Samvinnan - 01.04.1930, Page 10
4
S AMVI N NÁN
veiðiaðferð þessari væri brotinn forn réttur og lar.dslög
á sér og öðrum, er veiðirétt höfðu í Laxá. Urðu af þessu
Verki málaferli allmikil. Eigi gekk þó fullnaðardómur í
málum þessum, og mun því valdið hafa karlmannleg ein-
beittni prests og þeirra, sem flokk hans fylltu, að málið
féll niður, þótt hai'ðlega væri til þess stofnað og meir að
hætti víkinga en sumum myndi hæft hafa þótt hógværum
sálnahirði.
Benedikt í Múla var eindreginn framfara og fram-
sóknannaður. Er eigi ómerkilegt að minnast þess, að á
þeim árum, sem hann hafði einna helzt forystu í hérað-
inu, voru brúuð tvö höfuð-vatnsíöll sýslunnar, Laxá og
Skjálfandafljót, að mestu fyrir sjálfráð framlög héraðs-
búa. Var það furðu rösklega gert á þeim tímum, sem þá
voru, bæði fyrir sakir féleysis alþýðu og skorts á verk-
legri kunnáttu, og þrátt fyrir óáran og flutningavand-
ræði. En að vísu áttu hér ýmsir menn fleiri hlui að
Nú eru rúm fjörutíu ár liðin síðan Benedikt ILrist-
jánsson fluttist frá Múla og burt úr héraðinu, átthögum
sínum, eftir langt og ágætt starf. Ber þess starfs að
minnast þakksamlega. En fyrst og fremst munu Þing-
eyskir samvinnumenn miimast hans sem eins af forvíg-
ismönnum og höfuð-stofnöndum Kaupfélags Þingeyinga.
Er þess að vænta, að á fimmtugsafmæli K. Þ., sem nú er
skammt að bíða, verði þess getið rækilega, sem hér er
aðeins stuttlega minnst. Var Benedikt kosinn í hina
fyrstu stjórnarnefnd félagsins ásamt þeim Jóni á Gaut-
löndum og Benedikt á Auðnum. Svo er og talið, að hann
hafi í'áðið nafni félagsins og er það að vísu afrek á sinn
hátt. Það ræður af líkum, að mestur þunginn af stjórnar-
störfum K. Þ. hafi hvílt á framkvæmdarstjóranum, Jakob
Hálfdánarsyni, og hinum yngri mönnum í stjórn félags-
ins. En séra Benedikt mun hafa valdið sínum hlut þótt
kominn væri um og yfir sextugt. Þurfti þess með, því að
þessi hin fyrstu ár K. Þ. voru að vonum erfið mjög fyrir
margra hluta sakir. En ái'ferðið eitt nóg ástæða til þess,
að þun.gt veitt.