Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 78

Fréttablaðið - 27.06.2009, Page 78
50 27. júní 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. niður, 6. í röð, 8. ham- fletta, 9. tækifæri, 11. fyrir hönd, 12. toga, 14. ráðagerð, 16. verslun, 17. eyða, 18. munda, 20. ætíð, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. sía, 3. tveir eins, 4. plöntutegund, 5. lík, 7. barningur, 10. gifti, 13. sódi, 15. korn, 16. nafar, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofan, 6. áb, 8. flá, 9. lag, 11. pr, 12. draga, 14. áform, 16. bt, 17. sóa, 18. ota, 20. sí, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. ff, 4. alparós, 5. nár, 7. barátta, 10. gaf, 13. gos, 15. maís, 16. bor, 19. at. Marentza Poulsen rekur Kaffi Hljómskálann í sumar. Aldur: Ég er fædd 1950. Starf: Veitingakona. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Reykjavík. Fjölskylda: Ég á mann, tvö börn, tengdason og tvö yndisleg barna- börn. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Michael Jackson. 2 50 ára. 3 Páll Hreinsson. „Jú, þetta er rétt, þetta er í samvinnu við Guðna Th. Jóhannesson og verður byggt á bókinni hans,“ segir sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir sem er að fara að gera heimildar- þáttaröð um íslenska efnahagshrunið. Þóra neitar því ekki að þetta sé krefjandi verkefni en hún sé full tilhlökkunar að takast á við það. Ráðgert er að tökur og vinnsla hefjist í ágúst en þangað til mun sjónvarpskonan liggja yfir bók Guðna í sólinni á Ítalíu þar sem hún er nú í sumarfríi. Um er að ræða fimm þátta röð. Fjórir fyrstu þættirnir verða byggðir á bókinni en sá fimmti fjallar um hvað hefur gerst síðan bókin kom út. Þóra segir stefnt að því að frumsýna fyrsta þáttinn hinn 6. október en þá verður nákvæmlega ár liðið síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa þjóðina í eftirminnilegu ávarpi. Guðni sjálfur var ákaflega hrifinn af þess- ari hugmynd og telur bráðsnjallt að fá sjónrænan vinkil á bók- ina. „Hún er náttúrlega mikið byggð á sjónvarpsviðtölum, fréttamannafundum og ávörp- um. Það var náttúrlega dálítið dramatísk atburðarás í kring- um þetta og mikið af mynd- efni til,“ segir Guðni. Hann var að sjálfsögðu ákaflega ánægður með söluna á bók- inni en sagðist þó ekki vera stoppaður í Hagkaupum af fólki sem vildi deila með honum kenningum sínum um hrunið. „Ef maður vill verða heimsfræg- ur á Íslandi er sagn- fræði ekki rétta leiðin.“ - fgg Þóra gerir sjónvarpsþætti um Hrunið „Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngs- ins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmu- ley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur. Shmuley er staddur hér á landi í fríi með fjölskyldu sinni og hefur verið hér í tvo daga. Hann var staddur í bíl sínum þegar frétt- irnar um sviplegt fráfall Jack- sons bárust og greinir frá því á vefsíðu sinni að hann og fjölskyld- an öll hafi fengið áfall. Tár hafi fallið í aftursætunum þegar börn- in fengu að vita að Jackson væri farinn yfir móðuna miklu. Shmuley og Jackson unnu saman að góðgerðarsamtökunum Heal the Kids. Frægur er fund- urinn sem Shmuley skipulagði í Oxford 2001 með Jackson en þá fylltist svæðið af þúsundum aðdá- enda sem vildu ólmir heyra goðið tala. Ræða Jacksons þótt hjart- næm og hrífandi en hann sagði meðal annars að hvert einasta mannsbarn ætti skilið að heyra sögu fyrir svefninn. Sumir fjöl- miðlar hafa haldið því fram að Shmuley hafi snúið baki við Jack- son þegar hann var sakaður um að hafa áreitt börn á heimili sínu, Neverland, en rabbíninn hefur ávallt vísað því á bug. - fgg Syrgir poppkónginn á Íslandi SHMULEY OG JACKSON Rabbíninn og poppkóngurinn koma til Oxford 2001. Shmuley var staddur á Íslandi þegar Jackson dó. NORDIC PHOTOS/AFP „Menn eru ekki ánægðir. Og þetta er ekki bara einhver afmarkaður hópur bókaútgefenda heldur er breið samstaða meðal bókaútgef- enda um þetta,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann er þarna að vísa í endursöluherferð Pennans þar sem viðskiptavinum gefst kost- ur á að koma með kiljur frá árinu 2007 til 