Samvinnan - 01.04.1930, Side 20

Samvinnan - 01.04.1930, Side 20
14 SAMVINNAN væri sama og berja höfðinu við steininn; það mundi saka höfuðið, en ekki steininn. Þetta eitt er ærið nóg til þess að vér snúumst ekki önd- verðir gegn útlendum menningartækjum: að þess er eng- inn kostur. En auk þess eru kostir þeirra miklir, og þau veita oss möguleika til ytri þróunar, sem oss myndu ekki falla í skaut ella. Þessarar hliðar hefi eg hér á undan minnzt miklu minna, og er það sökum þess, að hún er oss íslendingum miklu minnisstæðari, svo sem vonlegt er, þar sem vér erum nú nývaknaðir af aldalöngum drunga og eymd, framsæknir og gjarnir á gæði veraldarinnar. Mér hefir því þótt lítil þörf að brýna fyrir mönnum kosti og óhjákvæmileik hinna útlendu tækja — vandamál eru aðeins annmarkarnir. Þegar þessi varnagli er sleginn, mun þeim, sem þetta ritar, varla verða borið á brýn menningarhatur. En eigi að síður erum vér í hættu staddir. Hættan er sú, að íslendingseðlið verði veikara en tillíkingarstefn- an, hneigð nútímamenningarinnar til að afmá séricenni og einstakling, og gera alla eins, menn með sama smekkn- um, sömu þekkingunni — þegar frá er tekin sérþekking- in, sem gerir oss að hæfum hjólum í vélinni — sömu á- hugamálum, sama hugsunarhætti, sömu reynslu, sömu hugsun. Mér þykir trúlegast, að sérkenni vor og séreðli sé það verðmætasta, sem vér eigum, og það, sem heimin- um getur orðið verðmætast, vilji forlögin svo vera láta. Þess má víða sjá glögg merki, hvað útkjálkaþjóðir megna, ef þær fá að njóta sín; þetta má t. d. sjá á því, hve mikil áhrif menn eins og Ibsen og Strindberg hafa haft á leik- ritaskáldskap heimsins. Hver veit, hvað islenzkir lista- menn, sem ná að skapa íslenzk verk, ná að opinbera ís- lenzkan anda, eiga eftir að gefa veröldinni? En eitt skul- um vér vita með vissu: Þjóðverjum er engin ánægja að kynnast íslenzkri stælingu á þýzkri hljómlist, né Frökkum að sjá stæling franskrar málaralistar: stælingin er óþörf, henni er ofaukið í menningu heimsins; verðmæti hefir það eitt, sem er sjálfstætt og frumlegt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.