Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 69
LAUGARDAGUR 27. júní 2009
Samúel J. Samúelsson Jagúar-
maður var búinn að kaupa sér
miða á Jackson-tónleika hinn 10.
september og þarf nú að finna
einhverja leið til að fá hann end-
urgreiddan. Hann var sem betur
fer ekki búinn að fjárfesta í flug-
miða eða panta hótel. „Það var
kannski lán í óláni. Annars var ég
búinn að vera að koma
mér í rétta fílinginn,
hlusta á plöturnar
og svona, og því
eru þessar fréttir
kannski aðeins meira
sjokk en þær hefðu
verið á venjuleg-
um degi,“ segir
Samúel.
VAR Í JACKSON-
FÍLING
„Fallinn er
frá einn mesti
afreksmaður
poppsögunn-
ar,“ segir Gylfi
Blöndal tón-
listarmaður.
„Hans verður
vafalítið minnst
um ókomin ár
fyrir slagara sína og stórsigra
á vinsældalistunum, en fráfall
hans gefur líka tilefni til að skoða
aðra hlið á málinu; hvernig fjöl-
miðlar og almenningur eyðilögðu
líf þessa manns, og á endanum
bera ábyrgð á dauða hans. Hvern-
ig við öll vorum þáttakendur í að
gera hann grunsamlegan, hífðum
hann upp og loks slógum hann
niður. Dauði hans hryggir mig
meir þegar ég hugsa til þess að
nú þarf heimurinn að finna sér
annan píslarvott, sem við getum
leikið sama leikinn á. Sannleik-
urinn er sá að það þekkti enginn
Jackson og saga hans verður
aldrei sögð að fullu, alveg sama
hversu margar bækur verða
skrifaðar.“
LÍF JACKSONS VAR
EYÐILAGT
„Það var ákaf-
lega leitt að
heyra af andláti
Jackson en þó
ekki nærri því
jafn sorglegt og
að horfa upp á
lífið sem hann
lifði,“ segir
Helga Þórey
Jónsdóttir blaða-
maður. „Það hefur verið hræði-
legt að sjá hann sviptan æskunni
og neyddan til að lifa í fuglabúri
okkur hinum til skemmtunar. Ég
vona að karlgreyið hafi loksins
fengið þá hvíld sem hann þurfti.
Mín eftirlætis Michael Jackson-
plata er Off the Wall. Tónlistin á
henni fagnar lífinu af svo mik-
illi gleði og jákvæðni að Jackson
virðist næstum því hamingju-
samur. Ég er ekki viss um að allir
átti sig á því hve mikið af hljómi
nútímapopps kemur úr smiðju
Jacksons.“
SORGLEGT LÍF
Tugir þúsunda barna búa við örbirgð í stríðshrjáðum héruðum Kambódíu
og Norður-Úganda. Þau þurfa að sjá fyrir sér með vinnu við ómanneskjulegar
aðstæður og eru berskjölduð fyrir mansali og ofbeldi. Þau fá enga menntun
og fara á mis við það sem við teljum eðlilega barnæsku.
580 8025
Hringdu núna
eða skráðu þig á
barnaheill.is
Í 90 ára löngu starf i hafa Save the Children, alþjóðasamtök Barnaheilla, stuðlað að betra lífi milljóna barna um allan heim.
Save the Children Iceland
Þú getur hjálpað þessum börnum og gefið þeim möguleika á menntun og betra lífi
með því að gerast Heillavinur. 500 –1.000 kr. framlag á mánuði getur breytt miklu
í lífi barnanna. Skráðu þig á barnaheill.is eða í síma 580 8025.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
9
–
0
9
8
0
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 9
1
1
2
6
Nýdönsk á
Spot Kópavogi
Laugardagskvöld 27. júní
– með höfuðið hátt
NÝDÖNSK
Án efa einn glæsilegasti skemmtistaður landsins.
Bæjarlind 6 / sími 544 4040
Nánari upplýsingar á www.promo.is