Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 55
LAUGARDAGUR 27. júní 2009 27
„Lög unga fólksins er ein af
þeim plötum sem hafa öðl-
ast svokallaðan „költ-status“
meðal menntaskólanema
og fleiri. Það er mjög góður
árangur fyrir plötu að ná,“
segir Valgeir Guðjónsson,
sem samdi og flutti öll
lögin á plötunni Lög unga
fólksins með Hrekkjusvín-
unum ásamt Leifi Haukssyni
útvarpsmanni og fleiri valin-
kunnum andans mönnum
og konum árið 1977. Meðal þeirra sem koma
fram á plötunni eru Eggert Þorleifsson, Diddú,
Egill Ólafsson og Magnús Einarsson, en Pétur
Gunnarsson skáld samdi alla textana.
Tilurð Hrekkjusvínanna var sú að hópur sem
kallaði sig Gagn og gaman ákvað að gefa út
plötur sem væru ekki venjulegar poppplötur.
„Þetta var mikið hugsjónastarf og til að mynda
lagði ein góð kona námslánin sín í púkkið til að
platan gæti komið út. Hún fékk svo lánið endur-
greitt fjörutíu árum síðar,“ segir Valgeir.
Hrekkjusvínin samanstóðu að miklu leyti af
meðlimum úr Spilverki þjóðanna og Þokkabót,
tveimur hljómsveitum sem voru heldur „á vinstri
kantinum“, eins og Valgeir orðar það. „Í gegnum
tíðina hef ég lýst Lögum unga fólksins sem
barnaplötu fyrir foreldra barna sem eiga foreldra
sem eru kommúnistar. Það voru hreinar línur
í pólitík á þessum tíma og menn voru annað-
hvort eða. En fyrst og fremst byggðust textarnir
upp á góðum húmor og græskulausu gamni.
Mér finnst margt af því sem fram kemur á plöt-
unni hafa öðlast nýtt líf í seinni tíð. Línan „hvert
mannsbarn skuldar heila milljón“ á til dæmis
afar vel við í dag.“
Valgeir segir nokkuð flókið að gera góðar
barnaplötur. „Sumir hafa bara gert einhverjar
rokkplötur og skrúfað, að þeir héldu, aldurs-
kvarðann niður á textunum. En það má aldrei
tala niður til barna, því þau sjá í
gegnum allt. Þau vita hvað þeim
þykir skemmtilegt, og ef þeim þykir
það ekki skemmtilegt þá nenna þau
því ekki. Þess vegna þarf að setja
sig dálítið í þeirra spor, og það er
mjög skemmtilegt viðfangsefni.“
Að sögn Valgeirs hefði hann
ekkert á móti því að gera aðra
barnaplötu. „En við skulum orða
það þannig að það sé ekki í
Outlookinu mínu. Þess vegna
lýsi ég eftir góðu barnaefni til
sjávar og sveita,“ segir Valgeir
Guðjónsson.
GILLIGILL - BRAGI VALDIMAR OG
MEMFISMAFÍAN Kom út árið 2008.
Meðal vinsælla laga: Gilligill, Pabbi
minn er ríkari en pabbi þinn, Skrýmslin
í skápnum.
LÖG UNGA FÓLKSINS -
HREKKJUSVÍN
Kom út árið 1977. Meðal
vinsælla laga: Afasöngur, Grýla,
Gestir út um allt.
Gilli gill, barna-
plata Braga Valdi-
mars Skúlasonar,
kom út fyrir
síðustu jól og var
því rétt um hálfs
árs gömul þegar
hún var valin ein
af hundrað bestu
plötum Íslands-
sögunnar. „Það
kemur mér dálítið
á óvart að platan
hafi náð að sanna sig svona snemma,
en þetta er auðvitað tímamótaverk.
Ég vissi það allan tímann,“ segir Bragi,
sem semur öll lög og texta á plöt-
unni. Memfismafían sér um undirleik
og meðal söngvara eru Egill Ólafsson,
Björgvin Halldórsson, Magga Stína og
Sigtryggur Baldursson.
Bragi segir engan tónlistarmann
með tónlistarmönnum nema hafa
gert að minnsta kosti eina barna-
plötu. „Guðmundur Kristinn Jóns-
son upptökumaður setti mér þetta
verkefni fyrir þegar við áttum dauðan
tíma. Ég hlustaði sjálfur á plötur eins
og Eniga Meniga og Lög unga fólksins
með Hrekkjusvínunum þegar ég var
barn og langaði að gera svona gæða-
plötu. Það var eiginlega útgangs-
punkturinn að gera fullorðinsplötu
fyrir börn. Við leyfðum einhverjum
börnum að heyra nokkur lög áður en
platan kom út, en annars var ekkert
tillit tekið til þess hvað börnum þykir
skemmtilegt,“ segir Bragi og hlær.
Lagið „Pabbi minn er ríkari en
pabbi þinn“ vakti töluverða athygli
þegar platan kom út rétt eftir
bankahrunið, enda raunsærri lýsing
á vitfirringu góðærisins vandfundin.
„Á þessum tíma dundu á manni
útrásarsögur og fréttatilkynningar
greiningardeildanna og lagið var
samið í rökréttu framhaldi af því öllu
saman. Vænst þykir mér um síðasta
lagið á plötunni, Vögguvísu, en ann-
ars eru þetta allt góð lög,“ segir Bragi
Valdimar Skúlason.
Vissi alltaf að platan
væri tímamótaverk
Margt á plötunni hefur öðlast nýtt líf
Esjudagurinn
er í dag!
Pokasjóður styrkir uppbyggingu göngustígs á Esjuna
Nánari upplýsingar um Esjudaginn er að finna á fi.is og heidmork.is
P &
Ó
/ po.is
VALGEIR
GUÐJÓNSSON
BRAGI VALDIMAR
SKÚLASON