Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 72

Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 72
44 27. júní 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson segist í viðtali við staðarblaðið The News í Portsmouth alls ekki vera að íhuga að leggja skóna á hilluna frægu í bráð en hann framlengdi sem kunnugt er samning sinn við Portsmouth á dögunum. „Mér líður frábærlega. Ég er örugglega í betra formi núna en ég hef nokkurn tímann verið áður og mér líður alls ekki eins og ég sé að verða 35 ára gamall. Mér finnst ég líka enn vera að taka framförum. Ég held að ég eigi því örugglega góð þrjú ár eftir og sé fyrir mér að ég geti alveg spilað áfram þangað til ég verð 38 ára gamall,“ segir Hermann. Hermann samþykkti samningstilboð frá Portsmouth um eitt ár, með möguleikanum á að framlengja um annað ár ef hann spilar ákveðið marga leiki á næsta keppnistímabili. „Ég hef verið heppinn að sleppa við meiðsli hingað til á ferli mínum og ef ég verð áfram heppinn á næstu leiktíð ætti ég vonandi að ná þeim leikjum sem til þarf til þess að ég framlengi samninginn um annað ár við Portsmouth. Ég gæti svo jafnvel verið þar enn lengur en það,“ segir Hermann. Hermann spilaði stóra rullu þegar Portsmouth bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð og skoraði mikilvæg mörk á lokaspretti deildarinnar. Hann hlakkar til þess að hefja nýtt tímabil en liðið mætir aftur til æfinga 9. júlí og deildin hefst svo í ágúst. „Þegar maður horfir til baka gerðum við mjög vel að bjarga okkur frá falli, því staðan var alls ekki góð á tímabili. Það er líka til marks um það hvað enska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk þegar félög eins og Newcastle og Middlesbrough, sem hafa verið í efstu deild í fjöldamörg ár, falla. Við erum áfram í úrvals- deildinni og ég get ekki beðið eftir því að þetta byrji aftur,“ segir Hermann að lokum. Miklar breytingar eru fram undan hjá Portsmouth þar sem milljarðamæringurinn Sulaiman Al-Fahim er að klára yfirtöku á félaginu og búist er við því að félagið eigi eftir að kaupa sex til sjö nýja leikmenn í sumar. HERMANN HREIÐARSSON: HEFUR SJALDAN LIÐIÐ BETUR OG PLANAR AÐ SPILA ÁFRAM NÆSTU ÁRIN Get alveg spilað áfram þangað til ég verð 38 ára Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. FÓTBOLTI Óhætt er að segja að Elísabet Gunnarsdóttir og lið hennar, Kristianstad, hafi ekki fengið óskabyrjun í upphafi tíma- bilsins í sænsku úrvalsdeildinni í vor. Liðið tapaði fyrstu tíu leikj- um sínum í deildinni og datt þar að auki úr leik í bikarkeppninni. Þetta er fyrsta tímabil Elísabet- ar með félaginu en hún gerði Val að margföldum Íslandsmeisturum áður en hún hélt utan. Kristianstad hefur þó náð að snúa genginu við og unnið síðustu tvo leiki sína og þar með lyft sér upp úr fallsæti. „Það var gríðarlega góð til- finning og afar mikilvægt,“ sagði Elísabet um sigurleikina. „En ann- ars hefur þetta verið í bland hrika- legt en líka góð reynsla. Ég hafði mest tapað tveimur leikjum í röð á ævinni,“ sagði hún og hló. Hún sagði að það hafi vissulega stundum verið erfitt að takast á við mótlætið. „Ég var í baráttu við sjálfa mig vikuna á milli leikja. Ég get við- urkennt nú að það flugu alls kyns hugsanir í gegnum kollinn og spurði ég mig þeirrar spurningar hvort ég ætti að stíga til hliðar og láta einhvern annan taka við. Ég hræddist það líka að mér yrði sagt upp á þessum tíma.“ En Elísabet fann þó fyrir mikl- um stuðningi og hélt því áfram. „Það var meira verið að hugsa til þess að ég myndi ekki hætta sjálf,“ sagði hún í léttum dúr. „Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi úr leikmannahópnum og það er dýr- mætt.“ Hún segir að gengið hafi ekki gefið rétta mynd af frammistöðu leikmanna á vellinum. „Það sem vann mjög á móti því að ég labb- aði út var að liðið spilaði alls ekki illa þegar við vorum að tapa öllum þessum leikjum. Það hljómar kannski fáránlega en það er engu að síður staðreyndin. Við fengum ekki færri dauðafæri en andstæð- ingurinn og ég get fullyrt að ekk- ert lið í deildinni hefur misnotað fleiri færi en við. Þegar svo er fer sjálfstraustið að minnka og er ekk- ert verra fyrir íþróttamenn en að missa trúna á sjálfum sér.“ Elísabet fékk mikið breytt lið í hendurnar í vetur en liðið missti til að mynda alla varnarlínu sína frá síðasta tímabili. „Ég hafði lít- inn pening til að styrkja hópinn og varð að púsla því saman sem ég hafði. En við höfum verið að bæta okkur mikið allt tímabilið.“ Hún segir að sjálf hafi hún lært gríðarlega mikið af Svíþjóðar- dvölinni. „Hér þekkti maður engan og þarf að standa á eigin fótum hvað allt varðar. Það er þó mjög sérstakt að það er reynsla mín úr Vestmannaeyjum sem hjálpar mér mikið hér,“ sagði hún en Elísabet þjálfaði ÍBV fyrir nokkrum árum. „Það skiptir miklu máli að passa að samskipti við leikmenn, stjórnar- menn, stuðningsmenn og alla sem að þessu koma séu í lagi þegar illa gengur.