Samvinnan - 01.04.1930, Page 11
FORVÍGISMENN
5
Af öllum erfiðleikum, sem K. Þ. átti við að stríða
hin fyrstu árin, mun þó veltufjárskorturinn hafa orðið
einna erfiðastur. Eigi verður hér mj ög rækileg’a frá því
greint, hversu fram úr þessu greiddist fyrir K. Þ., er
mest svarf að. Mun það verða síðar gert. En efalaust er,
að það var að ráðum og með atbeina Benedikts í Múla,
að samvinna tókst með K. Þ. og Jóni Vídalín, stjúpsyni
Benedikts, um afurðasölu og vöruútvegun í Englandi.
Urðu Þeir Vídalín og Zöllner um langa hríð aðalumboðs-
menn og lánardrottnar K. Þ. og flestra íslenzkra kaupfé-
laga,meðan hagur þeirra var hæpnastur og veltufjárskort-
uriim mestur. Að vísu munu þeir félagar hafa haft hag en
eigi skaða af viðskiptum þessum. En áhætta fylgdi, og
löngum varð Zöllner að eiga allmikið fé hjá félögunum, ár-
um saman. Má kalla, að hann væri banki þeirra.
Nú þegar verzlunarhagir vorir ei*u gerbreyttir og
kaupfélögin hafa fengið aðgang að peningastofnunum
landsins, til að bæta veltufjárþörf sína, og hafa komið
upp sinni eigin heildsölu, er vel til fallið að minnazt þeirra
manna, sem sáu ráð og höfðu hug og dug til að brjótast
áfram, á eigin spýtur, að þessu takmarki. Benedikt í
Múla stendur einna fremst meðal þeirra, sem vísuðu veg-
inn.