Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 54
6 FERÐALÖG
HEITAR LAUGAR
Stórbrotin náttúra Vestfjarða er ærin ástæða til að heimsækja þetta landsvæði.
En líklega er fátt sem slær það út að slaka á og leggjast í heita laug hvort sem er
að degi eða nóttu. Anton Brink myndaði heitar laugar fyrir vestan í sumar.
Drangsnes Ófáir Strandamenn hafa dregið sig saman í pottunum á Drangsnesi,enda hefur þar löngum verið samkomustaður ungs fólks á
öllum aldri. Pottarnir þrír eru fyrir neðan veg nálægt sjónum og eru þeir mjög vel sýnilegir frá þorpinu og veginum. Vatnið í pottunum er salt.
Vinsældir pottanna virðast síst hafa minnkað síðustu misseri þó fyrirtaks sundlaug hafi verið byggð í plássinu fyrir stuttu.
Pollurinn, Tálknafirði Pollurinn er nokkru utan við kauptúnið Tálknafjörð og uppi í hlíðinni.
Pollurinn er þrískiptur en þar eru tveir setpottar og einn nokkru dýpri. Búningshús er á
staðnum og er því haldið við af hreppnum. Góð aðsókn er í Pollinn, bæði af Tálknfirðingum
og gestum enda er stemningin þar ótrúlega góð og ekkert jafnast á við útsýnið út á Tálkna-
fjörðinn í allri sinni dýrð.
Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu
fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply
„samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna
og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn,
alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir
eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur .
Algjörar
samlokur
Sundlaug í Reykjarfirði, Arnarfirði Laugin er rétt við þjóðveginn og
í hana rennur allt árið. Hægt er að skipta um föt í litlum kofa sem
stendur við laugarbakkann. Rétt fyrir ofan laugina er lítil hlaðin
setlaug sem er nokkuð heit, þótt flestir geti baðað sig í henni í
stutta stund.
Krossholt, Brjánslæk Krossholt er þétt-
býliskjarni skammt vestan Brjánslækjar
en þar var byggð sundlaug árið 1948. Þar
er afbragðs útsýni frá lauginni yfir fagran
sjóinn.
Krossneslaug við Norðurfjörð. Krossneslaug er í fjörukambinum fyrir
opnu úthafinu norðan við Norðurfjörð og talin ein fegursta sundlaug
landsins. Hún er vinsæll viðkomustaður hjá ferðamönnum.