Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 50
● inni&úti 1. Forstofa bústaðanna vill oft gleymast en hægt er að setja mjög fallegan svip á hana á ein- faldan hátt. Finnið gamalt af- gangstimbur sem þið eða ein- hver fjölskyldumeðlimur á. Smíð- ið ykkur einfalt fatahengi og hér gildir það að því „heimagerðari“ hlutföll og frjálslegri, því fallegri verður hluturinn. Einnig er hægt að nota við sem er til frá því að síðast þurfti að fella tré og nota í hengið eða lítinn sætan koll eins og hér. 2. Einfalt tjald er hægt að hengja upp og stúka forstofuna af til að skilja á milli ef bústaðurinn er lítill. Gardínulengja dugar vel, til að mynda úr IKEA. 3. Mismunandi leirtau í einum bunka getur verið mjög fallegt. Ef þig vantar sumarbústaða- stell skaltu ekki kaupa það held- ur biðja alla vini og ættingja að gefa þér einn disk og safna saman í stell. Flestir eiga disk afgangs úr gömlu safni sem aldrei er not- aður eða einhvern sem tínst hefur með. 4. Stillið leirtauinu upp í opnu rými en felið ekki inni í skápum. Bústaðurinn er ekki til þess að vera mínimalískur í. Aldrei. 5. Heimatilbúð veggblóma- ker! Hér gildir hugmyndaflug- ið. Finnið gamalt leikfang, svo sem skip eða annað sem ykkur finnst kannski ekkert sérstaklega fallegt. Málið í fallegum litum, fyllið af sumarblómum og heng- ið á vegg! 6. Málið sumarbústaða- panelinn. Það er séríslenskur villudómur að ekki megi mála sumar bústaðapanel. Hér er hann málaður hvítur og hvatningarorð sumarsins eru: Málið gula panel- inn í litum. 7. Stór krukka, sem þið eigið utan af einhverju (getur þess vegna verið krukkan sem þið geymið pastað í eða annað slíkt), er falleg undir gamaldags límon- aði. Drykkurinn dugar fram eftir degi (6 sítrónur, 3 og 1/2 bollar vatn, 3/4 bollar sykur. Leysið syk- urinn upp í vatninu, pressið sítr- ónurnar út í, hrærið vel saman). 8. Litsterk blóm úr villtri nátt- úru eða garðinum ykkar eru ekki síður fögur þurrkuð. Blómin koma vel út þar sem vantar líf – til dæmis yfir dyrunum að kompu bústaðarins. Lykillinn er að hafa blómin ekki litlaus. 9. Vantar þig gluggatjöld í bú- staðinn? Finndu gamla snotra hvíta dúka eða sængurföt og fald- aðu aðeins. Hengdu svo fyrir sumarbústaðagluggana. Hér eru til dæmis tveir mismunandi mynstraðir dúkar hengdir upp. 10. Alls kyns krukkur sem þú átt utan af súrum gúrkum, rauð- káli og slíku skaltu geyma. Þvoðu og settu svo hvít kubbakerti í og kveiktu á ágústkvöldum í bú- staðnum. Ótrúlega fagurt og róm- antískt. - jma ódýr ráð fyrir krúttlegri sumarbústað ● Það þarf ekki að kosta formúu að flikka upp á bústaðinn og gera hann huggulegan í sumar. Það er líka fátt skemmtilegra en að dunda sér við einhver smáverkefni í sumarsæl- unni í Biskups tungum eða á Flúðum. Ykkur fer fljótt að leiðast að liggja í leti allan tímann. 1 2 5 6 10 10 7 8 9 3 4 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu 27. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.