk og engifer og hrærið út í sesamolíu. Hellið olíu yfir lax. Saltið og piprið. Bakið við 220 gráður í um 5 mínútur. Kælið og blandið kapers saman við ásamt grófs- öxuðum kóríander og sneiddum vor- lauk. Borðið með grófu brauði. Saltfisksalat 100 g saltfiskur 1 hvítlauksrif Ólífuolía 1 msk. brauðraspur 2 sneiðar paprika 40 g pálmahjörtu (fást í Fylgifiskum) 10 g bergmynta Nýmalaður pipar Skerið saltfisk í sneiðar. Rífið hvítlauk í olíu og hellið yfir. Veltið fiski upp úr brauðraspi og bakið í um 10 mínútur við 200 gráður. Skerið papriku og pálmahjörtu gróft og blandið við fisk. Sneiðið bergmyntuna yfir, piprið og berið fram á rúgbrauði. Rifsberjaskyr 300 g skyr 3 msk. hunang 150 g rifsber Um 80 g rifsber til skreytinga Blandið saman í matvinnsluvél. Setj- ið í skálar eða ílát sem bera á fram í og skreytið með rifsberjum. Rifsberjaskyr, toppað með rifsberjum, er ferskur og góður eftirréttur sem fer vel í maga en sniðugt er að deila skyrinu niður í falleg og hentug ílát. Rörin skemmtilegu og karfan sem réttirnir eru í fást í Heimili & hugmyndum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Með eitth ● Sigríður Björk Bragadóttir, mat um nesti. Hún smurði girnilegar Tortillurnar eru hér vafðar inn í smjörpappír og bundnar saman með blaðlauk. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N 27. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.