Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 62
34 27. júní 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Ath kl. 15.00
Kvartett danska kontrabassaleik-
arans Andreas Dreier kemur fram
á þriðju tónleikum Jómfrúarinn-
ar við Lækjargötu í dag. Fyrsta
geislaplata kvartettsins nefnist
„Stew“ og inniheldur að mestu lög
Dreiers en líka lög eftir gítarleik-
arann, Andrés Þór Gunnlaugsson.
Á Jómfrúnni spila þeir ásamt Sig-
urði Flosasyni á saxófón og Þor-
valdi Þór Þorvaldssyni á trommur.
> Ekki missa af
Brákarhátíð í Borganesi í dag.
Bernt Ogrodnik hefur með
krökkum gert risastóra brúðu
af Brák og er margt við að vera
á staðnum. Ganga verður kl.
13.30 og í framhaldi hennar
fjölskylduskemmtun í Skalla-
grímsgarði. Þá lýkur í kvöld
sýningu á vatnslitamyndum
eftir þrettán kunna myndlistar-
menn í Brákarey sem eru
málaðar síðustu daga víða um
héraðið.
Í eftirmiðdaginn verða tónleikar í Áskirkju og
hefjast kl. 16. Gítarleikarinn Kristinn Árnason
heldur tónleikana og leikur þar verk eftir Narva-
ez, Sans, Kapsberger, Bach, Aguado, de Falla og
Albeniz auk þess að frumflytja eigið tónverk.
Kristinn lauk burtfararprófi í klassískum gítarleik
frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið
1983. Kennarar hans voru Gunnar H. Jónsson
og Joseph Fung.
Hann stundaði framhaldsnám hjá Gordon
Crosskey í Englandi og í New York við Manhatt-
an School of Music þaðan sem hann lauk prófi
árið 1987. Þaðan lá leiðin til Spánar þar sem
hann var tvo vetur við nám hjá José Tomás.
Hann hefur leikið á námskeiðum meðal
annars fyrir Andrés Segovia, Manuel Barrueco
og Hans Werner Henze. Kristinn hefur komið
víða fram sem einleikari hérlendis sem erlendis
og leikið kammertónlist af mörgu tagi. Hann
hefur leikið inn á fjölda hljómdiska og komið
fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur hlotið
ýmsar viðurkenningar, meðal annars starfslaun
listamanna, verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns
Eldjárns árið 2007, Íslensku tónlistarverðlaunin
árið 1997 fyrir klassískan hljómdisk ársins og
tilnefningu til Menningarverðlauna DV.
Strengir slegnir í Áskirkju
TÓNLIST Kristinn Árnason gítarleikari.
Alþjóðlegt orgelsumar í
Hallgrímskirkju hefst á
morgun og er það nú haldið
í sautjánda sinn. Á orgel-
sumri er því fagnað hversu
mikið og merkilegt orgel
er í kirkjunni á Skóla-
vörðuhæð og þangað koma
orgelleikarar á heimsmæli-
kvarða. Hátíðinni tengist
svo margvíslegt annað starf
en tónlistarlíf og hefur
listastarf verið mikilvægur
þáttur í kirkjustarfinu í
Hallgrímssókn.
Tónleikaröðin er haldin undir
merkjum Listvinafélags Hall-
grímskirkju og hefur verið árleg-
ur viðburður frá því að Klais-orgel
kirkjunnar var vígt 1992.
Alþjóðlegt orgelsumar og Klais-
orgel Hallgrímskirkju hafa ávallt
laðað að sér framúrskarandi lista-
menn og svo er einnig í sumar. Org-
anista, sem koma víða að og flytja
okkur fjölbreytta orgeltónlist,
bæði frá heimalandi sínu og einn-
ig þekktar orgelperlur. Meðal flytj-
enda í ár má nefna Andreas Siel-
ing, dómorganista í Berlín, Roger
Sayer, dómorganista í Rochester í
Englandi, og Susan Landale, sem er
meðal virtustu konsertorganista í
heiminum í dag. Að þessu sinni
er tónskáldið Felix Mendelssohn-
Barth oldy í öndvegi. Mendelssohn
fæddist í Hamborg í Þýskalandi
1809 og er þess minnst víða um
heim að 200 ár eru liðin frá fæð-
ingu hans. Í Hallgrímskirkju verða
öll helstu verk hans fyrir orgel flutt
á Alþjóðlega orgelsumrinu 2009.