“ Elísabet bætir því við að hún sjálf hafi vissulega gert mistök í vor. „Meðal annars vegna þess að ég gerði mér ekki alveg grein fyrir styrkleikanum á deildinni. Hún er sterkari en ég í raun og veru hélt og leikirnir eru miklu jafnari. Hér eru allir leikir spennandi. Við eigum til að mynda útileik gegn meisturunum í Umeå í næstu viku og þrátt fyrir allt hef ég trú á því að við getum tekið stig úr öllum leikjum.“ eirikur@frettabladid.is Velti fyrir mér að hætta Elísabet Gunnarsdóttir og lið hennar, Kristianstad í Svíþjóð, tapaði fyrstu tíu leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni en hefur nú unnið tvo í röð. Elísabet segir að sú spurning hafi vaknað hjá sér hvort hún ætti að hætta þjálfun liðsins. ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR Hefur stýrt Kristianstad til sigurs í tveimur leikjum í röð. FÓTBOLTI Mikið hefur verið fjallað um Eið Smára Guðjohnsen í ensk- um fjölmiðlum að undanförnu enda hefur hann verið sagður á leið frá Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir þó að sér vit- anlega sé lítið hæft í þeim fregnum sem hafa borist af hans málum í erlend- um fjölmiðlum síðustu daga og vikur. „Ég get alveg lofað því að það er ekkert nýtt að frétta af þess- um málum,“ sagði Arnór við Fréttablaðið. „Það er í það minnsta ekkert nýtt komið inn á borð til okkar. Ég hef ekkert heyrt nema það sem ég les í fjöl- miðlum.“ Arnór segir að þeir séu rólegir yfir öllu saman þrátt fyrir mikla athygli fjölmiðla. „Svona er þetta á hverju ári og menn eru því öllu vanir. Júní er heldur ekki liðinn og félagaskipta- glugginn er opinn til 1. september. Ég á þó von á öllu.“ Þar að auki segir Arnór að Eiður Smári og hans fjölskylda séu ekki enn búin að ákveða hvort þau vilji fara frá Barcelona. „Þau eru enn að hugsa sín mál til hlítar og allir möguleikar sem koma upp verða grandskoðaðir. Hann er heldur ekki búinn að loka á neinn mögu- leika – það kemur allt til greina.“ - esá Arnór Guðjohnsen segir Eið Smára enga ákvörðun hafa tekið um framhaldið: Engin tilboð borist til okkar enn EIÐUR SMÁRI Hefur verið hjá Barcelona í þrjú ár. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Landsliðsmað- urinn Jakob Örn Sigurð- arson hjá KR stefnir á að spila erlendis á næsta tímabili. Hann hefur þegar fengið samningsboð frá liðum í Svíþjóð, Dan- mörku og Belgíu en er enn óviss um hvar hann muni spila. „Það er eitthvað í gangi en ég er enn að bíða eftir samningsboði sem ég er sáttur við. Félög frá Sví- þjóð, Danmörku og Belgíu eru búin að setja sig í sam- band við mig en ég hef ekki viljað taka samningsboð- um þeirra fram að þessu. Ég ætla ekkert að hlaupa að neinu og taka bara því fyrsta sem býðst. Það er því í raun enn allt opið og það getur líka vel verið að þessi félög eigi eftir að koma með önnur og betri samningstilboð,“ segir Jakob Örn. Hann spilaði á sínum tíma með Bayer Leverkusen í Þýska- landi og Gestiberi- ca de Vigo á Spáni og viðurkennir að hann væri til- búinn að fara aftur til Spánar. „Það er verið að skoða fyrir mig hvernig landið liggur á Spáni og ég er dálítið að bíða eftir því hvort eitthvað komi út úr því. Ég veit samt ekki hvað ég get beðið lengi með það því ég vil helst fara að klára þetta á næstu v ikum,“ segir Jakob Örn. H a n n sner i aftur í KR síð- asta vetur og varð Íslands- meistari með félaginu og ef sú staða kemur upp að hann fari ekki út verður hann áfram hjá Vesturbæjar- félaginu. „Stefnan er að fara út og það er fyrsti kostur hjá mér. Ef það gengur ekki spila ég pottþétt með KR. Það er allt í góðum málum þar og Páll [Kolbeins- son] er tekinn við þjálf- uninni og svona. Maður leit nú alltaf upp til hans þegar maður var yngri enda spilaði hann sömu stöðu og ég á vellinum,“ segir Jakob á léttum nótum. - óþ Jakob Örn ætlar að reyna fyrir sér erlendis: Neitaði þremur liðum EFTIRSÓTTUR Jakob Örn hefur fengið samningstilboð víða að. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Riley endar ferilinn í Eyjum Knattspyrnudómarinn víðkunni Mike Riley hefur ákveðið að leggja flautunni og taka við starfi sem yfirmaður dómara hjá enska knattspyrnusambandinu en tilkynnt var um ráðningu hans í dag. Riley er mikill Íslandsvinur og er nú staddur í Vestmannaeyjum þar sem hann mun dæma úrslitaleik Shell-mótsins í dag og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins verður þetta hans allra síðasti leikur sem hann dæmir á ferlinum. Riley byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni árið 1996 og á að baki marga stórleiki, þar á meðal úrslitaleik FA-bik- arsins árið 2002 og úrslitaleik deildarbikarsins árið 2004.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.