Samvinnan - 01.04.1930, Síða 7
Forvígismenn
Samvinnustefnunnar.
XIV.
Benedikt prófastur Kristjánsson í Múla.
Benedikt Ki'istjánsson var fæddur 16. marz 1824,
að Illugastöðum í Fnjóskadal. Faðir hans var Kristján
bóndi Jónsson, bróðir Bjöms umboðsmanns í Lundi. Voru
þeir bræður báðir þjóðkunnir menn á sinni tíð fyrir dugn-
að og gáfur. Var Knstján á Illugastöðum einn hinn
héraðsríkasti maður í Þingeyjai'sýslu á fyrra hluta 19.
aldar, svo að eigi stóðu honum aðrir framar um áhrif,
þótt embættisnafn hefði; en slíkt var þó á þeirri tíð jafn-
vel meir metið en nú og löngum drjúg uppbót á manngild-
ið, enda sízt vanþörf stundum, þeim sem þess fengu notið.
En gildur bóndi var Kristján á Ulugastöðum og þótti
þar trausts að leita sem hann var bæði að ráðum og dáð.
Sparði hann það eigi þeim mönnum, er honum þótti sér
skylt að veita, að sið héraðshöfðingja.
Þeir Illugastaðabræður, synir Kristjáns, voiu þessir:
Jón, síðar prestur á Þóroddsstað í Kinn, þm. S.-Þing.
1853—1857, en síðast prestur á Breiðabólsstað í Vestur-
hópi. Kristján, síðast amtmaður norðan og austan, eftir
Pétur Havsein, er hann var settur af embætti vegna geð-
bilunar sinnar, 1871. Og Benedikt í Múla. Ber frami sá,
er þeir bræður hlutu, Ijósan vott um það, að á engan hátt
var til þess sparað að vanda til uppeldis þeirra og mennt-
unar.
Benedikt var snemma til mennta settur. Gekk iiann
1