Samvinnan - 01.04.1930, Page 12
ITm íslenzka menningu.
Eftir Einar Ól. Sveinsson.
II.
Tvennskonar gagnstæða
strauma sjáum vér nú nærri
því hvarvetna í veröldinni,
tvennskonar öfl, sem ganga
sitt í hvora áttina og heyja
látlausa baráttu. Stundum er
nokkuð jafnvægi á míili og
því líkt, sem þau vinni sam-
an, en ekki sjaldan er annar
aðilinn sterkari og baráttan
vægðarlaus. Annað þessara
afla er tengt þjóðernunum.
Þar ráða áhrif umhverfis og
ættar, lands og sögu, máls og
menningar liðinna alda. Þessi
öfl styrkja smáheildirnar,
þjóðimar, en á hinn bóginn
sundra þeim og einangra. —
Hinn straumurinn eru alþjóðahreyfingar af ýmsu tagi,
starfshættir og tæki, skipulag og tízka, stefnur í félags-
málum og trúmálum — öfl, sem láta sig einu gilda þjóð-
emi og sérmenningu, en draga einn manninn, eina þjóð-
ina nær annari.
Allar siðmenningar — ef ég má leyfa mér að nota
orðið í fleirtölu að hætti Spenglers — sem verið hafa í
veröldinni, hafa tekið að vaxa út á við og breiðast út um