2009, selja hvert stykki fyrir 200 krónur og kaupa aðrar skilabækur á 400 krónur. Inneign- arnótur er síðan hægt að nota til að fjárfesta í nýjum bókum eða öðrum varningi sem Penninn selur. Bókaútgefendur telja að með þessu sé Penninn að gefa bóksölu sumarsins langt nef. Kristján segir þetta átak óskilj- anlegt í augum útgefanda. Þeir hafi ekki einu sinni verið látnir vita. „Rétt er að taka það fram að þetta átak stendur yfir í einn mánuð, júlí. Í þeim mánuði selj- ast hins vegar flestar kiljur því Íslendingar eru á faraldsfæti þá, júlí er hálfgerður kiljumánuð- ur. En nú mun enginn kaupa sér kilju heldur koma allir með þær gömlu og skipta þeim fyrir ein- hverja aðra gamla. Á meðan ryk- falla nýju kiljurnar við hliðina,“ Kristján segir jafnframt óskilj- anlegt að fyrirtæki sem sé í eigu ríkisins sé að standa í svona loft- fimleikum. „Maður spyr sig hvort ekki væri réttara að það styddi við samfélagið í stað þess að varpa einhverri sprengju inn á þennan markað sem neytendur hafa verið svo ánægðir með,“ segir Kristján og bendir á að verð á kiljum hafi lítið sem ekkert hækkað. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri Pennans, telur ótta bókaútgef- enda ástæðulausan. „Þetta hefur vakið alveg stormandi lukku, fólk hefur verið að nýta sér þetta sem góðan afslátt upp í nýjar bækur,“ segir Bryndís og bætir við að menn ættu bara að bíða og sjá. „Við vitum það alveg að fólk sæk- ist eftir nýjum bókum og þetta átak á eftir að örva þann markað til muna,“ heldur Bryndís áfram og bendir jafnframt á að þetta gæti hugsanlega orðið til þess að starfsfólkið sjái jafnvel Íslendinga í bókabúðum yfir sumartímann. „Við erum ofsalega ánægð með viðtökurnar og fólk er ekki síður þakklátt, það getur nú hreins- að út úr hillunum og rýmt fyrir nýju lestrarefni. Þetta er einhver óþarfa taugatitringur hjá bókaút- gefendum.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN B. JÓNASSON: RÍKIÐ AÐ RÚSTA JÚLÍ-BÓKSÖLUNNI Bókaútgefendur æfir yfir endursöluherferð Pennans FIMM HEIMILDARÞÆTTIR UM HRUNIÐ Þóra Arnórsdóttir gerir fjóra heimildar- myndaþætti eftir Hruni Guðna Th. Jóhannessonar. Bók stjörnusagn fræð- ingsins hefur selst eins og heitar lummur og hefur setið í efsta sæti bóksölulista Eymundsson í þrjár vikur. Eins og sjá má framar í blaðinu höfðu ansi margir sterkar skoðanir á poppgoðinu Michael Jackson sem lést, langt fyrir aldur fram, fimmtudaginn 25. júní. En svo virðist að nokkur fjöldi Íslendinga hafi haft persónuleg kynni af goðinu. Meðal þeirra má nefna stuðmannabarnið Bryndísi Jakobsdóttur sem var leyst út með gjöfum frá Neverland, meðal annars áritaða gripi frá Jackson sjálfum sem vafalítið eiga eftir að hækka í verði þegar frá líður. Og ekki má gleyma Sigurjóni Sighvatssyni kvik- myndaframleið- anda sem horfði meðal annars á Simpsons- þætti með tónlistar- mannin- um. Og íslenska áfengisvarnarauglýs- ingin Láttu ekki breyta þér í svín var valin besta almannaheilla- herferðin á auglýsingahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir. Auglýsingin hefur vakið feikilega mikla athygli og þykir nokkuð kraftmikil. Höfundurinn er þó þekktastur fyrir grín en það er sjálfur Jón Gnarr sem nú er á fullu við að leika í kvik- myndinni Bjarn- freðar- son. Greint var frá því í vikunni á þessum stað að Silju Hauksdóttur hefði verið falið að leikstýra fram- haldinu af Rétti þar sem Magnús Jónsson fór á kostum í hlutverki harðskeytts lögfræðings. Þetta ku alls kostar ekki vera rétt því sá sem mun sitja í leikstjóra- stólnum er Sævar Guðmundsson en hann leikstýrði einnig fyrri þátta- röðinni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKIÓSÁTT OG SÁTT Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgef- enda, segir Pennann og þar með ríkið vera að varpa sprengju inn á markað sem neytendur hafi verið ánægðir með. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri Pennans, telur ótta bókaútgefenda óþarfan, flestir nýti gömlu bækurnar sem afslátt upp í nýjar. Rafmagnspottar og hitaveituskeljar Í MIKLU ÚRVALI. VERÐ FRÁ 198.000,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.