Orgelhátíðin hefst á morgun með
með opnunartónleikum Björns
Steinars Sólbergssonar organista
í Hallgrímskirkju kl. 17. Tónleik-
arnir verða svo haldnir á hverj-
um sunnudegi kl. 17 til og með 16.
ágúst.
Á fimmtudögum kl. 12.15 í sumar
verða tónleikar í Dómkirkjunni í
Reykjavík þar sem íslenskir org-
elleikarar koma fram ýmist einir
eða með gestum. Tónleikarnir eru á
vegum Félags íslenskra organleik-
ara í samvinnu við Listvinafélag
Hallgrímskirkju. Fyrstu tónleik-
arnir eru haldnir 2. júlí og síðan
verða tónleikar á hverjum fimmtu-
degi til 6. ágúst.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur einnig fyrir hádegis-
tónleikum í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 12 í júlí og ágúst í sumar.
Þar kemur fram hinn margrómaði
kammerkór Schola cantorum, sem
mun flytja íslenska og erlenda kór-
tónlist. pbb@frettabladid.is
Hátíð í Hallgrímskirkju
TÓNLIST Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, hefur orgelsumarið í
kirkjunni á morgun kl. 17. MYND/LISTAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU
Enn halda áfram opinber mót-
mæli vegna afstöðu fulltrúa
Bandalags íslenskra listamanna
í Menningarmálanefnd Reykja-
víkur sem fettu fingur út í þá
ákvörðun nefndarinnar að velja
Steinunni Sigurðardóttur sem
Borgarlistamann 2009. Nú hefur
borist yfirlýsing frá stjórn Tón-
skáldafélags Íslands varðandi
útnefninguna.
„Að gefnu tilefni vill stjórn
Tónskáldafélags Íslands koma
eftirfarandi á framfæri varðandi
útnefningu Steinunnar Sigurðar-
dóttur fatahönnuðar sem borgar-
listamanns Reykjavíkurborgar
árið 2009.
Stjórn BÍL hefur aldrei fjallað
um útnefningu borgarlistamanns
2009. Sú yfirlýsing sem áheyrnar-
fulltrúar BÍL í Menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkurborg-
ar – þau Ágúst Guðmundsson,
forseti BÍL, og Áslaug Thorlaci-
us, formaður SÍM, hafa sett fram
varðandi útnefningu Steinunnar
Sigurðardóttur fatahönnuðar í
nafni BÍL – nýtur því ekki stuðn-
ings Tónskáldafélags Íslands.
Þá harmar stjórn Tónskálda-
félagsins að íslenskir listamenn
séu dregnir inn í slíkar umræður
með þessum hætti.
Að lokum óskar stjórn Tón-
skáldafélags Íslands Steinunni
Sigurðardóttur fatahönnuði til
hamingju með útnefninguna sem
borgarlistamaður Reykjavíkur-
borgar árið 2009. F.h. stjórnar,
Kjartan Ólafsson, formaður.“
- pbb
Tónskáld mótmæla
MENNING Steinunn
Sigurðardóttir, hönn-
uður og þrætuepli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
A
R
I
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
5
9
1
WWW.101TOKYO.IS
1 1 TOKYO
13.06.09–13.07.09
SNERTING VIÐ JAPAN
Í NORRÆNA HÚSINU REYKJAVÍK
Japönsk-íslensk
tónsmiðja:
Tónlistarmenn og tónsmiðir
frá Listaháskólanum í Tokyo
(Geidai) og Listaháskóla
Íslands frumflytja klassískt-
ofurnútímalegt verk sem er
sérstaklega samið í tilefni
af Japansdagskrá Norræna
hússins.
Sunnudagsbíó:
The Burmese Harp frá 1956 eftir Kon Ichikawa.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna 1957 sem besta
erlenda kvikmyndin.
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ KL. 16.00:
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ KL. 17.00:
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS