Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 66
42 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR píanóleikari koma fram á tónleikum á Gljúfrasteini, í húsi skáldsins. 16.00 Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Elísabet Waage hörpu- leikari verða með tónleika í Strandar- kirkju á Þorlákshöfn. Á efnisskránni verða Maríubænir í tilefni af Maríu- messu ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Á tónleikum í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt mun Susan Landale organisti leika á Klais-orgel kirkjunnar. 20.00 Tríó Andrésar Þórs flytur djass- standarda og frumsamið efni á tónleik- um í Kirkjunni í Stykkishólmi. 23.00 Hljómsveit Hauks Gröndal leikur klassíska djasstónlist þar sem áherslan verður á sterka sveiflu og lagrænan þráð í Jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. ➜ Opnanir 16.00 Sýningin Jazzóður - Jazz í íslenskri myndlist verður opnuð á Kjar- valsstöðum við Flókagötu. Á sýningunni eru verk eftir Erró, Grétar Reynisson, Sigurbjörn Jónsson, Sigurð Örlygsson og Tryggva Ólafssonar. ➜ Jazzhátíð Fjöldi tónleika verða haldnir í tengslum við Jazzhátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.jazz.is. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikverkið Bergmál eftir N. Richard Nash. Leikfélagið hefur aðsetur á neðstu hæð Menntasetursins við læk- inn (Gamla Lækjarskóla, Skólabraut). ➜ Leiðsögn 15.00 Alma Dís Kristinsdóttir verður með fjölskylduleiðsögn um sýninguna „Möguleikar“ sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Þar mun hún fara um sýninguna og ræða þá möguleika sem listamaður- inn hefur úr að moða. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Safn(arar) sem nú stendur yfir í Hafnarborg við Strand- götu í Hafnarfirði. Sýn- ingu lýkur í dag. Opið kl. 11-17. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 15. ágúst 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Ofurhetju og Skúrka BBQ Party verður haldið í Hljómskála- garðinum við tjörnina í Reykjavík. Fram koma Gnúzi Jones and the Crackers, Mc Gauti, Diddi Fel, Hoo- kerSwing, Itchyblood, Pedropilatus og dj C-$. 21.00 Tríó Andrésar Þórs flytur djassstandarda og frumsamið efni á tónleikum á Hótel Hellissandi. 22.00 Baggalútur verður á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Merkur leynigestur tekur lagið með sveitinni. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Leikrit 20.00 og 21.00 Ævar Þór Benedikts- son flytur einleikinn Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson. Mæting í Leikhús- Batteríið að Hafnarstræti 1 en þaðan er gengið stuttan spöl í Þingholtin. Þessi viðburður er í tengslum við artfarthátíð- ina. Nánari upplýsingar á www.artfart. is. ➜ Markaðir Markaðsdagar verða haldnir í Kiðagili í Bárðardal 15. og 16. ágúst milli kl. 13- 17. Heimaframleiddar vörur til sölu og sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni, Ullarverkasýning Friðriku Sigurgeirsdótt- ur og ljósmyndasýning frá fyrstu bílferð yfir Sprengisand verða opnar. Nánari upplýsingar á www.kidagil.is ➜ Opnanir 14.00 Í Sláturhúsinu, menningarsetri við Kaupvang á Egilsstöðum, verða opnaðar tvær sýningar. Handverk og hönnun opna sýninguna „Einu sinni er“ og Halla Eyþórsdóttir opnar sýninguna „Stórt og smátt“. 15.00 Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar sýningu sína „Vistaskipti“ í DaLí Gallery við Brekku- götu 9 á Akureyri. Opið lau. og sun. kl. 14-17. ➜ Sýningar Í GalleriBOXI við Kaupvangsstræti á Akureyri hefur verið opnuð sýning á verkum Sébastien Montéro og Steven Le Priol undir yfirskriftinni „Fyrirheitna landið“. Opið um helgar kl. 14-17. Pétur Halldórsson sýnir teikningar í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli við Hlíðarvegur 1. Opið alla daga kl. 9-18. Sigríður Níelsdóttir sýnir klippi- myndir á sýningunni „Séð í himin- inn“ sem hún hefur opnað í versl- uninni 12 Tónum við Skólavörðustíg. Opið mán.