Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 67
LAUGARDAGUR 27. júní 2009 39
Hægt er að fá lagið Beehive með
íslensku rokksveitinni Dark Har-
vest frítt til niðurhals á heimasíðu
Microsoft, Myspace.com/wind-
ows. Fréttablaðið greindi frá því
í gær að lagið Sunny Day með Þór
Breiðdal Kristinssyni væri eitt
þeirra þúsund laga sem væru í
boði á síðunni. Nú hefur komið í
ljós að Dark Harvest varð einnig
þess heiðurs aðnjótandi. „Þetta
var mjög skemmtilegt,“ segir
bassaleikarinn Magnús Halldór
Pálsson. „Þetta hitti mjög vel á
því við vorum að vinna í að taka
upp plötu í vor og áttum akkúrat
instrumental-lag sem var tilval-
ið í þetta,“ segir hann. Platan, sú
önnur í fullri lengd frá sveitinni,
er svo væntanleg á næsta ári.
Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi
verslunarinnar Fígúru á Skóla-
vörðustíg, hefur hannað boli
til heiðurs tónlistarmanninum
Michael Jackson, sem lést af völd-
um hjartaáfalls í fyrradag. Mynd-
in sem prýðir bolina er af Michael
sem barni og er til í tveimur litum.
„Ég er kannski ekki gallharð-
ur aðdáandi en ég kunni að meta
hann sem tónlistarmann og mér
fannst hann frábær popplistamað-
ur,“ segir Guðjón Rúnar sem segist
jafnframt ætla að heiðra tónlistar-
manninn með því að leika tónlist
eftir hann í versluninni. Bolirn-
ir kosta 2.700 krónur stykkið og
mun helmingur ágóðans renna til
styrktar langveikum börnum. - sm
Til heiðurs Jackson
GUÐJÓN RÚNAR Segir bolina vera til
heiðurs listamanninum Michael Jackson.
Studd af Microsoft
DARK HARVEST Rokk-
ararnir í Dark Harvest
fengu stuðning frá
Microsoft rétt eins og
Þór Breiðdal.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Það er
Meira Frelsi
0 kr. innan kerfis um helgar í sumar
Fylltu á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi og hringdu
svo eða sendu SMS innan kerfis um helgar
í mánuð á eftir án þess að borga krónu.
Þú talar auðvitað áfram við vini þína
innan eða utan kerfis – við fjölgum bara
vinunum um helgar.**
NETIÐ Í SÍMAN
UM
FYLGIR FRELS
INU!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is