Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 23

Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 23
LAUGARDAGUR 15. ágúst 2009 23 Jóhanna: „Þessi skoðun mín felur auðvitað margt í sér, þannig að ég er hér um bil búin að nefna öll þrjú atriðin með henni. Annars hugsa ég að þú sért líka nokkuð vandfýsinn á hverja þú hefur í kringum þig. Þú vilt ekki láta fólk gleypa þig. En ég veit ekki hvort þú látir endilega á því bera.“ Hugleikur: „Ég er dálítið meðvirk- ur. Ég þoli ekki leiðinlegt fólk. En ég vil samt ekki vera leiðinlegur við leiðinlegt fólk.“ Jóhanna: „Annars velti ég því fyrir mér, þegar ég gluggaði í bækurnar þínar, hvernig í ósköpunum svona ungur maður eins og þú virðist átta sig á öllu mögulegu. Þessar hug- myndir eru svo fullorðinslegar. Mér sýnist þú hugsa margt sem ég hefði haldið að þú værir of ungur til að gera.“ Hugleikur: „Já, takk fyrir það. Ég tek þessu sem hrósi.“ Í miðju alheimsins Eruð þið eitthvað að hugsa um að flýja land, eins og svo margir Íslendingar? Jóhanna: „Nei, því skyldi ég gera það? En mér finnst hins vegar alveg nauðsynlegt að ferðast og geri mikið af því.” Hugleikur: „Nei, þvert á móti. Stuttu eftir hrun var eins og maður byggi í miðju alheimsins. Maður vill auðvitað bara vera þar. Ég fór reyndar út á hápunkti búsáhalda- byltingarinnar og missti af henni. En kannski fæ ég bara að sjá hana éta börnin sín í staðinn.“ Jóhanna: „Mér fannst búsáhalda- byltingin að sumu leyti verulega merkilegt fyrirbrigði. Og mér fannst merkilegt að sjá hvernig fólk brást við þessu öllu saman, af því við höfum alltaf verið svo þæg.“ Hugleikur: „Já, ég tel mér trú um að ég hafi einhvern ákveðinn vink- il á þetta eftir að hafa séð þetta úr fjarlægð. Oft sé ég samt ekki hvernig hlutir virka á mig fyrr en eftir á. Ég gerði til dæmis bók um eineygða köttinn Kisa sem kom út í desember, rétt eftir að kreppan skall á. Framhaldið kemur út núna á næstu dögum sem tekur á því sem gerðist seinna.“ Jóhanna: „Ég fæ mér hana, mér finnst eineygði kötturinn guðdóm- legur.“ „Í nýju bókinni skrifa ég um kreppuna eins og maður sem veit ekkert um hana. Enda veit ég ekk- ert um hana því ég skil ekki frétt- ir. Ég fæ þessar upplýsingar, skil þær ekki en melti þær og úr verð- ur Kisi.“ Jóhanna: „Það er mjög gott að leysa þær þannig. Þú ert heppinn að hafa Kisa. Ég viðurkenni fús- lega að mér finnst voðalega erfitt að skilja fréttir. En fréttir eru líka svo óskaplega illa skrifaðar, allir þessir frasar og stofnanamál sem er borið í okkur. Stundum er það svo leiðinlegt að það er næstum því fyndið.“ Hugleikur: „Mér finnst þetta svo- lítið eins og kvikmyndin Pirates of the Caribbean 3. Ég sá númer eitt og náði henni alveg. Númer tvö náði ég ekki alveg. En sú þriðja var alveg óskiljanleg með allt of mörgum persónum. Endaði svo með hring- iðu í sjónum sem mörg skip voru að sogast ofan í og sjóræningjar að skylmast á öllum skipunum. Svona finnst mér kreppan vera.“ Jóhanna: „Þetta er svolítið góð lýsing á ástandinu. En skýrir hins vegar ekki af hverju þetta fór svona. Hvað varð til þess að skipin eru að sökkva og allir eru að skylmast?“ Hugleikur: „Þetta er bara allt svo illa skrifað.“ Jóhanna: „Já, alveg óskaplega illa skrifað, alveg ægilega.“ seinni bók Hugleiks um eineygða köttinn Kisa og ástandið er væntanleg í verslanir á næstu dögum? Jóhanna hefur skrifað nokkrar skáldsögur, ljóðabækur og ferðabækur? Margar þeirra fjalla á einn eða annan hátt um Mið-Austurlönd. Hugleik dreymdi um að búa við Loch Ness-vatn í Skotlandi þegar hann var yngri? Nú langar til að búa í Japan um hríð enda landið Mekka myndasagna. Jóhanna bjó í nokkur ár í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen þar sem hún lagði stund á arabískunám? Hugleikur og Jóhanna búa bæði í Vesturbæ Reykjavíkur? Jóhanna unir sér vel í sínu húsi, enda fylgir því gömul kona á peysufötum sem bakar pönnukökur í gríð og erg? Hugleikur ætlar að færa sig nær hringiðunni á næstu dögum og flytja á miðpunkt Reykjavíkur? VISSIR ÞÚ AÐ ... FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þjálfun, heilsa og vellíðan. Vinnubók Félagsfræði 1 Einstaklingar og samfélag Killing Mr Grif n 3.599 1.290 1.499 NÝ BÓK NÝ BÓK NÝ BÓK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.