-lau kl. 10-18 og sun. kl. 12-17. Íris Stefánsdóttir hefur opnað ljós- myndasýningu undirskriftinni „Krísa“ í sýningasal Byggðasafns Hafnarfjarðar (Gúttó) við Suðurgötu í Hafnarfirði. Opið lau. og sun. kl. 11-17. Þórgunnur Oddsdóttir hefur opnað sýninguna „Íslensk landafræði“ í Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán. –fim. kl. 11.30-01, fös. og lau kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Karlottu Blöndal „Uppúr hag- anum“ í Suðsuðvestur við Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ, lýkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl. 14-17. ➜ Dansleikir Á NASA við Austurvöll verður haldið 90‘s partý. Dj Curver og Dj Kiki-Ow þeyta skífum. ➜ Jazzhátíð 22.00 Reginfirra og Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar verða á Rósenberg við Klapparstíg. Nánari upplýsingar um jazz- hátíð í Reykjavík á www.jazz.is. ➜ Búvélar Búvélasafnarar við Eyjafjörð sýna dráttarvélar og aðrar búvélar á Búvélasýn- ingu sem verður við Smámuna- safnið að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Opið kl. 13-17. Nánari upplýsingar á www.smamunasafnid.is. Sunnudagur 16. ágúst 2009 ➜ Menningarganga 14.00 Listasafn Árnesinga við Austur- mörk í Hveragerði efnir til menningar- göngu um Hveragerði undir yfirskriftinni „Konur og andinn.“ Lagt verður af stað frá Bókasafninu (Verslunarmiðstöð við Sunnumörk). Nánari upplýsingar á www.listasafnarnesinga.is. ➜ Tónleikar 16.00 Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngv- ari og Anna Guðný Guðmundsdóttir Keppnismyndir Vitrana, aðal- keppnisflokks Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, hafa verið kynntar. Gildar til keppni eru fyrstu eða aðrar myndir leik- stjóra í fullri lengd og hlýtur sig- urvegarinn titilinn Uppgötvun ársins og gripinn Gyllta lundann. „Það ferskasta í alþjóðlegri kvik- myndagerð“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Myndirnar sem keppa eru Kelin eftir Emrek Tursunov frá Kasak- stan, Hamingjusamasta stúlka í heimi eftir Radu Jude frá Rúmeníu, Dagdrykkja eftir Noh Young-seok frá Suður-Kóreu, Betra líf eftir Duane Hopkins frá Bretlandi, Garðastræti eftr Enrique Rivero frá Mexíkó, Vinnukona eftir Sebastian Silva frá Chile, Ramir- ez eftir Albert Arizza frá Spáni, Earmon eftir Margaret Corkery frá Írlandi, Dauðadá eftir Ludwig Wüst og La Pivellina eftir Reiner Primmel og Tizzu Covi frá Austur- ríki. Eru þær allt frá dæmisög- um um Forn-Tyrki til daglegs líf í enskum sveitabæ og sirkusstarfs- manns sem finnur tveggja ára stúlku. Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst 17. september og verða yfir hundr- að myndir til sýnis á tíu dögum. Aldrei hefur verið staðið að fleiri sýningum eða hliðarviðburðum á hátíðinni. - kbs Það ferskasta í boði Nýju lagi, sem talið er að sé með hljómsveitinni Radiohead, hefur verið lekið á netið. Lagið, sem Thom Yorke syngur, nefnist These Are My Twisted Words og svipar nokkuð til smáskífulags sveitar- innar frá 2001, Knives Out. Hljóm- sveitin hefur undanfarið verið í hljóðveri í Oxford ásamt upp- tökustjóranum Nigel Godrich en ný plata mun þó ekki vera í smíð- um. Stutt er síðan sveitin sendi frá sér lagið Harry Patch (In Memory Of) í minningu síðasta eftirlifandi Bretans sem barðist í fyrri heims- styrjöldinni. Hann lést í síðasta mánuði, skömmu eftir að Radio- head kláraði lagið. Annað lag frá Radio- head komið á netið THOM YORKE Hljómsveitin Radiohead er talin eiga lagið These Are My Twisted Words. Í fréttum var þetta helst... Halldór Baldursson sýnir skopteikningar sem unnar eru á árunum 2007-2009 Sögur án orða Ólöf Erla Einarsdóttir sýnir ljósmyndir sem eru endurskapaðar á listrænan hátt Jazzsmiðjur og hádegistónleikar Jim Black, Hilmar Jensson og Benjamin Koppel leika með, Trans kvintett, Reginfirru og Kvartett Leifs Gunnarssonar. Afraksturinn verður leikinn á hádegistónleikum 17. 18. og 19. ágúst kl. 12 Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. www.reykjavikjass.is 2009 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Sýningarnar opna fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17.00 og mun Jazz kvartett Leifs Gunnarssonar leika fyrir gesti Óska eftir að kaupa íslensk enskt lingapon tungumála námskeið. Sem er útgefi ð ár 1976, 1977 eða 1978 en ekki English Course. En útgáfuárið er auðfundið í bókum sem fylgja. Upplýsingar í síma 865 7013. Ég borga 40.000 kr. fyrir námskeiðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.